Blogg Ormsins
Sverrir
Bloggarar

Skrifa í gestabók

Skoða gestabók

Ef þú vilt senda Orminum skeyti þá er það hægt hér

Eldra blogg

This page is powered by Blogger.

-->

fimmtudagur, maí 29, 2003þriðjudagur, maí 27, 2003
Slaegur gaur med umferdarkeilu

(Vantadi herslumuninn (50 p) a ad blogg gaerdagsins faeri i loftid.)

Thad er svo margt sem bloggari vildi blogga um.

En thar sem klukkan er um eitt og stefnan tekin a ad gata sig ut klukkan niu og fara i IMAX-bio klukkan halfellefu i fyrramalid verdur thetta ekki eins langt og efni standa til. Thegar naer dregur helgi og tekist hefur ad vinna upp svefn er aetlunin ad gera a thessu bragarbot.

I tilefni dagsins aetlar bloggari ad profa ad blogga i ofugri timarod. Thad veit hins vegar Odinn einn hve langt hann kemst aftur i tima.

Sem stendur er bloggari staddur a netstofu Generators med korfelogunum Hoskuldi og Einari Steini. Fyrir halftima eda svo a heimleid lenti hann hins vegar i theirri othaegilegu lifsreynslu ad finnast ser vera veitt eftirfor i okunnugri storborg. Menn a svortum sendiferdabil veifudu hondum ut um gluggann asamt thvi ad segja eitthvad sem bloggari skyldi ekki. Thetta hefdi svo sem verid i lagi ef their hefdu ekki haegt ferdina og farid ut i kant litlu lengra. Ormurinn bad hopinn um ad fara snarlega thvert yfir gotuna og inn naestu gotu. A leidinni heim syndist honum hins vegar tvisvar sem svartur bill vaeri ad elta hopinn (paranoja daudans en ekki ad astaedulausu) en ekki dro tho til neinna tidinda.

Adur en hopurinn lagdi thennan ohugnanlega legg heimferdarinnar undir fot kom hann vid a stad sem var allt i senn pitsastadur, salatbar, kaffihus og kebabstadur. Var thad samdoma alit theirra thriggja sem thagu kako ad thad vaeri ekki sidra en a visitolukaffihusinu heima. Paris er a.m.k. ekki ad standa sig betur. Official bar ferdarinnar, Bar B low, reyndist hins vegar lokadur eins og i gaerkvoldi.

I baenum tharna a undan fekk hopurinn ser is a Haagen Daz. Thar fyrir utan var madur sem song log eins og Wonderwall og Rock Around the Clock a umferdarkeilu. Sa tonlistarflutningur var hins vegar stodvadur af baejarstarfsmonnum skommu sidar.

en ek heiti Sverrir 00:18




mánudagur, maí 26, 2003
Djammad i London

Svo haldid se afram thadan sem fra var horfid tha hefur mikid vatn runnid til sjavar sidan bloggari bloggadi seinnipartinn i gaer.

Korfelagarnri ruludu natturulega feitt i sjonvarpssalnum a Generator i gaer. Tveir theirra hordustu hofdu maett med fana og hofdu allir sett sig i stellingar thegar farid var ad fletta a sjonvarpinu. Thad kom nefnilega upp ur durnum ad enginn starfsmadur hafdi hugmynd um a hvada stod keppnin var.

Ormurinn horfdi reyndar adeins a log Islands og Austurriki. Svidsframkoma flytjenda thess sidarnefnda var feitt god.

Eftir nokkra drykki og vaent djamm a Bar B low nadi bloggari i skottid a stigagjofinni. Thotti hann hafa helst til hatt og lata alit sitt helst til oft i ljos a helst til aberandi hatt. Thad var lika naudsynlegt thar sem Belgar og Russar attu giska litid traust i undirritudum en Islendingar og hundtyrkinn theim mun meira. Er Ormurinn hinn katasti med nidurstodur keppninnar. Kannski boda thau endurreisn pistlanna „Sogubrot af Tyrkjum“.

I dag klaradi korinn skipulagda songdagskra sina med thvi ad syngja i tveimur messum. Su fyrri var i gullfallegri en hrorlegri kirkju vid Piccadilly Circus (teiknud af C. Wren eftir brunann mikla 1666). Hljomburdurinn var storkostlegur en thad sem stendur upp ur i minningunni 15 timum sidar er thad ad bloggari gekk thar til altaris i annad sinn a aevinni. Hitt skiptid var i Domkirkjunni.

