Blogg Ormsins
Sverrir
Bloggarar

Skrifa í gestabók

Skoða gestabók

Ef þú vilt senda Orminum skeyti þá er það hægt hér

Eldra blogg

This page is powered by Blogger.

-->

föstudagur, nóvember 29, 2002
Eyjólfur á afmæli í dag

Rapparinn sjálfur er 14 ára í dag og fær heillaóskir frá bræðrunum á Fróni. Hann er að heiman á afmælisdaginn.

en ek heiti Sverrir 23:18




Lýst er eftir Viðari Paulifilusi

Er a.m.k. ekki að finna á
blogginu sínu í augnablikinu.

Það er þó ekki allt tapað. Nýjasta færslan er hér enn, svo og allar hinar gömlu.

en ek heiti Sverrir 23:08




Líkt hafast þeir að, Rhamsez og Ormurinn

Svenni er að enda vinnuvikuna á svipaðan hátt og Ormurinn með því að baka pitsur ofan í liðið.

Hraðferð í skólanum

Stjörnufræðikennarinn var ansi öflugur í Latínuskólanum í dag. Hann sagði nemendum sínum að það væri 71 bls. fyrir jólaprófið og svo fór hann í 6 síðustu blaðsíðurnar hjá seinni hópnum á 35 mínútum. Næsta skref hefði verið að hvetja til skróps í tímanum á eftir. En þetta hafðist.

Nemendur með ríka réttlætiskennd höfðu sagt við kennarann: „En þú getur ekki haft próf úr því sem ekki er búið að fara yfir.“

„Jú, jú, þið eruð svo gáfuð,“ var gullna svarið.

Það mátti reyna.

Vísindalegir þingmenn

Ormurinn gerir það að tillögu sinni að annaðhvort verði Hafró lögð í rúst að ráði Einars Odds eða að tekin verði upp „samkeppni“ í fiskvísindum að ráði Einars Guðfinnssonar.

Íslendingar væru örugglega allir komnir til Jótlands ef slíkra jörfa nyti ekki við á Alþingi.

Komment dagsins: „Þingmenn Reykjavíkur eru mestu kjördæmapotararnir. A.m.k. fer obbinn af útgjöldum ríkissjóðs til starfsemi í Reykjavík.“ (Einar Már Sigurðsson, morgunútvarpi Rásar 2)

Af hverju er það ekki gott fyrir Ísland sem reynst hefur öllum öðrum vel?

Nú er best að Halldór ráði.

en ek heiti Sverrir 20:12




fimmtudagur, nóvember 28, 2002
Landsfeðurnir hafa það gott á Lynghaga

Bræðurnir tóku áðan
netpróf allra netprófa á Múrnum. Kom upp úr dúrnum að í Orminum og Snabbanum blunda íslenskir kanadindlar.

Stjörnufræðikennari fær áfall

Nemendur Ormsins í 6. M fengu meðaleinkumn nálægt níu í stjörnufræðiprófinu síðasta. Það er ljóst að kennarinn meyrnar allt of hratt eftir því sem vikurnar líða. Ef þessi meðaleinkunn og meðaleinkunnin í síðasta prófi eru framreiknaðar línulega (í ljósi bætingar per viku) þá mun meðaleinkunn bekkjarins verða um 18,1 á stúdentsprófi næsta vor. Ætli það yrði ekki uppi fótur og fit ef sú yrði raunin?

Samt ekki slæmt að greinin fái slíkt brautargengi.

Fjóla rifjar upp Bjartmar

Annar Danabloggaranna rifjar upp súrmjólkurtextann fræga með Bjartmari Guðlaugssyni á bloggi sínu.

Aaaa...nostalgía.

en ek heiti Sverrir 16:25




miðvikudagur, nóvember 27, 2002
Orminum veitist sá heiður í dag

Þessi leitarvélablogg eru náttúrulega mörg hver í súrari kantinum (sérstaklega svona ört) og litlu skárri en teljarablogg.

Hvernig er hægt að halda vatni yfir
þessu?

en ek heiti Sverrir 22:32




Þrír nýir bandingjar

Þrír bloggarar sem Ormurinn hefur mismikil tengsl við hafa bæst við til hægri á síðunni:
Kjartan biskup, Albína sópran og Eiríkur Búrfellshrellir.

Blogg Biskupsins í dag er einmitt í anda ónefndra sakamálaþátta.

en ek heiti Sverrir 20:28




Survivor í Rimaskóla

Í dag kom fram sú hugmynd að fólkið í stofunni gæti valið einhvern sem ætti að fara út.

Kennara þakkaði traustið sem menntaða einvaldinum var sýnt og lofaði að beita valdi sínu skynsamlega.

En hann var víst eitthvað að misskilja. Það var víst ekki nemandi sem átti að kjósa út.

Þorgrímur nef og útdauð þekking

Þegar farið var í Gísla sögu fyrr í haust velti einn nemendanna vöngum yfir hvað hefði orðið um þá galdraþekkingu sem seiðskrattar eins og Þorgrímur nef bjuggu yfir í fornöld. Það hlýtur einhver að búa yfir þessari vitneskju ennþá.

