Svenni er að enda vinnuvikuna á svipaðan hátt og Ormurinn með því að baka pitsur ofan í liðið.
Hraðferð í skólanum
Stjörnufræðikennarinn var ansi öflugur í Latínuskólanum í dag. Hann sagði nemendum sínum að það væri 71 bls. fyrir jólaprófið og svo fór hann í 6 síðustu blaðsíðurnar hjá seinni hópnum á 35 mínútum. Næsta skref hefði verið að hvetja til skróps í tímanum á eftir. En þetta hafðist.
Nemendur með ríka réttlætiskennd höfðu sagt við kennarann: „En þú getur ekki haft próf úr því sem ekki er búið að fara yfir.“
„Jú, jú, þið eruð svo gáfuð,“ var gullna svarið.
Það mátti reyna.
Vísindalegir þingmenn
Ormurinn gerir það að tillögu sinni að annaðhvort verði Hafró lögð í rúst að ráði Einars Odds eða að tekin verði upp „samkeppni“ í fiskvísindum að ráði Einars Guðfinnssonar.
Íslendingar væru örugglega allir komnir til Jótlands ef slíkra jörfa nyti ekki við á Alþingi.
Komment dagsins: „Þingmenn Reykjavíkur eru mestu kjördæmapotararnir. A.m.k. fer obbinn af útgjöldum ríkissjóðs til starfsemi í Reykjavík.“ (Einar Már Sigurðsson, morgunútvarpi Rásar 2)
Af hverju er það ekki gott fyrir Ísland sem reynst hefur öllum öðrum vel?
Nú er best að Halldór ráði. en ek heiti Sverrir 20:12
Nemendur Ormsins í 6. M fengu meðaleinkumn nálægt níu í stjörnufræðiprófinu síðasta. Það er ljóst að kennarinn meyrnar allt of hratt eftir því sem vikurnar líða. Ef þessi meðaleinkunn og meðaleinkunnin í síðasta prófi eru framreiknaðar línulega (í ljósi bætingar per viku) þá mun meðaleinkunn bekkjarins verða um 18,1 á stúdentsprófi næsta vor. Ætli það yrði ekki uppi fótur og fit ef sú yrði raunin?
Samt ekki slæmt að greinin fái slíkt brautargengi.
Fjóla rifjar upp Bjartmar
Annar Danabloggaranna rifjar upp súrmjólkurtextann fræga með Bjartmari Guðlaugssyni á bloggi sínu.
Ormurinn fór til Biskupsins að góna á boltann í gær. Kjartan er ávallt höfðingi heim að sækja og ekki spillti fyrir að United landaði þremur stigum. en ek heiti Sverrir 11:13
Þessi ættrækni vindur aldeilis upp á sig. Hér gefur t.d. að líta bloggið með flotta nafninu. Hinn leiðbeinandinn er tilbúinn með vissum skilyrðum. Þar sem þau varða mögulega taflmennsku tekur Ormurinn þeim fegins hendi. en ek heiti Sverrir 13:25
Önnur saga er svo af því þegar bloggari var 11 ára gamall á Borgarbókasafninu. Þá sá hann bókina „Leiðsögn til stjarnanna“ eftir Agnar Ingólfsson og hugði sér gott til glóðarinnar að fá hana að láni. Þegar þeir feðgar komu að afgreiðsluborðinu sagði konan byrst á svip við föðurinn að „það væri nú bannað að taka fullorðinsbækur út á barnaskírteini“. Hún var ekki reiðubúin að kyngja þessum stjörnufræðiáhuga barnsins.
Óttar bloggari
Nemandi frá því í vor, Óttar Völundarson, er farinn að blogga. Ansi gott blogg hjá honum á stundum.
Spurningaþáttur á RÚV
Atli Freyr, Sverrir Teitsson og undirritaður standa í þeirri meiningu að spurningaþáttur Karls Th. Birgissonar sé meðal þeirra svínslegustu sem um getur í ljósi þátttakenda og lítillar sérhæfingar. Plottið er líka að villa um fyrir mönnum, t.d. með því að spila ræðu frá 160 ára afmæli Reykjavíkurborgar 1946 (sem er helber geðveiki) og ræðu frá vígslu brúarinnar yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi 1967 (en bæði lið skutu að sjálfsögðu á vígslu brúarinnar yfir Skeiðará 1974).
Bræðrunum var þó skemmt þegar annað hljóðdæmanna var úr lagi eftir heimilisföðurinn fjarverandi og áttu keppendur að giska á næstu orðin í textanum „Hallbjörn var þar Hjartarson...“. Ekki stóð á svari bræðranna þótt keppendur ættu í basli með þetta:
„...að hlusta´ á Spaða á.“ en ek heiti Sverrir 17:12
Viðar hefur látið linkabloggara vita af væntanlegri jólahreingerningu. Kerlingarbækur Ormsins mæla reyndar frekar með Don Limpio de los hyperlinks til verksins en Grikkinn stendur þó trúlega fyrir sínu. en ek heiti Sverrir 18:20
Ormurinn fór í bæinn í gærkvöldi ásamt forseta Ísalands. Héldu menn lengst af til á veitingahúsinu Dilllon, enda tónlistin best þar. Bítlarnir, Led Zeppelin o.fl. gamalt og gott. Lenti bloggari í hrókasamræðum við Þórdísi Björnsdóttur, bókmenntafræðinema, og er ljóst hvaða skáldsögur lenda næstar á náttborðinu þegar kemur að skáldskapnum (en Ormurinn er frekar fyrir fræðibækurnar). en ek heiti Sverrir 10:16
Það er alveg ljóst að diskurinn hans ásamt fleiri hipphoppdiskum mun rata í jólapakkana á heimilinu. Nú er það bara spurningin, hvor fær hvað? en ek heiti Sverrir 21:17
Aðrir tveir bloggarar sem birtust oft við leitina á Google að „Sverrir+blogg“ (ásamt þeim frændum) voru Sverrir og Sverrir. Sá síðarnefndi er væntanlega gramur eins og frændurnir út í Sverri Sigursveinsson fyrir að hafa tekið augljósasta blogspot-lénið þeirra nafna.
Á síðunni húmor.is var svo vísun á síðu Dalvíkingsins knáa, Sverris Þorleifssonar. Einnig fannst með tilviljunarkenndu innsláttaraðferðinni Sverrir sem gengst við því algenga gælunafni „Sveddi“
Með sömu aðferð kom í ljós að enginn er með svessi.blogspot.com eða svessi.tripod.com. Hins vegar var Jóakim með þá eðlu slóð sveppi.blogspot.com. Meistari Sveppi getur þó ennþá krækt sér í þetta lén.
Eitt ráð að lokum til annarra bloggara. Ef þið messið við einhvern Sverranna þá eruð þið í vondum málum.
Kötturinn
Ormurinn er ekki frá því að félagi hans í Dýraríkinu hafi linast í hægrimennskunni frá því að þeir gerðu heiðarlega tilraun til þess að ræða pólitík fyrir allnokkrum misserum (sem fór í vaskinn sökum ólíks skilnings á grunnhugtökum). en ek heiti Sverrir 12:55
Utan bekkjarins veit undirritaður aðeins um Kalla og Jonna sem blogga úr þessum árgangi en það er líklega mikið vanmat.
Víst rætt er um Hagskælinga fann Ormurinn tvo bloggara úr ´84 árgangnum á þessari síðu.
Stjörnufræðipróf
Ef marka má niðurstöður úr nýjasta stjörnufræðiprófinu og þessiblogg þarf Ormurinn að setja nýjan staðal um þyngd prófa. Sem stendur virðist þetta allt of létt.
Gemsinn maskaður
GSM sími bloggara datt í gólfið snemma á mánudagsmorgun og virðist ekki vera á leið í gang aftur. Það þýðir því ekkert að reyna að ná samband við Orminn með því móti. Hann er þegar farinn
Þúsund ára ríkið
Ekki verður annað sagt en að framtíðarsýn Vals sé glæsileg. Ekki mega menn samt tapa sér í framtíðarmúsíkinni miðað við gang mála undanfarin misseri.
Eftir því sem Orminum skilst á bloggi Sylvíu varð stjörnustúss Minjasafnsnördanna henni hvatning til þess að fara í himinskoðunarvélina í Mílanó. Hún er öfundsverð enda engin slík maskína til hér á landi.
Einu sinni er allt fyrst
Ormurinn fór í heimsókn á Mánagötuna í gærkvöldi til Steinunnar og Stefáns. Þetta var í fyrsta sinn sem Ormurinn kíkir í heimsókn til skötuhjúanna, í fyrsta sinn í tvö ár sem hann drekkur dökkan bjór, í fyrsta sinn sem hann sér stjórnmálaspil og, síðast en ekki síst, í fyrsta sinn sem hann sér þáttinn 70 mínútur á PoppTíví.
Þátturinn í gær stóð vel undir þeim miklu hvítsrusls væntingum sem kollegi og grunnskólanemar voru búnir að byggja upp. Þarna sannaðist það sem stendur í fornu söguljóði að hundur getur stýrt bíl á beinum kafla.
Hápunktur þáttarins var þó trúlega áskorunin. Hún fólst í því að Auddi þurfti að fara í sleik við nafna í 5 sekúndur.
Nú er best að fara vel að afa um næstu helgi. Hver veit nema að hann komi á Lynghagann bráðlega og tengi breiðbandið?
Nýir straumar á Ormsblogginu?
Það freistar blogganda að blogga eitt stk. skapgerðarblogg í tilefni dagsins. En miðað við tilefnið er það miður góð hugmynd. en ek heiti Sverrir 13:32
Annars er þetta fyndið í ljósi meints trúleysis undirritaðs.
Óæti í Englandi og steinkumbaldar í Rottudammi
Ferðasaga Kristbjörns varð ekki til þess að útrýma sögnum af fjarlægum þjóðum úr huga Ormsins. Frekar kynnti ferðabloggið undir sumar þeirra mýtna sem fyrir voru í höfði Orms.
Líkt og Anna víóla Hugadóttir dissar hann þá ljótu borg Rotterdam. Sennilega er RAF-safnið hans Kristbjörns þó ekki jafnmikið í anda Stefáns og nafnið gefur til kynna. en ek heiti Sverrir 11:58
Ormurinn rakst á vísun á frétt af Tilverunni þar sem fjallað var um að tungutakið af spjallrásunum og úr SMS-unum hafi haldið innreið sína í skólaritgerðir.
Ormurinn hefur einnig séð broskalla ;-) í ritgerðum og jafnframt bent mönnum góðfúslega á að þær séu nú formlegri vettvangur en tölvurnar og símarnir. Skyldi heldur engan undra ef þessi tæki eru orðinn helsti vettvangur þjálfunar í ritun.
Raunar hafa myndir af leikskipulögum enskra og útlistanir tölvuleikja einnig ratað inn í ritgerðir og sakar þá ekki að kennarinn rembist við að vera víðsýnn, enda menn að leggja sál sína í ritskapinn.
Ofvirknibloggið
Finnst það blogg sem á titilinn betur skilið en þettað?
„nánast eina knattspyrnufélagið sem getið var í orðabókinni var KR“
Greinahöfundur á vonandi ekki erindi í Hafnarfjörð eða Norðurmýrina svona í svartasta skammdeginu.
Lyftublogg
Hið kostulega blogg Ívars um gangleti Kópavogsbúa rifjaði upp fyrir Orminum gamla sögu. Samstarfsmaður Ormsins hafði eitt sinn á orði að hann hefði verið að vinna með lyftuhræddum pitsasendli. Sá varð fyrir því einelti að vera alltaf sendur í háhýsin við Austurbrún og Sólheima ef pöntun barst þaðan. Mætti hann svo með bökuna móður og másandi og voru viðskiptavinir farnir að taka það fram að þeir vildu ekki lyftuhrædda sendilinn. en ek heiti Sverrir 19:59
Annars voru ekki allir drengir jafn-spenntir fyrir handavinnunni. Ónefndur félagi Ormsins prjónaði t.d. ágætlega heima hjá sér en var svo heillum horfinn í tíma hjá kennaranum. Sá komst líka niður á þá aðferð að best væri að drífa flíkurnar rösklega gegnum saumamaskínuna svo afgangur tímans gæti farið í að rekja upp og spjalla við strákana.
Bróðir bloggara bar þó af í myndugskap í grunnskólanum, af því er bloggari best veit. Hafði Ormurinn uppi áform um að endurtaka leikinn í Lærða skólanum en Kötturinn blés þau út af borðinu sem geggjuðustu hugmynd sem hann hafði heyrt af. Var hann þó orðinn vel sjóaður í geggjuðum hugmyndum í menntaskólanum ef marka má Kattarbloggið.
Leónítar
Ormurinn er ennþá óviss um hvort hann ætli á fyrirlestur Snævarrs Guðmundssonar í Valhúsaskóla í kvöld um loftsteina á vegum Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Tilefnið er náttúrulega leónítarnir í fyrramálið (sem munu væntanlega ekki sjást). Segja má að klassíska staðan sé komin upp: Andinn er reiðubúinn en holdið veikt.
Ormurinn hefur ekki komist hjá því að sjá auglýsingar fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna. Hvert er málið með að verða repúblikani fyrir aldur fram? Ekki að það að vera repúblikani eigi sér sinn tíma nokkurn tíma. en ek heiti Sverrir 11:13
Sverrir Teitsson, laganemi, benti Orminum á það á æfingu MR-inga á laugardaginn að fréttin um Orðabókina hefði verið tómt bull. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að FH er líka í orðabókinni, sem og Haukar, Fram, Valur, Víkingur, Breiðablik og Þróttur. Fornfrægt lið, eins og Skaginn er, ratar hins vegar ekki inn, hvorki sem Íþróttabandalag Akraness né ÍA (forsetinn er væntanlega sáttur en smíðaguðinn ekki). Þór eða KA eru heldur ekki í bókinni. Bloggari játar það hér með að hafa farið með staðleysur í Marðarblogginu hinu fyrra en svo má böl bæta að benda á eitthvaðannað.
Menn sáu samt sitt óvænna í orðabókarumræðunni á spurningaliðsæfingunni og ákváðu að róa sig er einfalt i og ypsilon barst í tal. en ek heiti Sverrir 09:38
Ormurinn hefur fulla trú á að Viðar komist nálægt frummynd fræðagangstersins. Hann virðist a.m.k. vera kominn á fullt sving í námi sínu á Wezzide. en ek heiti Sverrir 15:33
Þeir kórfélagar sem drifu á æfingu í hádeginu í dag voru mishressir.
Besti bloggarinn bloggar dýrt
Tilgangsleysisbloggarinn er farinn að reyna að ná samfelldri mynd í blogginu og tekst bara bærilega upp.
Á sama tíma eru blogg kennarans meðal þeirra nykraðri sem sést hafa á Ormsblogginu.
Listinn yfir bloggara enn og aftur
í fyrstu fylgdi Ormurinn því lögmáli að hafa aðeins fólk sem honum var málkunnugt (og helst í kunningjahóp bloggara). Smám saman hafa fleiri bæst við og á listanum nú eru tveir bloggarar sem undirritaður hefur aldrei hitt í eigin persónu. Best að árétta að skiptingin í efri og neðri deild fer fyrst eftir mægðum og kunningsskap en síðan kemur ástundunin inn í málið.
Kvöldmatur
Ormurinn hefur hvorki bragðað vott né þurrt síðan í morgun. Snabbinn hefur aðeins fengið sér gulrót í dag. Nú skal haldið niður í bæ á Nonnabita og Kebabhúsið. Namminamm. en ek heiti Sverrir 20:53
Ormurinn rakst á lista yfir 100 lélegustu kvikmyndir sögunnar sem inniheldur aðallega nýlegar, frægar, lélegar kvikmyndir (sem höfundar hafa séð). Bloggari hefur ekki séð margar myndir en hafði þó séð um 20 myndir á listanum. Því skyldi fólk ekki undrast að hann sé ekki mikill kvikmyndaunnandi. Eina mynd á listanum sá hann tvisvar sinnum í bíó, Godzillu. Öflug mynd atarna.
Það jafnast þó ekkert á við frammistöðu kunningja Ormsins sem var frægur fyrir það að hafa aðeins séð tvær myndir í bíói, Einkalíf og Showgirls. Sá hreifst reyndar fyrst af Star Wars þegar leitmótívin í tónlistinni voru kynnt fyrir honum. Að sjá þríleikinn í bíó datt honum ekki í hug.
Fótboltainnlegg
Stefán, Strandamaðurinn sterki og Ormurinn gerðu góðan róm að leiknum heima hjá Kjartani í gær enda engin dæmi um úrkynjuð viðhorf í þessum hópi gagnvart enska.
Stjörnuskoðun
Það stefnir allt í stjörnuskoðun annað kvöld í Minjasafni OR. Best að Ormurinn fari að auglýsa í MR.
Mannasættir
Anna Hugadóttir er mannasættir. en ek heiti Sverrir 14:00
Páll Heimisson teflir fram nokkuð sniðugu nýyrði yfir blogg. Tengingin er skemmtilega flókin og er aðeins fyrir innvígða (sem er kostur).
Að loknu legói
Lið Rimaskóla keppti í Legóhönnunarkeppni Barnasmiðjunnar og Verkfræðideildar HÍ nú áðan. Liðsmenn voru sæmilega sáttir enda tækið í hópi þeirra hraðskreiðustu í keppninni. Hafnaði skólinn í 5.-8. sæti af 8 liðum. Ormurinn var fyrir keppnina stressaðastur í hópnum. Hvernig ætli þetta verði þegar spurningakeppnirnar hefjast?
Tónlist og gón
Á föstudaginn var blásið til matarboðs og aldrei þessu vant voru pitsur á boðstólum. Gunnar Eyþórsson, Davíð Halldór Kristjánsson og stærsti dvergur í heimi heiðruðu bærðurna með nærveru sinni. Tilefnið var undirbúningur fyrir fyrsta konsertinn næstkomandi föstudag. Ekki meir um það í bili en Ormurinn er kampakátur með sitt hlutverk.
Í gær var það svo Gullæðið í „Stóra salnum“ í Háskólabíói og um kvöldið Woody Allen myndin Bölvun Jaðisporðdrekans með sama fólki, Hrönn, Snorra Beck, Ólöfu Öndru og Ögmundi. Mjög fínar myndir.
Mörðurinn
Mörðurinn er væntanlega hinn kátasti með úrslit prófkjörsins enda næstur á eftir þingmönnunum. Ormurinn veðjar alltaf á réttan hest hjá Samfylkingunni. Hvernig atkvæði liðdýrsins fellur er svo annað mál. en ek heiti Sverrir 15:55
Stjörnuskoðendur í hópibloggara eru greinilega þónokkrir. Ormurinn og Stefán bætast senn í þann hóp þennan veturinn þegar stjörnuskoðunin verður á risasvölum Minjasafns OR. Bloggari hlakkar til en kvíðir jafnframt tölunni sem hann á að flytja. Undirbúningur að henni er hvergi nærri hafinn.
Hið mikla hop
Eftir all-skemmtilegar umræður Odds og Unu við bræðurna á leiðinni heim úr MR í dag rifjaðist lyklaborðsþýðings gamla Appleumboðsins fyrir Snabbanum. Þar stóð hop í stað „escape“. Sá eldhússmakkinn, sem nettengdur er, er samt bara með hefðbundinn „escapetakka“.
Orðtak dagsins
Það er að finna í neðstu fréttinni á þessari síðu. en ek heiti Sverrir 18:55
Bloggari dauðans er með all-áhugavert innlegg í umræðuna um gæði lands og sjávar. Það er þó greinilegt að hann hefur ekki komið auga á þá möguleika sem auðlindanefnd Ormsbloggsins hefur rannsakað undanfarið. Leitaði hún svara við spurningunni Hvernig getur Ísland orðið olíuauðugasta land í heimi?
Nefndin komst að jákvæðri niðurstöðu og vinnur nú að skýrslu um málið. en ek heiti Sverrir 22:41
Ormurinn biður Ljós-Gíslann afsökunar á að hafa bendlað hann við Fálkaflokkinn. Jafnframt afþakkar hann pent friðargjöfina.
Reyndar verður Ormurinn að taka undir með Gísla í umfjöllun hans um keiluíþróttina, þótt ekki geti nokkur sála tekið jafn-djúpt í árinni og læknaneminn í Valshverfinu.
Orminum frýjað tölvuvits
Þegar bloggandi tók tölvuhrúguna upp úr gólfinu og tók að greiða úr flækjum og fleiri gall í einum nemendanna:
„Kanntu að tengja þessa tölvu?“
Kennari átti ekki til orð og svaraði þessu með setningu þar sem sagnorðið að fokka kom fyrir. Meira hvað hann verður orðljótari eftir því sem vikunum í starfinu fjölgar. Ekki mátti heldur sleppa ræðunni góðu um tölvurnar og höfðatöluna, þ.e. fimm tölvur á heimilinu (allar slarkfærar) en aðeins tveir bræður.
Sagan fer reyndar að minna á það þegar undirritaður spurði í fljótfærni ónefndan kvikmyndaáhugamann um það hvort hann ætti vídeó.
Sá er trúlega ennþá að jafna sig.
Stóra fjölfræðibókin - nostalgíublogg
Forsetinn skutlaði Orminum á læknavaktina inni í Smáranum um kvöldmatarleytið. Þar voru rifjuð upp gömul kynni af Stóru fjölfræðibókinni. Á bloggari henni mikið að þakka varðandi að vera að kveikjan að áhuga hans á ýmsum hlutum á fyrstu 2-3 árum skólagöngunnar. Skipar hún þar heiðurssess ásamt bókum eins og Hvar, hver, hvenær, hvers vegna, Landabréfabók 2, Alheiminum og jörðinni, Svona er - bókaflokknum og Stjörnufræði-rímfræði Þorsteins Sæmundssonar.
Þegar Ormurinn sá kort af klassískri 18. aldar borg í bókinni mundi hann eftir teikningum af borgum með brúm og skipaskurðum. Það leiddi svo til teikninga af fjallvegum með ám, skriðjöklum og fjallshryggjum. Korta- og vegadellan gerði snemma vart við sig hjá undirrituðum. en ek heiti Sverrir 00:22
Nú ættu félagarnir Viðar og Sjonni að vera all-sáttir. Við lýsingarorðið feitur [lo. stb.] (væntanlega þá staðbundið á Stór-Langanesssvæðinu) er nefnilega gefið dæmið „feitur skítur“ í upprunalegri merkingu. Djassgeggjarar og irkarar ættu líka að fíla orðabókina í tætlur.
Mörðurinn vélar feitt
Ormurinn rakst á setningu í stafsetningarbók Árna Þórðarsonar sem myndi útleggjast svona skv. nýju orðabókinni:
„Ég reyndi að díla við gaukinn sem splæsti í leigarann á djamminu en hann diggaði okkur ekki og dissaði okkur ýkt mikið alla leiðina í e-partíið.“ en ek heiti Sverrir 22:31
Ormurinn hefur það á tilfinningunni að nýstárlegar tillögur Kattarins að nýju fyrirkomulagi doktorsvarna þurfi mikið af nýju háskólafólki til að verað teknar upp í óbreyttri mynd. Rakkafyrirkomulagið og slímunin væru samt vís til þess að blása nýju lífi í þetta gamaldags fyrirbæri og með þessu móti tækju varnirnar öllu raunveruleikasjónvarpi fram (og yrðu væntanlega í beinni á Skjánum).
En ætli sögnin að slíma sé í nýju orðabókinni? Nú styttist óðum í svar við því. Á laugardaginn þegar bloggara varð ljóst að netpöntun um heimasíðu Eddu hafði eitthvað misfarist hringdi símsölumaður (no. - væntanlega í bókinni) og seldi heimilinu bókina með det samme á kr. 14.900. Hann ætlaði að koma með hana heim í gær en lét ekki sjá sig. Kannski kemur hann í kvöld, annars neyðist bloggari til að hringja og heimta sölumann í heimsókn. Kaldhæðnislegt.
En Ormurinn skilur svo sem alveg að netarmur Eddu vilji ekki selja bækur um póstkröfu.
Bókajöfnuðurinn verður þó ekki svo óhagstæður í dag því Ormurinn nær að losa sig við aðrar bækur á móti. en ek heiti Sverrir 11:47
Sindri virðist vera búinn að redda a.m.k. einu bloggi á dag næstu 5 mánuðina. Og það er þess virði að kíkja til að sjá kímnisögu dagsins úr íslenzkri fyndni. Verst að honum datt þetta í hug en ekki t.d. Orminum.
Eitt leiðir af öðru. Það er því kjörið fyrir tölvunarfræðihobbitinn að setja upp eigið bloggkerfi í framhaldinu, því þá er hægt að blogga kímnisöguna sjálfvirkt (og vera búinn að setja „tilviljunarkenndar“ tímasetningar inn fyrirfram svo allt líti „eðlilega“ út).
Ef Sindri ætlar svo að blogga almennilega, þótt hann sitji á þessari sannkölluðu gullnámu, þá væri kjörið að hafa fyndnina í sérdálki (ásamt tengli á „eldri húmor“). Með fyndnina og bloggið að vopni gæti Dvergurinn orðið betur uppfærður en sum vefritanna. en ek heiti Sverrir 12:04
Eyjólfur rappari hefur hafið blogg frá Mósambík. Þeir sem eru að vonast eftir fylleríssögum úr fjarlægu landi grípa þó líklega í tómt því drengurinn verður 14 ára nú seinna í mánuðinum.
Bloggið fer annars vel af stað hvað fjölda heimsókna varðar. Í gær skoðuðu 150 gestir Rapparann, enda slóðin í reitnum með nýuppfærðum bloggum í um 5 klst. (hmmm...einhver mótsögn þar).
Listinn yfir bloggara
Ormurinn ákvað að laga til listann yfir bloggara vinstra megin á síðunni. Var bloggurunum Eyjólfi, Orra og Völu (teljast sem einn bloggari), Gísla Birni og Frank Cassata bætt í safnið, virkir bloggarar færðir upp en hinir rólegri (og minna mægðu) færðir neðar á listann. en ek heiti Sverrir 05:31
Undirritaður hefur enn sem komið er ekki séð ástæðu til að halda aftur af sér í návist besta bloggara landsins. Þó er ráðlegast að gæta sín á kauða, einkum í ljósi Valsarahaturs safnvarðarins. en ek heiti Sverrir 16:24
Annars vegar furðuðu samtalendur sig á nýjum fjölda (vondra) gosdrykkja á íslenskum markaði á þessu ári. Pepsí twist, blátt pepsí (a.k.a. flúorskol) og Mix exotic eru nýju drykkirnir frá Ölgerðinni og vanillukók, fanta wildberry og dietkók læm eru útspil Vífilfells. Mixið telst reyndar eini „íslenski“ drykkurinn í þessum hópi (ef „Mix Exotic“ getur talist „íslenskt“ gos). Ásamt því að prófa nýja drykki er Vífilfell búið að kynna tvær nýjar tegundir umbúða á markað fyrir spræt og dietkók (sem þeir hættu með). Ölgerðin hóf svo að selja ýmsa af gosdrykkjum sínum í 1 l umbúðum að bandarískum hætti.
Hversu margir af þessum drykkjum munu lifa? Hver man t.d. ekki eftir koffínlausa dietkókinu?
Hitt bloggefnið var eitt steiktasta blogg sem Ormurinn hefur augum litið (slembiblogg á Blogtree). en ek heiti Sverrir 13:14
Matargestirnir og félagarnir Jonni, Svenni og Ísi góðan róm að bökunum í gærkvöldi. Alltaf gaman hvað gestirnir á föstudagskvöldum eru kurteisir og þakklátir, slíkt dregur víst ekki úr líkunum á frekari matarboðum.
Ætli þetta blogg mundi ekki flokkast undir „er-ófrjór-bloggari-í-dag“ blogg í anda greiningar Munda Svanssonar. Kannski ekki mikill sjarmi yfir því en bloggskyldan er þá uppfyllt í bili. en ek heiti Sverrir 12:19
Jafnframt er ljóst að MR-ingarnir (sem eru að nálgast tvítugt) hafa greinilega ekki lifað nógu lengi til þess að kynnast umskiptingum úr hópi kennara. Kennurum sem virtust næs en reyndust ósanngjarnir og kröfuharðir durgar. Þegar kennari benti mönnum á þá staðreynd að andrúmsloftið kynni að verða annað í febrúar þegar líður að árshátíð kom í ljós að þeir höfðu vaðið fyrir neðan sig. Það er víst ekkert einfaldara en að afturkalla boðið ef kennarinn er með einhverja stæla.
Ormurinn er samt ekki sá eini sem er með undirlægjuhátt gagnvart nemendum þegar kemur að bloggi.
Útvarp í strætó
Athuganir Ormsins á strætóferðum sínum hafa leitt í ljós að Útvarp saga er vinsælasta stöð strætóbílstjóra á leið 115 (úrtakið 25+/-10 ferðir ásamt „selective memory“ könnuðar). Í næsta sæti kemur hin smekklausa stöð Bylgjan (sem sannar að það sé munur á því að hafa kveikt á útvarpstöð og hlusta á útvarpsstöð). Rás 2 á sína spretti en sjaldnar Rás 1. Undantekning er þó frá þessari reglu á heila tímanum. Um daginn heyrðist blogganda bílstjóri vera með stillt á Múzík.is en það hefur trúlega verið (rapp)diskur.
Skammir dagsins fær svo bílstjórinn sem er með stillt á (?)Bylgjuna í kringum hálfátta þar sem reglulega eru fluttir arfaslakir pistlar.
Pitsuboð í kvöld
Bloggari býður til pitsu í kvöld. Í ljós kom að Ísleifur, Svenni og Jonni gátu allir mætt svo að á Lynghaga verður bloggarafjöld í kvöld. en ek heiti Sverrir 13:36
This is my blogchalk: Iceland, Reykjavík, Vesturbær, Icelandic, Sverrir, Male, 21-25, Music.