Eftir hadegismat a Pizza Hut, thar sem sumum thotti nog um fiflalaetin a bodri Ormsins, var haldid i kirkju lutersks safnadar thysks, hvar prestur thjodkirkjunnnar i London messadi. Thad er liklega ein skemmtilegasta messa sem bloggari hefur sott um aevina, enda ekki a hverjum degi sem Hofur, herdar, hne og taer er sungid i midri messu.

Um kvoldid bordadi haskolagengid i kornum a kinverska veitingastadnum Mandarin ad undangengnu heillongu rolti, m.a. um Hyde Park framhja Royal Albert Hall. Sidan var haldid nidur a Piccadilly og Leicester Square, thar sem sumir fengu ser fokdyran Haagen Daas is. Hluti af hopnum eigradi svo um hverfid i leit ad stad sem bydi upp a bjor. Thad hafdist a endanum a systurstad Priksins, sem nefndist Bar 13 eda eitthvad alika. Samlikingin var ekki slaem og einnig er thad fyndid ad allir voru sammala um ad hafa gengid framhja systurstad Hvebbans skommu adur.

en ek heiti Sverrir 00:16




laugardagur, maí 24, 2003föstudagur, maí 23, 2003
Skemmtanalifid i London

Korinn er buinn ad finna sinn lokalpobb i London, Bar B lo. Hann stendur vel undir nafni, i kjallara og thykja innrettingarnar hinar futuriskustu. Thad sem hann hefur m.a. ser til agaetis er ad selja Urquell-bjor. Sa er massagodur.

Ekki er haegt ad segja ad kennarinn se god fyrirmynd i ferdinni. I ljosi bjordrykkju kvoldsins i kvold (thegar barinn lokadi kl. 12 a fostudagskvoldi) og drykku i gaer hljodar jafnan fyrir fjolda bjorglasa sem „2+n, tthar sem n er fjoldi daga sem ferdin hefur stadid yfir“. A mannamali merkir thetta natturulega ad bloggari aetli ad auka drykkjuna eftir thvi sem a lidur.

Annars hofst upphitun fyrir skemmtanalif Lundunaborgar strax i Frihofninni. Ekki thad ad menn hafi verid ad taka Dyflinnarpakkann svonefnda a thetta, heldur var bodid upp a smokkun a XO koniaki i Frihofninni i Leifsstod. Slikt let Ormurinn natturulega ekki renna ser ur greipum, enda ser hver madur ad thad fyrirfinnst ekki betri morgunhressing en koniaksplaststaup og filakaramellur (einnig ur Frihofninni).

Bidradir, Klipping, bio og Big Ben

Thad for svo ad lokum ad bloggari lenti i enskri bidrod. Tha er buid ad na thvi.

Einnig for nu svo ad bloggari kynntist verslunarmidstod sem hafi ymislegt ad geyma i nagrenninu. Thar a medal var stormarkadur sem seldi Haagen Das is, fornbokabud, rakari og bio. Eftir ad hafa farid i fornbokabudina og keypt is i stormarkadnum (annan daginn i rod) akvad Ormurinn ad fara i sumarklippinguna a medan hann beid eftir ad halfsjosyningin a Russnesku orkinni (e. Russian Ark) haefist. Klippingin var fin en thad skal tekid fram ad bloggari er vanafastur. Halfa aevina (th.e. sidastlidin tolf ar) hefur hann adeins farid a tvaer stofur i Reykjavik med thremur undantekningum. Su fyrsta var klipping a Akureyri sumarid '95, nr. tvo var harskurdur i Mosambik um jolin 2001 og svo klippingin i mallinu her i grenndinni. Moso og London skera sig ur ad thvi leiti ad thar var harthvottur innifalinn.

Renoirbioid er vist thekkt fyrir ad fara otrodnar slodir i vali a myndum. Myndin sem bloggari for a, adurnefnd Russneska orkin, var bara nokkud god. Sogusvidid var Vetrarhollin i Petursborg og listasafnid thar. Ekki spillti fyrir ad hitad var upp fyrir syninguna med Stravinskij en ekki einhverju FM-hnakka-musakki.

