Ormurinn rakst á þýska heimasíðu Kalahari Thirstland líkjörsins. Flaskan var hreinlega of fallísk til þess að hægt væri að sniðganga hana í flughöfninni í Jóhannesarborg. Ekki það að hinn görótti drykkur reyndist góður, það var öðru nær. En hann hefur vissulega sérstöðu í flokki líkjöra.
Árshátíð
Bloggari mætti galvaskur á árshátíð Skólafélags MR á fimmtudaginn. Það var 6.X sem bauð stjörnufræðikennaranum í mat á Hótel Íslandi og í teiti í Grafarholtinu. Kynnirinn á árshátíðinni, Sveinn Waage, var trúlega sá slakasti sem Ormurinn hefur kynns. Miðað við frammistöðu hans þarna, væri hann vart tækur á morgunvakt FM 957, hvað þá meira.
Árshátíðarmyndin þetta árið var ansi sniðug og var gott að ljúka skemmtuninni með henni. Menn og konur voru síðan hin kátustu í teitinni í Grafarholti. Segir það kannski sitt um gestrisnina á þeim bænum, að heimilisfaðirinn skutlaði kennara og þremur nemendum niður á Hótel Ísland. Þar sem undirritaður hafði áskotnast miði á ballið frá Hringi, hringjara skólans, lét hann slag standa og mætti á ballið. Eftir að hafa staðið í röð í tæpa klukkustundkomst undirritaður inn á ballið, rölti þrjá hringi um húsið og tók sér svo far með leigubíl vestur á Nesveg.