Blogg Ormsins
Sverrir
Bloggarar

Skrifa í gestabók

Skoða gestabók

Ef þú vilt senda Orminum skeyti þá er það hægt hér

Eldra blogg

This page is powered by Blogger.

-->

þriðjudagur, október 21, 2003
Háhýsin í Lundi

Ormurinn komst áðan í Fasteignablað Moggans frá því í gær og las þar lofgjörð byggingarfulltrúans í Kópavogi um nýja hverfið í Fossvogsdalnum.

Bloggari hefur eitt að segja um það mál: Háhýsin rísi - litboltann burt!

Að sjálfsögðu vilja nágrannarnir helst lágreist rað- og parhús (en slíkt húsnæði vantar sárlega á höfuðborgarsvæðinu). Á móti kemur þegar byggt er svo hátt er hægt að ná góðu nýtingarhlutfalli, samhliða stóru túni í kringum blokkirnar. Tenging svæðisins við gatnakerfið er eins og best verður á kosið, þar sem gatnamót Nýbýlavegar og Hafnafjarðarvegar eru rétt við túnfótinn.

Þar sem margir eru til í að þétta byggð víðast hvar, nema í eigin hverfi, er rétt að spyrja bloggara:

Er hann tilbúinn að samþykkja þéttingu byggðar vestast í Vesturbænum?

Þokkalega! Ekki að þar sé mikið pláss, en þó stendur til að byggja á gömlu Lýsislóðinni og gamla SÍF-húsið (þvottahús Grýtu) ætti að rífa sem fyrst og byggja þar blokk. Úti fyrir norðurströndinni á svo Gufunesið að koma skv. kosningaauglýsingum.

Einfaldast í stöðunni væri samt að byggja þar sem KR-svæðið er núna við Frostaskjól. Þar mætti væntanlega koma fyrir um 300 íbúða byggð í 4-7 hæða húsum.

Ofnarnir á Nesveginum

Svo virðist sem lestur á nánast hverjum einasta lagnafréttapistli í 6 ár komi bloggara að litlum notum þegar kemur að því að stilla hitann í risinu á Nesveginum. Vissulega kann Ormurinn heitin á túr- og retúrloka og þekkir virkni þeirra í öllum grundvallaratriðum. En þegar kemur að því að stilla hitann í íbúðinni (5 ofnar x 2 lokar á hverjum ofni + miðstýrður stillingabúnaður og opnanlegir gluggar) þá þarf eitthvað miklu meira til.

Hver veit samt nema Ormurinn verði orðinn flinkur í stillingum eftir nokkra mánuði?

en ek heiti Sverrir 15:48




laugardagur, október 18, 2003
¿Asnalegasta vínflaska í heimi?

Ormurinn rakst á
þýska heimasíðu Kalahari Thirstland líkjörsins. Flaskan var hreinlega of fallísk til þess að hægt væri að sniðganga hana í flughöfninni í Jóhannesarborg. Ekki það að hinn görótti drykkur reyndist góður, það var öðru nær. En hann hefur vissulega sérstöðu í flokki líkjöra.

Árshátíð

Bloggari mætti galvaskur á árshátíð Skólafélags MR á fimmtudaginn. Það var 6.X sem bauð stjörnufræðikennaranum í mat á Hótel Íslandi og í teiti í Grafarholtinu. Kynnirinn á árshátíðinni, Sveinn Waage, var trúlega sá slakasti sem Ormurinn hefur kynns. Miðað við frammistöðu hans þarna, væri hann vart tækur á morgunvakt FM 957, hvað þá meira.

Árshátíðarmyndin þetta árið var ansi sniðug og var gott að ljúka skemmtuninni með henni. Menn og konur voru síðan hin kátustu í teitinni í Grafarholti. Segir það kannski sitt um gestrisnina á þeim bænum, að heimilisfaðirinn skutlaði kennara og þremur nemendum niður á Hótel Ísland. Þar sem undirritaður hafði áskotnast miði á ballið frá Hringi, hringjara skólans, lét hann slag standa og mætti á ballið. Eftir að hafa staðið í röð í tæpa klukkustundkomst undirritaður inn á ballið, rölti þrjá hringi um húsið og tók sér svo far með leigubíl vestur á Nesveg.

Þjóðskrá

Breytt heimilisfesti er komin inn í þjóðskrá, ef marka má heimabanka sparisjóðanna.

en ek heiti Sverrir 20:05




fimmtudagur, október 16, 2003mánudagur, október 13, 2003þriðjudagur, október 07, 2003laugardagur, október 04, 2003fimmtudagur, október 02, 2003miðvikudagur, október 01, 2003

Sverrir/Male/21-25. Lives in Iceland/Reykjavík/Vesturbær, speaks Icelandic. Spends 40% of daytime online. Uses a Fast (128k-512k) connection. And likes Music
This is my blogchalk:
Iceland, Reykjavík, Vesturbær, Icelandic, Sverrir, Male, 21-25, Music.