Bloggari nadi samt ekki ad finna herrasokka i mallinu goda i stad theirra sem gleymdust a Lynghaganum. Thvi er thad stefnan a eftir ad thvo sokkana sem hann er i a eftir (eina parid) og leggja a ofninn i herberginu.

Seinna um daginn slo bloggari margar flugur i einu hoggi er hann for i hina nyju Jubilee Line. Ekki nog med ad gler skildi ad lestina og brautarpallinn a Westminsterstodinni, heldur var hun lengst nidri i jordinni. A leidinni nidur matti allt eins buast vid thvi ad bumbur yrdu bardar i djupinu.

Er komid var upp a jafnslettu var thar m.a. ad sja afgirtan Big Ben (v. hrydjuverkahotana), Lundunaaugad (parisarhjolid), asamt Thusaldarbrunni og St. Pauls kirkjunni. Undirritadur let hafa sig ut i ad tolta yfir bruna og ser ekki eftir thvi. Hann mun samt orugglega sleppa Auganu a morgun sokum lofthraedslu.

Covent Garden

Korinn gerdist svo fraegur i dag ad syngja i hinum eina sanna Covent Garden. Reyndar var that udi vid i gardinum en ekki i operuhusinu margfraega. Tho skilst bloggara ad jafnvel fyrir utan komist ekki hver sem er ad. Stuttu eftir ad korfelagar hofu upp raust sina kom sma skur og nadi hun hamarki sinu er korinn song Austan kaldinn, sem var natturulega vel vid haefi i breski rigningunni.

Anna Hugadottir bloggar um mannanofn

Bloggari gaeti ekki verid frekar sammala
Onnu Hugadottur i pistli hennar um nafnatisku sem eldist ekki vel.

Ef marka ma nemendaskra MR eru thessi nofn ad koma fyrst inn af fullum thunga med '86 argangnum (nuverandi thridji bekkur). Thad er svo sem ekkert i osamraemi vid osmekkvisi folks um midjan niunda aratuginn.

en ek heiti Sverrir 23:23




fimmtudagur, maí 22, 2003
Svalt i London

Bloggari er sattur vid fyrsta daginn i London. Hopurinn er buinn ad koma ser agaetlega fyrir a Generator-farfuglaheimilinu og kynna ser verslunarmenningu borgarinnar a Oxford Street.

Margt hefur komid vel fram i dag. Thar a medla ma nefna ad Libanska flugfelagid skreytir stel flugvela sinna med sedrusvidartrei, ad
annar bloggari for einnig af landi brott i morgun, ad ogleymdu thvi ad meira ad segja breskur Whooper a Burger King rustar hvada Mac Donalds borgara sem er.

Heathrow stod vel fyrir sinu sem stor og leidinlegur flugvollur en tho baettu hysknir tollverdir ur skak (voru ekki einu sinni a svaedinu). Fra vellinum tok svo vid heillong lestarferd i gegnum thvera London. Eftir thad truir bloggari thvi vel sem stod i gamalli kennslubok i landafraedi ad borgin vaeri a staerd vid Reykjanesskagann.

Heldur svalt var i vedri i dag i Lundunaborg. Bloggari sytti thad ei. Thad kom honum skemmtilega a ovart hve her er mikill sudupottur olikra menningarheima. I hinum tveimur storu borgunum sem Ormurinn hefur sott heim, Paris og Barcelona, hefur svipbragd heimamanna verid ollu einsleitara.

En tha er ekki meira ad segja fra i dag. Allt hefur gengid ad oskum og gerir thad vonandi afram.

en ek heiti Sverrir 18:48




Jibbí, fæ þriggja tíma svefn

Eftir þrjá tíma mun bloggari vakna og pakka niður fyrir Lundúnarferð. Það er ekki skynsamlegt en sumir geta þó sjálfum sér um kennt.

Þónokkrir ætla með flugrútunni og vonandi að það verði stemmari þar í morguns-árið. Í Leifsstöð er rakspírakaup á dagskránni ásamt dýrustu flatkökum landsins. Í loftið fer vélin svo kl. 7:45.

Næsta blogg verður svo frá London. Samt óvíst hvenær það verður. Ef marka má kveðjuna „Góða ferð“ sem Ormurinn mislas sem „Sóðaferð“ á MSN-inu gæti það orðið glettilega langt.

