Blogg Ormsins
Sverrir
Bloggarar

Skrifa í gestabók

Skoða gestabók

Ef þú vilt senda Orminum skeyti þá er það hægt hér

Eldra blogg

This page is powered by Blogger.

-->

miðvikudagur, júní 23, 2004
Misskilningur hjá ISNIC?

Þessar færslur benda til þess að eitthvað hafi skolast til í gagnagrunninum hjá ISNIC.

en ek heiti Sverrir 16:36
mánudagur, júní 21, 2004föstudagur, júní 18, 2004
Alvörulén: www.stjornuskodun.is

Stjörnufræðivefurinn er loksins kominn með alvörulén,
www.stjornuskodun.is. Nú er loksins hægt að hella sér af alvöru út í kynningu á vefnum.

Fyrst er þó að láta hendur standa fram úr ermum og láta inn eitthvað af því efni sem Sævar hefur sent bloggara.

Hátíðahöld

Sá sem hér ritar tók virkan þátt í hátíðahöldunum í gær og jafnvel enn virkari þátt í fyrradag.

Bloggari gekk í skrúðgöngunni frá Hagatorgi ásamt Ísleifi og Ósk. Gangan fór nýja leið þetta árið og endaði það með smá klúðri. Forystusauðirnir kusu að fara hægri akreinina á Hringbraut frá Melatorgi en þeir gera það varla aftur á næsta ári.

Annars tókst forsvarsmönnum hátíðahaldanna vel upp með breytingarnar í gær. Umferðin um miðbæinn varð mun greiðari við það að sleppa sviðinu í Lækjargötunni. Eins var ekki sami troðningur og áður í Austurstræti, enda minna um að vera á Ingólfstorgi en oft áður og í staðinn komið nýtt svið á bílastæðinu við Happdrætti HÍ. Húla-dansinn þar í gær er tvímælalaust það skemmtiatriði sem bloggari hefur haft mest gaman af síðasta áratuginn.

Unga parið dreif sig síðan upp á Árbæjarsafn, sem var mjög huggulegt. Þjónustan á Dillons Café var hins vegar ekki til að hrópa húrra yfir. Eftir að hafa beðið eftir kakókönnu og bollum í hálftíma var það auma og undirmannaða kaffihús yfirgefið.

Þetta var víst aðeins einn af fáum skandölum sem veitingamaðurinn stóð fyrir í gær.

Sólbakki fluttur

Megn nostalgía gýs upp í hjarta bloggara í hvert einasta sinn sem hann fer Hringbrautina þessa dagana. Ástæðan er sú að nú er búið að rífa upp gamla barnaheimilið sem hann var á fyrir ca. tveimur áratugum.

Í þann tíð var ástand dagvistunarmála með nokkuð öðrum hætti en nú er. Landspítalinn rak þá barnaheimilin Sólbakka og Sólhlíð enda var nær ómögulegt fyrir hjón að fá heilsdagspláss á leikskólum borgarinnar.

Við flutninginn í Stakkahlíð fækkar deildunum á leikskólanum úr þremur í tvær. Við það tækifæri hafa leikskólamenn kastað gömlu góðu nöfnunum Ungadeild, Bangsadeild og Kisudeild og nefna deildirnar Hlíð og Holt eða eitthvað álíka. Ekki er það framför.

Ljós&lagnir I: Sjólögn meðfram Kringlumýrarbraut

Ormurinn bætti nýju orði í sarpinn í gær. Á leið sinni norður Kringlumýrarbraut frá sjónum kom hann auga á skilti við mikinn skurð hjá Laugarneskirkju. Ökumaður samþykkti að fara sömu leið til baka og kom þá á daginn að skurðurinn mikli er fyrir sjólögn frá brunni við Sæbrautina alla leið í Húsdýragarðinn.

Ja, það mun ekki væsa um selina í garðinum næsta vetur.

Ljós&lagnir II: Ný ljósker ryðja sér til rúms

Bloggari komst nýlega að því að búið er að setja upp nýja gerð ljóskera á mörgum ljósastaurum borgarinnar, t.a.m. við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar.

Þessi nýju ljósker eru þannig úr garði gerð að þau glerið nær ekkert út fyrir hausinn. Þetta er mikil framför frá t.a.m. gömlu ljóskerunum við Miklubrautina og ætti að draga eitthvað úr ljósmengun.


en ek heiti Sverrir 09:15
þriðjudagur, júní 08, 2004mánudagur, júní 07, 2004
Þverganga Venusar - sjaldséður atburður

Kominn tími á
smá stjörnufræði (og blogg!). Ormurinn, í slagtogi við Sævar stjörnufræðimógúl, setti inn ítarlega úttekt á þvergöngu Venusar um helgina.

Þvergangan verður í fyrramálið svo það er ekki seinna að vænna að kynna sér málið. Bloggari hitti formann Stjörnuskoðunarfélagsins áðan. Hann sagði að einhverjir ætluðu að hittast með sjónauka við Valhúsaskóla og horfa á þvergönguna eldsnemma í fyrramálið.

Való er pleisið - ef veðurguðirnir leyfa!

Uppboð

Bloggari hitti á uppboð feminista í Kolaportinu í gær.

Þessi aðferð til að vekja athygli á málstaðnum hitti beint í mark.

Ekki spillti fyrir að Ólafía Hrönn Jónsdóttir fór á kostum sem uppboðshaldari.en ek heiti Sverrir 09:06
Sverrir/Male/21-25. Lives in Iceland/Reykjavík/Vesturbær, speaks Icelandic. Spends 40% of daytime online. Uses a Fast (128k-512k) connection. And likes Music
This is my blogchalk:
Iceland, Reykjavík, Vesturbær, Icelandic, Sverrir, Male, 21-25, Music.