Neðri myndin á þessari síðu er áþreifanleg sönnun þess að framsóknarmenn er að finna víðar en á Íslandi. „Það vantar veg í mitt kjördæmi!“, hefur einhver sagt, og þá hefur ekki liðið á löngu uns Gunnar Birgisson þeirra Perúmanna hefur mætt með jarðýturnar á vettvang.
Er Ormurinn að setja sig upp á móti framförum í þróunarlöndunum? Nei, alls ekki.
Honum finnst það bara afkáralegt að einhver þurfi að skella þjóðvegi yfir menningarverðmæti á heimsmælikvarða eins og Nazcalínurnar. en ek heiti Sverrir 20:34
This is my blogchalk: Iceland, Reykjavík, Vesturbær, Icelandic, Sverrir, Male, 21-25, Music.