Bálfarir

Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæmis eru farnir að
auglýsa bálfarir ofarlega hægra megin á viðskiptasíðu mbl.is. Frá sjónarmiði manns sem vill þétta byggð er þetta hið besta mál.

Kannski ætti maður að drífa sig í að fylla út bálfararbeiðnina sem fyrst. Og þá yfirlýsingu um mögulega líffæragjöf í leiðinni.

en ek heiti Sverrir 01:34




miðvikudagur, maí 21, 2003þriðjudagur, maí 20, 2003mánudagur, maí 19, 2003
Makki úr legói

Það eina sem vantar í
þetta killerkombó eru tengslin við himingeiminn.

Þá væri það fullkomnað.

Vaktin

Í dag var síðasta frímínútnavakt Ormsins í Rimaskóla. Í tilefni dagsins gerði hann fótbolta leiðindaseggs upptækan og henti frekum stelpum á yngra stigi á dyr. Aðrir leiðinlegir voru bara heppnir því trúlega hefðu fleiri fengið að fjúka í tilefni dagsins ef frímínúturnar hefðu verið lengi.

Danska og bjór

Ormurinn sannaði fyrir sjálfum sér í dag hið þekkta reynslulögmál um að dönsku sé auðveldast að tala undir áhrifum.

en ek heiti Sverrir 20:43




Boltinn farinn að rúlla hjá Valsörum

Valsmenn hófu Íslandsmótið í knattspyrnu með stæl í gær. Þetta var kannski ekki glæsilegasti leikur sem sést hefur í strekkningnum þarna suður frá en úrslitin voru a.m.k. ekki af verra taginu. Óslitin sigurganga Hlíðarendaliðsins er þar með hafin.

Var því vel við hæfi að
Snabbi vígði nýtt og glæsilegt útlit Vonbrigðabloggsins um helgina. Hvar gefur að líta fegurri bloggsíðu?

en ek heiti Sverrir 11:46




laugardagur, maí 17, 2003föstudagur, maí 16, 2003
Frímúrarareglan

Eftir tvö skot frá samstarfsmönnum í Rimaskóla fer Ormurinn með það sem mannsmorð að hann sé að skoða
heimasíðu frímúrara. Það er ansi gaman að skoða síðuna þeirra.

Kannski rennur upp sá dagur að bloggari sæki um ásamt Önnu. E.t.v. verður það dagurinn þegar hvorki framsóknar- né sjálfstæðisflokkurinn verður í ríkisstjórn og Bandaríkjamenn búnir að draga allt herlið sitt til baka frá öðrum löndum.

en ek heiti Sverrir 11:48




Deildarmyrkvi á tungli

Gærkvöldið lofaði góðu með heiðskíru veðri og stóru og fallegu fullu tungli. En síðan tók að syrta í álinn þegar klukkan nálgaðist þrjú. Skýjabakki þokaðist yfir suðurhimininn og þegar deildarmyrkvinn var að verða að almyrkva huldu skýin tunglið.

Þríeykið sem ætlaði að horfa á myrkvann niðri við Ægissíðu ímyndaði sér þó að það hefði séð glitta í dökka tunglskífuna á milli skýjanna. Því er þó ekki að neita að þetta var hinn mesti antíklímax að sjá aðeins deildarmyrkva en ekki almyrkvann.

Ef marka má
mbl.is (sem er nú ekki alltaf) var samt vel hægt að sjá tunglmyrkvann úr höfuðborginni. Sumir hafa greinilega ekki verið nægilega vel staðsettir.

en ek heiti Sverrir 08:32




Tunglmyrkvi og tölvumál

Hver hefur ekki lent í veseni vegna þess að 16 Mhz Macintosh Color Classic tölvan hans sé of hröð?

Þetta er eitt helsta vandamálið sem bræðurnir standa frammi fyrir í dag.

Tunglmyrkvi - kafli II

Bloggari hvetur alla nátthrafna til að þrauka til þrjú í nótt og horfa á almyrkva á tungli.

Á Vísindavefnum er að finna
svar frá Sævari við spurningu um rauðu slykjuna sem sést stundum á tunglinu við tunglmyrkva.

en ek heiti Sverrir 00:07




fimmtudagur, maí 15, 2003
Tunglmyrkvi

Í tölvupósti frá
Sævari í dag skorar hann á bloggara að vakna (vaka) í nótt til þess að horfa á tunglmyrkvann milli 3 og 5 og eiga næturstund með Mánagyðjunni. Menn láta ekki segja sér slíkt tvisvar sinnum.

