Um kvöldið var harðkjarnanum (5 manns) stefnt á Lynghagann, hvar skyldi grilla. Það er samt ljóst að næst verður grillið (´86) ekki þakið að þremur áttundu hlutum með kartöflum sem tekur 45-60 mínútur að grilla. Eftir ár og öld rötuðu hamborgarar og grillkjöt á borð þolinmóðra gesta en í eftirrétt var boðið upp á ljúffenga banana með súkkulaði og rjóma.
Laugardagurinn
Dagurinn hófst á því að bloggari hélt á léttu hlutunum fyrir Ögmund og Ólöfu í flutningum þeirra niður í bæ. Svo tók við vakt á Minjasafninu og um kvöldið var kórteiti í Grafarvoginum. Ormurinn fékk nett menningarsjokk þegar hann sá ofnana ofan í gólfunum og falið bassabox í eldhússinnréttingunni. Annað var innanhússhannað eftir þessu.
Sunnudagurinn
Einu sinni sem oftar var sunnudagamatur hjá afa og ömmu. Falski hérinn stóð vel fyrir sínu og ekki spillti fyrir að bræðurnir fengu að brúka silfurhamarinn til að brjóta niður páskaegg í eftirrétt. Það var stemmning.
Sumarkveðja
Bloggari var beðinn fyrir sumarkveðju til foreldranna suður frá. Eftir skamma íhugun fattaði hann að þar er að koma haust og síðan vetur. en ek heiti Sverrir 14:12
Litli bróðir var duglegur í dag og hengdi nýþvegin sængurföt út á snúru. Þegar bloggari braut þau saman minnti lyktin hann sterklega á tölvuleikina Sim City 2000 og Railroad Tycoon. Eftir skamma umhugsun mundi hann eftir því að þetta voru tölvuleikirnir sem hann spilaði heima hjá Jónatani í 10. bekk en þar var mjög svipuð lykt. en ek heiti Sverrir 00:22
Á korti Vegagerðarinnar er því samt sleppt að númera þrjá stóra þjóðvegi, einn þeirra reyndar eðli málsins samkvæmt. Þegar bloggari náði í skrá yfir alla þjóðvegi á Íslandi til að athuga hvort Sundabrautin væri ekki örugglega númer 450 rakst hann á veg nr. 470, Fjarðarbraut, sem er samheiti yfir göturnar sem liggja í gegnum Hafnarfjörð frá Reykjavíkurvegi til Ásbrautar. Af þriðja nafntogaða veginum í skránni, Fossvogsbraut (409), er hins vegar lítið að frétta eftir stjórnarskiptin í Reykjavík 1994. Orminum þykir þó sennilegt að farið verði af stað við fyrri áfanga hennar innan tveggja áratuga eftir að farið verður að byggja í Vatnsmýrinni, hvort sem það verða þá göng í gegnum Öskjuhlíðina eða vegur inn með Fossvogi. Ef til vill er 400 milljón króna vegur um Hlíðarfót að samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll aðeins fyrsti áfanginn?
Zombie í fyrramálið
Bloggari hefur ýmsarheimildir fyrir því að nú sé málið að sitja límdur við viðtækið í fyrramálið.
Shanghairiddararnir
Ormurinn fór á nýjustu mynd Chackie Chans í gær. Hún var alls ekki svo slæm. en ek heiti Sverrir 15:34
Ormurinn þreytist seint á að dásama þolinmæði samstarfsmanns. Nýjasta lögmálið hljóðar svo: „Vandamál hafa tilhneigingu til þess að leysast“ og nefndi kennarinn tvö dæmi frá því í dag máli sínu til stuðnings. Hann hefur áður fengið birt véfréttarlögmál sitt varðandi umsagnir um þokkalega fyrirlestra („Margt kom vel fram“).
Ísbíltúr
Í ísbíltúr áðan sannreyndi bloggari að honum þykir ísinn á Hagamelnum betri en sá sem er boðið upp á í Álfheimum. en ek heiti Sverrir 01:40
Eftir að hafa legið í bleyti í Árbæjarlauginni seinnipartinn í gær, snæddi bloggari gómsæta grillpinna og hélt svo á Nóa Albínóa í Háskólabíói. Myndin sú er tvímælalaust með bestu íslensku kvikmyndunum sem bloggari hefur séð.
Í hádeginu í dag snæddu bræðurnir kjúkling og köku í Akurgerðinu. Svo tók við kóræfing þar sem lag Atla Heimis sló í gegn hjá bloggara. Áheyrendur á sumardaginn fyrsta skyldu samt spenna á sig sætisólarnar. en ek heiti Sverrir 19:24
Snabbinn keypti í dag miða fyrir bræðurna á Morfís annað kvöld. Þetta verður þar með fyrsta opinbera ræðukeppnin sem bloggari fer á (fór reyndar ´95 á nýliðakeppni MR og MH). Þó hefur hann séð nokkrar bekkjarkeppnir í MR og er reyndar ósigraður í ræðumennsku eftir að 3.O vann 3.G en Ormurinn var liðsstjóri O-bekkjarins.
MP3 tölvan
Bloggari reyndi nýju græjurnar í Cösu í dag. Þær koma sterkar inn. en ek heiti Sverrir 15:28
Nokkuð fyndið að sigurvegarinn í söngkeppni framhaldsskólanna og fyrirliði MR-liðsins í GB skuli bæði hafa hampað Hljóðnemanum og átt afmæli.
Mallakúturinn
Ormurinn smellti á slóð á arabískt blogg á Bloggernum fyrr í dag (enda lítið annað hægt að gera). Bloggið og heimasíðan, sem vísað var á neðst á því, eru með ansi kostulega slóð.
Aprílgöbb
Ormurinn lætur oftast glepjast. Dagurinn í dag er þar engin undantekning. Kennarinn ákvað samt að stilla sig um að senda nemendur upp á skrifstofu „eftir ljósritum“.
Ættfærsla
Í teitinu um helgina fékk bloggari að sjá andlitin á ýmsum sem hann kannast bara við í gegnum bloggin. Einn þeirra er Gvendurinn, hverjum Ormurinn var samferða í bíl Höskuldar vestur í bæ. Það var þó ekki fyrr en nokkrum klukkustundum seinna að það kom í ljós hverra manna hann var, en undirritaður hafði einmitt rekist á systur hans og fyrrverandi bekkjarsystur í X-inu fyrr um daginn. Það bætti þó úr skák að bloggari tók hinn sessunaut systurinnar með sér í fallinu. en ek heiti Sverrir 19:50
This is my blogchalk: Iceland, Reykjavík, Vesturbær, Icelandic, Sverrir, Male, 21-25, Music.