Þar sem Ormurinn kom inn á þennan nýja KFC-stað í Fossnesti gaus á móti honum steikingarbræla, sem mætti alveg minnka með betri loftræstingu. Ekki var það látið á sig fá, enda menn ýmsu vanir úr Hafnarstrætinu. Við diskinn var svo pöntuð stækkuð Tower-máltíð og Pepsi að súpa á. Aldursforseti vinnustaðarins (vart yfir 18 ára aldri) tók við pöntuninni og skenkti Orminum það vatnsblandaðasta gos sem um getur á gjörvallri ævi hans. Náðu gestirnir þó að stytta biðina með því að telja X-Men leikföngin á matseðlinum. Þar blöstu við fimm leikföng ásamt hvatningu til gesta um að safna öllum fjórum(!) leikföngunum. Um tónlistarval á staðnum er það að segja að tónlistarstjórinn hefur ákveðið að taka ekki mikla áhættu með vali sínu á útvarpsstöðinni FM. Slíkt kemur reyndar fyrir á bestu bæjum (t.d. Nonnabita).
Engin hnífapör fylgdu með (ekki eins og bloggari sé í hópi hnífaparaperverta á skyndibitastöðum) og miðskammturinn af frönskum er sá minnsti sem Ormurinn hefur komist í tæri við hjá KFC-keðjunni. Turninn reyndist rétt ylvolgur og höfðu starfsmenn klúðrað því að láta rétt á hann þannig að borgarinn lá ofan á álegginu (ok, þetta var kannski óþarflega ströng athugasemd).
Bloggari komst þó heill hildi frá en hefur hugsað sér að halda sig við Kaffi krús í næsta leiðangri. Niðurlægingu keðjunnar á Suðurlandi er þó ekki enn lokið því nýjustu fregnir herma að nýr staður sé væntanlegur í Hveragerði.
(*)Bloggari leyfir sér að efast um hvort Hveragerði sé í alvöru fyrir austan fjall. Menn aka nefnilega eftir þjóðveginum yfir Hellisheiði en það mætti segja að menn fari „fyrir“ Ingólfsfjall. Vonandi að einhver fáist til þess að taka þátt í nýrri landafræðideilu.
Á leiðinni í bæinn hlýddi Ormurinn á það besta sem nú er til útvarps. Á FM-957 var sem sagt útvarpsleikur í gangi þar sem útvarpsmaðurinn gaf þeim sem náðu inn helling af smokkum. Tvímælalaust með betri útvarpsleikjum. Það sem þó betra var, voru gestirnir í stúdíóinu sem bragðdæmdu smokka með þulinum. Bananinn var bestur en appelsínubragðið víst aðeins í átt að súkkulaði. Einnig var það að heyra á manninum að súkkulaðismokkur væri væntanlegur á markaðinn seinna í sumar.
Brunahanar
Bloggari vill benda öllum alvöru áhugamönnum um brunahana á þessa gæðasíðu um hugðarefnið.
Á Minjasafni Orkuveitunnar (sem allir menn, sem vilja telja sig til menntamanna, ættu að heimsækja á a.m.k. 5 ára fresti) er að finna þessa mynd af jólaljósunum í Austurstræti á 7. áratugnum:
(Smellið hér ef þið viljið sjá myndina í boðlegum gæðum.)
Ef rýnt er í myndina (ekki litlu eftirmyndina hér að ofan heldur upprunalega eintakið) þá kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Skoðum t.d. Morgunblaðshúsið:
Á neðstu hæð hússins er verslunarmiðstöðin Vesturver.
En hvar ætli Norðurver hafi verið? en ek heiti Sverrir 23:46
„Feittchill“ og „badstrandarfilingur“ eru uppáhaldsmyndir Ormsins.
Kvennahlaupið
Fyrir nokkrum árum hljóp móðir bloggara í Kvennahlaupi ÍSÍ í Flatey (á Breiðafirði NB!). Á skrá yfir keppnisstaði í ár eru m.a. Flatey, Hrafnista, Skaftártunga og Namibía (sem er væntanlega syðsti og fjarlægasti keppnisstaðurinn). Þar eru starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar væntanlega áberandi.
Dúfnaborg
Það var aðeins fyrir fáeinum dögum að Ormurinn fattaði að Þóra Marteinsdóttir frænka væri með blogg í Dúfnaborginni. en ek heiti Sverrir 13:14
Rúsínan í pylsuendanum þetta kvöldið var þó að hitta Viðar eftir 10 mánaða hlé, þar sem hann bauð upp á næringarráðgjöf á Nonnabita. Bekkjarbróðir Kattarins var þar í hlutverki hins vara gests sem skyldi fá sér nautabát, enda væri það besti báturinn og drengurinn enn við hestaheilsu. Aftur á móti skyldu hinir, sem væru búnir að ganga fullnærri heilsu sinni, halda sig við pepperóníbátinn. Sjálfur fékk bloggari sér karríbát með kjúklingi.
Laugardagurinn var öllu rólegri.
Á sunnudaginn var hátíðarmatur í Akurgerði í hádeginu, svínasteik með öllu tilheyrandi. Afinn sagði bræðrunum ferðasöguna frá Mósambík, Krugergarðinum og Svasílandi, ásamt því að leggja fram kvörtun vegna bloggfalls sunnudaginn í vikunni áður. Þá hugsuðu sunnanmenn sér gott til glóðarinnar að líta á Ormsbloggið til að sjá hvað hafði verið í sunnudagamatinn. Veikindi þá helgina settu aftur á móti strik í reikninginn. Eyjólfur hlaupari er búinn að setja inn fleiri myndir úr ferðinni á netið.
Seinnipartinn blésu GF-menn til fótbolta sem segja má að veðrið hafi blásið út af borðinu. Í kjölfarið hittust menn heima hjá Ísleifi og dúkkaði þar upp sjálfur smíðaguðinn, sem hefur dvalið við verkfræðinám í Danaveldi í vetur (þangað sem Svenni er að fara).
Á sunnudagskvöldið var síðan snædd dýrindis veislumáltíð á Austur-Indíafélaginu.
Bæjarferð var helst á döfinni á mánudaginn. Í henni voru fest kaup á hinni stórgóðri plötu Radiohead. Deginum lauk svo með fótbolta um kvöldið.
Mannanafnablogg
Hvað finnst fólki um nafnið „Ninja“? Bloggari verður að játa að hann hefur ekki alveg smekk fyrir því. en ek heiti Sverrir 14:51
Það er nú samt svo að á köflum plebbast menn jafnvel enn meira í kringum Menntaskólann. Hann á þó ekki séns í þessar auglýsingar. en ek heiti Sverrir 11:40