Sævar er reyndar svo mikill stjörnufræðitöffari að eðlisfræðikennarinn í Flensborg notar hann í dæmi um tímamismun samkvæmt afstæðiskenningunni á lokaprófi.

Sá maður er reyndar sjónvarpsáhorfendum að misjöfnu kunnur, enda enginn annar en Baldur Hermannsson.

en ek heiti Sverrir 21:15




Útitími í stærðfræði

Í morgun gerð kennarinn fámennum stærðfræðibekknum tilboð sem menn gátu ekki hafnað (í ljósi fámennis og þess hve veðrið var gott).

Það fólst í því að rölta um hverfið og reikna þau stærðfræðidæmi sem kennaranum datt í hug að leggja fyrir út frá hlutum í umhverfinu.

Fyrst slumpuðu menn á að 7.200 rúmmetrar af vatni kæmust í langan skurð sem finna má á umdeildu nýbyggingarsvæði í Gufunesreit. Einnig virtist takast ágætlega að slumpa á fjarlægðina til Esjunnar (reyndar smá svindl þegar hornaföll úr menntaskóla voru notuð til að styðja tilgátuna).

Hápunktur ferðarinn var þó fyrir utan Dominos í Spönginni. Þar reiknuðu glöggir menn út að hver unglingspiltur á aldursskeiðinu 14-22 ára nær að hesthúsa um 10-15 fermetra af pitsum á 10 ára tímabili. Forsendurnar eru e.t.v. umdeilanlegar en þær miðast við að vísitöluunglingurinn borði sem svari einni stórri pitsu á mánuði.

Það er reyndar mögnuð pæling að það taki bekkinn ekki nema einn áratug að eta flatarmál íbúðarinnar á Lynghaga í pitsum.

en ek heiti Sverrir 12:48




Í dag var pitsa í kvöldmatinn

Já, pínkulitla matarboðið á Lynghaganum var ekkert sérlega óhefðbundið. Tvær pitsur á borðum og skafís í eftirrétt (nema hvað).

Tilefnið var að sjálfsögðu afmæli ónefnds þjóðhöfðingja (nema hvað).

Gáta sannleikans eða lögmál himinsins?

Samkvæmt því sem Ormurinn best veit komust sex appollógeimför á áfangastað og sneru til baka aftur með sýni af tunglinu því til sönnunar. Einnig tóku Rússar mynd af hinni myrku hlið tunglsins.

Kannski leituðu menn samt langt yfir skammt. Kannski er enn að finna sneisafulla olíugeyma í Kasakstan.

Hver veit?

Pakkarnir streyma inn

Dagurinn í dag var þriðji dagurinn í röð sem Ormurinn fékk pakka frá Amazon bókabúðunum. Í þetta sinn læddist tveggja DVD diska sett inn um lúguna, 8 þættir úr þáttaröðinni
The Planets frá BBC.

Hinar bækurnar þrjár sem komnar eru lofa einnig mjög góðu. Von er á þremur til fjórum sendingum í viðbót á næstu dögum eða vikum. Ekki er það ónýtt.

en ek heiti Sverrir 00:53




þriðjudagur, maí 13, 2003
Riðar heimsmynd nútíma stjarnvísinda til falls?

Áðan kom maður í stórfurðulega heimsókn á Lynghagann. Hann boðaði breytta heimsmynd stjarnvísinda og studdi mál sitt (flóknum) rökum sem leiðbeinandinn gat við fyrstu sýn ekki véfengt.

Á meðan leið undirrituðum eins og hann væri staddur í falinni myndavél eða persóna í kvikmynd/skáldsögu (hmm...hvernig ætli það sé?). Hvað rak bláókunnugan manninn til þess að hringja og mæta á staðinn?

Rétt eins og sönnum varðhundi kerfisins sæmir ætlar bloggari að setjast yfir þessi mál á eftir og skoða hvað er til í röksemdunum. Hann hefur lúmskan grun um að þarna vanti eitthvað upp á (ekki að það sé líklegt að leikmaðurinn komi auga á hvað það er).

Draumur

Í draumi í nótt hitti bloggari Davíð Oddsson ásamt tvífara sínum niðri í bæ (á gallabuxum mátti þekkja tvífarann frá fyrirmyndinni). Þeir kumpánar voru bara kammó og alles og gáfu gestum og gangandi nammi. Þetta hefðu menn e.t.v. betur gert fyrir kosningar (nú eða ekki m.v. hvernig kaupin gerast á eyrinni).

en ek heiti Sverrir 21:36




Svartholið

Sitt sýnist hverjum um svarið við stjörnufræðispurningunni.

Það var þriðji valkosturinn (blikkið) sem ekki gekk upp enda átti það að sjást innan úr svartholinu. Þá eru vigtunin og ítalska matargerðarlistin reyndar látnar liggja milli hluta. Geimfari á leið inn í risasvarthol í miðju vetrarbrautar ætti þó að hafa tíma til að bregða sér á baðvog.

Kennarinn sá að sér og fækkaði stigunum á prófinu úr 100 niður í 99.

Skólasöngur

Bloggari heyrði nýjan skólasöng Rimaskóla í fyrsta sinn á óhefðbundnum kennarafundi nú áðan. Lagið við hann er prýðilegt og textinn ágætur og mjög við hæfi (innrætir nemendum kurteisi, dugnað og fleira í þeim dúr).

Það skal tekið fram að skólasöngurinn er ekki á latínu.

Vatnamælingatöffarinn

Á vafri sínu um netið í gærkvöldi rakst Ormurinn á
afar fróðlega úttekt á gömlum hálendisleiðum úr grein eftir Sigurjóns Rist frá 1958.

Gaman að lesa um gömlu vöðin á Tungnaá, Þórisósi og Köldukvísl og Sóleyjarhöfðavað á Þjórsá. Fyrir um tveimur árum féll frá sá maður sem trúlega slarkaði síðastur yfir Þjórsá á vaði gömlu biskupanna.

en ek heiti Sverrir 00:36




mánudagur, maí 12, 2003sunnudagur, maí 11, 2003
Bloggútlaginn

Ormurinn tekur heils hugar undir með
Óla Gneista. Nú skyldu allir góðir menn koma að máli við Ármann víst kosningar eru yfirstaðnar og forsætisráðherrastóllinn fyrir bí.

Hvað ætli þetta bí sé?

en ek heiti Sverrir 23:00




Swimming armbands

Þetta er enska heitið á kútunum svonefndu ef marka má upplýsingaskilti í Árbæjarlaug.

Ekki myndi það saka að fara oftar í sund. Andinn er líka oft reiðubúinn en holdið veikt.

en ek heiti Sverrir 22:53




Lúr

Bloggari var að vakna af vænum dúr. Hann er á leið út, fyrst í sund í Vesturbæjarlauginni og svo í gönguferð síðar í kvöld.

Honum hefur ekkert orðið úr verki í dag. Það eina sem hefur tekist vel upp er að vera þunnur og borða á sig gat af kjúklingi í hádeginu hjá afa og ömmu (kjúklingur líka í kvöldmat í gær og á karríbátnum í nótt).

Það gerir þrjár kjúklingamáltíðir á 16 tímum.

Púff.

Sælgætishornið og annað skemmtilegt

Ormurinn rakst á
blogg Jóns Sigurðar, gamals bekkjarbróður úr 6. X fyrr í dag. Maðurinn hefur greinilega engu gleymt. Sælgætishornið, þar sem góðgæti er dæmt í nömmum á skalanum 0-14, er hreinasta snilld.

en ek heiti Sverrir 20:44




Meðalaldur þingmanna lækkar um 1 ár

Skv.
frétt mbl.is lækkar meðalaldur þingmanna um 5 ár við kosningarnar, úr 52 árum í 47.

En hver ætli meðalaldurinn verði þá við lok þessa kjörtímabils?

en ek heiti Sverrir 17:29




Þynnka

Ekki er laust við að bloggari sé nokkuð þunnur og ögn svekktur í morgunsárið. Hann er á því að sumir hafi verið að spila fullmikið á innihaldslausar yfirlýsingar og auglýsingar, svolítið „allt-í-plati-í-rassagati“-fílingurinn í kringum ákveðna flokka og stjórnmálamenn. En þetta er náttúrulega bara raus biturs manns.

