Bloggari er grasekkill um þessar mundir. Ósk er búin að vera á interrailferðalagi með Bjarneyju vinkonu sinni (hér er ferðabloggið þeirra) í u.þ.b. tvær vikur. Þær fóru frá bænum Elche í grennd við Alicante á Spáni 4. júlí og ferðuðust um S-Frakkland, Ítalíu, Grikkland og Búlgaríu til Rúmeníu. Þessa stundina eru þær í lest á leið frá Búkarest í Rúmeníu til Búdapest í Ungverjalandi. Undirritaður er svo á leið til Elche 4. ágúst næstkomandi ásamt Unu, systur Óskar, og er ætlunin að dveljast þar í viku hjá skiptinemaforeldrum Óskar.
Stjörnufræðivefurinn
Nú er liðin vika frá lokum ráðstefnunnar um byggilega hnetti. Sævar og bloggari settu upp vef fyrir þá sem vildu fræðast betur um það sem var að gerast á ráðstefnunni og er m.a. viðtal við Stein Sigurðsson komið inn á ráðstefnuvefinn. Á ráðstefnunni tóku ritstjórarnir viðtöl við kappa eins og William Hartmann og Frank Drake, að öðrum ólöstuðum, og munu þau birtast á vefnum innan tíðar.
Hér er smá „Googlesprengja“ til þess að beina umferð leitarvéla á Stjörnufræðivefinn: