Ef marka ma nemendaskra MR eru thessi nofn ad koma fyrst inn af fullum thunga med '86 argangnum (nuverandi thridji bekkur). Thad er svo sem ekkert i osamraemi vid osmekkvisi folks um midjan niunda aratuginn. en ek heiti Sverrir 23:23
Heathrow stod vel fyrir sinu sem stor og leidinlegur flugvollur en tho baettu hysknir tollverdir ur skak (voru ekki einu sinni a svaedinu). Fra vellinum tok svo vid heillong lestarferd i gegnum thvera London. Eftir thad truir bloggari thvi vel sem stod i gamalli kennslubok i landafraedi ad borgin vaeri a staerd vid Reykjanesskagann.
Heldur svalt var i vedri i dag i Lundunaborg. Bloggari sytti thad ei. Thad kom honum skemmtilega a ovart hve her er mikill sudupottur olikra menningarheima. I hinum tveimur storu borgunum sem Ormurinn hefur sott heim, Paris og Barcelona, hefur svipbragd heimamanna verid ollu einsleitara.
En tha er ekki meira ad segja fra i dag. Allt hefur gengid ad oskum og gerir thad vonandi afram. en ek heiti Sverrir 18:48
Kannski ætti maður að drífa sig í að fylla út bálfararbeiðnina sem fyrst. Og þá yfirlýsingu um mögulega líffæragjöf í leiðinni. en ek heiti Sverrir 01:34
Í dag var síðasta frímínútnavakt Ormsins í Rimaskóla. Í tilefni dagsins gerði hann fótbolta leiðindaseggs upptækan og henti frekum stelpum á yngra stigi á dyr. Aðrir leiðinlegir voru bara heppnir því trúlega hefðu fleiri fengið að fjúka í tilefni dagsins ef frímínúturnar hefðu verið lengi.
Danska og bjór
Ormurinn sannaði fyrir sjálfum sér í dag hið þekkta reynslulögmál um að dönsku sé auðveldast að tala undir áhrifum. en ek heiti Sverrir 20:43
Var því vel við hæfi að Snabbi vígði nýtt og glæsilegt útlit Vonbrigðabloggsins um helgina. Hvar gefur að líta fegurri bloggsíðu? en ek heiti Sverrir 11:46
Kannski rennur upp sá dagur að bloggari sæki um ásamt Önnu. E.t.v. verður það dagurinn þegar hvorki framsóknar- né sjálfstæðisflokkurinn verður í ríkisstjórn og Bandaríkjamenn búnir að draga allt herlið sitt til baka frá öðrum löndum. en ek heiti Sverrir 11:48
Ef marka má mbl.is (sem er nú ekki alltaf) var samt vel hægt að sjá tunglmyrkvann úr höfuðborginni. Sumir hafa greinilega ekki verið nægilega vel staðsettir. en ek heiti Sverrir 08:32
Í tölvupósti frá Sævari í dag skorar hann á bloggara að vakna (vaka) í nótt til þess að horfa á tunglmyrkvann milli 3 og 5 og eiga næturstund með Mánagyðjunni. Menn láta ekki segja sér slíkt tvisvar sinnum.
Sævar er reyndar svo mikill stjörnufræðitöffari að eðlisfræðikennarinn í Flensborg notar hann í dæmi um tímamismun samkvæmt afstæðiskenningunni á lokaprófi.
Sá maður er reyndar sjónvarpsáhorfendum að misjöfnu kunnur, enda enginn annar en Baldur Hermannsson. en ek heiti Sverrir 21:15
Hinar bækurnar þrjár sem komnar eru lofa einnig mjög góðu. Von er á þremur til fjórum sendingum í viðbót á næstu dögum eða vikum. Ekki er það ónýtt. en ek heiti Sverrir 00:53
Gaman að lesa um gömlu vöðin á Tungnaá, Þórisósi og Köldukvísl og Sóleyjarhöfðavað á Þjórsá. Fyrir um tveimur árum féll frá sá maður sem trúlega slarkaði síðastur yfir Þjórsá á vaði gömlu biskupanna. en ek heiti Sverrir 00:36
Ormurinn rakst á blogg Jóns Sigurðar, gamals bekkjarbróður úr 6. X fyrr í dag. Maðurinn hefur greinilega engu gleymt. Sælgætishornið, þar sem góðgæti er dæmt í nömmum á skalanum 0-14, er hreinasta snilld. en ek heiti Sverrir 20:44
Dúndurfjör var á mannskapnum við Tjarnarbakkann og margan góðan bloggarann að sjá á svæðinu. Ekki skemmdi heldur fyrir að hitta gamla skólafélaga. Þegar leið á nóttina teymdi Hvebbadjammari nr. eitt Orminn á kunnugar slóðir (supplies!). Endastöðin var svo Nonnabiti þar sem Nonni setti á karríbát með kjúklingi sem bloggari sporðrenndi með bestu lyst.
Blogg dagsins
Óli Gneisti á væntanlega blogg dagsins um kosningavökuna í Iðnó og hugmynd hans og Stebba um ráðstöfun auðra og ógildra atkvæða. en ek heiti Sverrir 10:50
Eyjólfur rappari hefur bætt við nýjum myndum á rappblogginu, m.a. myndum af dýrunum í Krugergarðinum, bekkjarfélögunum og bræðrunum. en ek heiti Sverrir 17:44
Eftir að Ormurinn rakst á síðu tileinkaða hljómsveitinni er ljóst að fleiri götur en Abbey Road verða heimsóttar í menningarreisunni til Lundúnaborgar. Er það vel við hæfi þar sem í þessum mánuði eru liðin 24 ár frá því að fyrsta plata sveitarinnar, Sky I, kom út.
Á næsta ári mun Venus gera slíkt hið sama. Jarðarbúar geta aðeins séð þessar tvær reikistjörnur ganga fyrir sólina enda þær einu innan við okkur í sólkerfinu.
Merkúr nær samt ekki að deyfa sólina að ráði þar sem flatarmál skífu hans (séð frá jörðu) er aðeins 1/158 af flatarmáli sólarinnar. en ek heiti Sverrir 02:53
Einu sinni sem oftar fletti bloggari Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar þegar þær komu inn um lúguna áðan. Í annars óspennandi útboði, „Vetrarþjónusta, Brjánslækur - Bíldudalur og bleyting í Barðastrandarsýslu 2003-2006“, sá hann magnaða fallbeygingu sem hann hafði aldrei áður komist í tæri við.
Þar var talað um vetrarþjónustu á Örlygshafnarvegi (612) „frá Barðastrandarvegi (62) að Gjögrum“. Var því ærin ástæða að grípa í Mörðinn og fletta upp orðinu „gjögur“. Þar stendur (stytt): „gjögur, gjögurs, gjögur HK, gjögurs, gjögrar KK 1 skjól milli hamra er lokast yfir höfði manns“.
Athyglisvert.
Samviskubit eftir kaupæði
Áðan rann á Orminn slíkt kaupæði á netinu að hann hefur aldrei lent í öðru eins. Fyrir vikið er hann heilum x-þúsund krónum fátækari en er í staðinn orðinn áskrifandi að tímaritinu Astronomy og verður brátt stoltur eigandi 7 DVD diska um stjörnufræði ásamt nokkrum bókum um stjörnufræði, tækni, stærðfræði og eðlisfræði.
Nýjustu fregnir af samræmdu
Eftir því sem bloggara skildist á Rimskælingum var prófið víst ekki eins erfitt og það leit út fyrir að vera. Vissulega miklu erfiðara en í fyrra en það próf þótti víst létt.
Í dag hefur Ormurinn heyrt það frá fleirum að kennurum hafi þótt prófið mun erfiðara en nemendunum sjálfum. Það er greinilega oft einfaldara að kunna bara glósurnar. en ek heiti Sverrir 02:52
Samnefnd kennslubók er trúlega meðal þeirra sniðugustu sem bloggari hefur séð fyrir grunnskólakrakka. Hún er byggð upp á á svörum Svía (sem vann í Afríku) við spurningum sænskra grunnskólabarna eins og „Eru háhýsi í Afríku?“, „Fara börnin í teygjutvist?“ og „Hvers vegna á fólkið svona margar kýr?“. Svíanum, sem vann við þróunaraðstoð, sýndist nefnilega sem fólk vissi jafnvel meira um dýrin í Afríku en fólkið sem byggi álfuna.
Það er ekki fjarri lagi, því miður.
Hús tekið á Ingólfi
Ormurinn var svo heppinn að hitta á fyrirlestur Bjarna Einarssonar um fornleifar í Reykjavík í Aðalstrætinu í dag. Meðal athyglisverðra fróðleiksmola var m.a. sá að rostungstönn hafði til forna meira verðgildi en heill knörr og að fjórar slíkar hafa fundist í Reykjavík. en ek heiti Sverrir 11:25
Sumir hlutar prófsins voru þægilegri en aðrir (ásamt því að margt kom vel fram). Stafsetningin var ekki of svínsleg og málfræðihlutinn var á svipuðum nótum og í fyrra. Hlustunin og ólesnu textarnir virtust á hinn bóginn vera í þyngri kantinum. Lesturinn á Gísla sögu hefur þó vonandi skilað einhverjum árangri því annar kaflinn var upphafið að Hallfreðar sögu vandræðaskálds (!). Hinn kaflinn var úr bókinni Dís. en ek heiti Sverrir 14:54