Gærkvöldið heppnaðist annars ljómandi vel. Ormurinn var í ágætu yfirlæti í Vesturbænum fram á nótt uns
góður maður hringdi og sagði mikið stuð vera á VG-fólki í Iðnó.

Iðnó

Dúndurfjör var á mannskapnum við Tjarnarbakkann og margan góðan bloggarann að sjá á svæðinu. Ekki skemmdi heldur fyrir að hitta gamla skólafélaga. Þegar leið á nóttina teymdi Hvebbadjammari nr. eitt Orminn á kunnugar slóðir (supplies!). Endastöðin var svo Nonnabiti þar sem Nonni setti á karríbát með kjúklingi sem bloggari sporðrenndi með bestu lyst.

Blogg dagsins

Óli Gneisti á væntanlega blogg dagsins um kosningavökuna í Iðnó og hugmynd hans og Stebba um ráðstöfun auðra og ógildra atkvæða.

en ek heiti Sverrir 10:50




föstudagur, maí 09, 2003fimmtudagur, maí 08, 2003miðvikudagur, maí 07, 2003þriðjudagur, maí 06, 2003
Nýjasta tækni og vísindi og Lundúnaborg

Hver man ekki eftir gamla stefinu undir fljúgandi reiknivélastöfunum úr sjónvarpsþættinum, þ.e. áður t-world (Maggi Legó og Biggi veira) riðu þar húsum?

Eins og margir vita var það fengið úr laginu Computer Love með Kraftwerk.

Trúlega þekkja þó færri uppruna stefsins sem myndskeiðin hófust á í þann tíð.

Þar voru á ferðinni upphafstónar lagsins Westway með bresku ofurgrúppunni Sky (
hér er hægt að hlusta á lagbút til að hressa upp á minnið).

Eftir að Ormurinn rakst á síðu tileinkaða hljómsveitinni er ljóst að fleiri götur en Abbey Road verða heimsóttar í menningarreisunni til Lundúnaborgar. Er það vel við hæfi þar sem í þessum mánuði eru liðin 24 ár frá því að fyrsta plata sveitarinnar, Sky I, kom út.

Lagið Westway er fremst á þeirri plötu.

Á síðunni er svo að finna fleiri lagbúta, s.s. þekkta tokkötu í búningi Sky-verja, smellinn Cannonball og stórskrýtið lag sem lætur hugann reika til gönguþátta ónefnds fréttamanns.

en ek heiti Sverrir 18:15




Hmm... hvaða flokk ætli Snæbjörn styðji?

Ef marka má nýjan búning
Vonbrigðabloggsins er hann trúlega heldur hallur undir VG.

en ek heiti Sverrir 14:47




Teikn á himni (þar sem blessuð sólin skín)

Fyrir 3 klst. hóf Merkúr göngu sína fyrir sólina og má fræðast um gönguna um þær glæddu götur
á þessari síðu.

Á næsta ári mun Venus gera slíkt hið sama. Jarðarbúar geta aðeins séð þessar tvær reikistjörnur ganga fyrir sólina enda þær einu innan við okkur í sólkerfinu.

Merkúr nær samt ekki að deyfa sólina að ráði þar sem flatarmál skífu hans (séð frá jörðu) er aðeins 1/158 af flatarmáli sólarinnar.

en ek heiti Sverrir 02:53




Nördablogg að hætti Ormsins

Einu sinni sem oftar fletti bloggari
Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar þegar þær komu inn um lúguna áðan. Í annars óspennandi útboði, „Vetrarþjónusta, Brjánslækur - Bíldudalur og bleyting í Barðastrandarsýslu 2003-2006“, sá hann magnaða fallbeygingu sem hann hafði aldrei áður komist í tæri við.

Þar var talað um vetrarþjónustu á Örlygshafnarvegi (612) „frá Barðastrandarvegi (62) að Gjögrum“. Var því ærin ástæða að grípa í Mörðinn og fletta upp orðinu „gjögur“. Þar stendur (stytt): „gjögur, gjögurs, gjögur HK, gjögurs, gjögrar KK 1 skjól milli hamra er lokast yfir höfði manns“.

Athyglisvert.

Samviskubit eftir kaupæði

Áðan rann á Orminn slíkt kaupæði á netinu að hann hefur aldrei lent í öðru eins. Fyrir vikið er hann heilum x-þúsund krónum fátækari en er í staðinn orðinn áskrifandi að tímaritinu Astronomy og verður brátt stoltur eigandi 7 DVD diska um stjörnufræði ásamt nokkrum bókum um stjörnufræði, tækni, stærðfræði og eðlisfræði.

Nýjustu fregnir af samræmdu

Eftir því sem bloggara skildist á Rimskælingum var prófið víst ekki eins erfitt og það leit út fyrir að vera. Vissulega miklu erfiðara en í fyrra en það próf þótti víst létt.

Í dag hefur Ormurinn heyrt það frá fleirum að kennurum hafi þótt prófið mun erfiðara en nemendunum sjálfum. Það er greinilega oft einfaldara að kunna bara glósurnar.

en ek heiti Sverrir 02:52




mánudagur, maí 05, 2003sunnudagur, maí 04, 2003
Er til lím í Afríku?

Samnefnd kennslubók er trúlega meðal þeirra sniðugustu sem bloggari hefur séð fyrir grunnskólakrakka. Hún er byggð upp á á svörum Svía (sem vann í Afríku) við spurningum sænskra grunnskólabarna eins og „Eru háhýsi í Afríku?“, „Fara börnin í teygjutvist?“ og „Hvers vegna á fólkið svona margar kýr?“. Svíanum, sem vann við þróunaraðstoð, sýndist nefnilega sem fólk vissi jafnvel meira um dýrin í Afríku en fólkið sem byggi álfuna.

Það er ekki fjarri lagi, því miður.

Hús tekið á Ingólfi

Ormurinn var svo heppinn að hitta á fyrirlestur Bjarna Einarssonar um fornleifar í Reykjavík í Aðalstrætinu í dag. Meðal athyglisverðra fróðleiksmola var m.a. sá að rostungstönn hafði til forna meira verðgildi en heill knörr og að fjórar slíkar hafa fundist í Reykjavík.

en ek heiti Sverrir 11:25




Próf

Bloggari er búinn að semja sitt fyrsta stúdentspróf, sem lagt verður fyrir á fimmtudaginn. Stjörnufræðikennarinn er býsna stoltur yfir því að hafa samið hátt í 30 krossaspurningar án þess að hafa einn einasta „Andrésar andar möguleika“. Uppsetningin ætti síðan ekki að koma neinum á óvart enda mjög í anda jólaprófsins og skyndiprófanna.

Nú er jafnframt lag að ganga frá kennsluefninu eftir veturinn. Hann hefur verið síst síðri en Ormurinn átti von á og samt hafði hann gert sér umtalsverðar væntingar.

en ek heiti Sverrir 03:01




föstudagur, maí 02, 2003
Prófaiðnaðurinn

Bloggari sat áðan yfir í samræmdum prófum 10. bekkjar í íslensku. Þetta var fyrsta prófið af sex.
Nýjustu fregnir herma að námsmatsmenn hafi fundið nýja plánetu til að halda partíinu gangandi. Með svipuðu áframhaldi gæti þessi starfsemi brátt vegið jafnþungt og bílgreinarnar í efnahagslífinu.

Prófarýni

Sumir hlutar prófsins voru þægilegri en aðrir (ásamt því að margt kom vel fram). Stafsetningin var ekki of svínsleg og málfræðihlutinn var á svipuðum nótum og í fyrra. Hlustunin og ólesnu textarnir virtust á hinn bóginn vera í þyngri kantinum. Lesturinn á Gísla sögu hefur þó vonandi skilað einhverjum árangri því annar kaflinn var upphafið að Hallfreðar sögu vandræðaskálds (!). Hinn kaflinn var úr bókinni Dís.

en ek heiti Sverrir 14:54




fimmtudagur, maí 01, 2003
Ekki ýkja afgerandi niðurstöður...



...en ánægjulegar engu að síður.

en ek heiti Sverrir 16:01




Sverrir/Male/21-25. Lives in Iceland/Reykjavík/Vesturbær, speaks Icelandic. Spends 40% of daytime online. Uses a Fast (128k-512k) connection. And likes Music
This is my blogchalk:
Iceland, Reykjavík, Vesturbær, Icelandic, Sverrir, Male, 21-25, Music.