Nú þyrftu góðir menn að rifja upp Malleus Maleficarum til að hafa upp á þessu liði.

Hrós dagsins

Orminum var hrósað fyrir teiknikunnáttu í dag. Hann ber ávallt fyrir sig hæfileikaleysi þegar teikna skal á töfluna (fyrir utan Íslandsmetið í að teikna Íslandskortið fríhendis), enda slakasta greinin í grunnskóla. Þessi nemandi var ekki að lækka kennaraeinkunnina sína.

Gærkvöldið

Ormurinn fór til
Biskupsins að góna á boltann í gær. Kjartan er ávallt höfðingi heim að sækja og ekki spillti fyrir að United landaði þremur stigum.

en ek heiti Sverrir 11:13




þriðjudagur, nóvember 26, 2002
Google uppfræðir lýðinn

Þessi niðurstaða leitar slær vafalaust öll met.

Ættin

Þessi ættrækni vindur aldeilis upp á sig. Hér gefur t.d. að líta bloggið með flotta nafninu. Hinn leiðbeinandinn er tilbúinn með vissum skilyrðum. Þar sem þau varða mögulega taflmennsku tekur Ormurinn þeim fegins hendi.

en ek heiti Sverrir 13:25




mánudagur, nóvember 25, 2002sunnudagur, nóvember 24, 2002
Orkublogg, fútúrismi og skemmtisögur

Morgunblaðið birtir í dag grein um Þriggja gljúfra stífluna í Bláá í Kína. Þetta er mikið mannvirki og orkuverið er með uppsett afl um 18.200 MW og á að geta framleitt um 85 TWst. á ári við full afköst. (Til samanburðar er uppsett afl raforkukerfisins íslenska um 1.300 MW (Búrfell stærst með 270 MW) og raforkuframleiðslan á ári um 8 TWst.)

Úttekt á orkuverinu, stíflunni og miklu umfangi (stærsta einstaka byggingarframkvæmd sögunnar upp á rúmlega 2000 milljarða) var svona bærileg. Hins vegar þótti bræðrunum hér á bæ fréttaritari Mbl. tapa sér algerlega í fútúrískri aðdáun á þessu öllu saman (minnti helst á Stalíntímann og lýsingar Friðþjófs Eydals á nýjustu orrystuþotum). Heimilismenn eru í hópi áhugasamra um verklegar framkvæmdir en málsgreinar á borð við

„Þegar hafa tugþúsundir fornleifa verið grafnar upp og fluttar burt á ný söfn í öruggri fjarlægð frá lóninu. Fortíðin mun því ekki hverfa algerlega í nafni framfara og framtíðarinnar“.

ásamt tilvitnunum í hina og þessa embættismenn, ber gagnrýninni hugsun ekki mikið vitni. Leit greinin frekar út fyrir að vera unnið upp úr glansbæklingi frá Flokknum eystri en að vera afrakstur sjálfstæðrar heimildaöflunar. Hvers vegna þarf blaðið að birta laka grein um svo áhugaverðan og margættan efnivið? Ekki að hér bregði nýrra við.

Ég kol járnsmið

Þegar bloggari tók að rýna í töflur hjá Hagstofunni við undirbúning bloggsins kom honum mjög á óvart að jarðhiti var uppspretta meirihluta orkuöflunar landsmanna árið 2000. Olía og bensín voru aðeins hálfdrættingar á við jarðvarmann og raforka kom þar langt á eftir. Restina ráku svo kolin með 4 PJ (petajúl) en brennsla þeirra á Grundartanga svarar þó til um 3% af orkunotkun Íslendinga.

Orkuverð í Kína

Orkuverðið sem nefnt var í greininni um Þriggja gljúfra stíflu var um 2,8 kr. á kWst. Ekki veit bloggari hvernig gengisskráningu er háttað (þó er kínverska júanið væntanlega lægra skráð en krónan) en þetta er næstum tvöfalt hærra verð en rætt er um fyrir austan. Athyglisverður punktur.

Aldursmörk í huga fólks

Þegar Ormurinn grúskaði í Landshögum 2001 á vef Hagstofunnar við heimildaöflun rifjaðist upp fyrir honum skondið atvik. Svo er mál með vexti að snemma beygðist krókurinn og í 13 ára bekk í Hagaskóla fór bloggandi niður á Hagstofu með félögunum
Ísleifi og Jónatani að kaupa Landshagi 1992. Spyr afgreiðslukonan síðan á hvaða fyrirtæki eigi að stíla nótuna. „Ég er nú bara að kaupa þetta fyrir mig“, var svar táningsins og hefur Ísi oft hent gaman að þessu síðan.

Önnur saga er svo af því þegar bloggari var 11 ára gamall á Borgarbókasafninu. Þá sá hann bókina „Leiðsögn til stjarnanna“ eftir Agnar Ingólfsson og hugði sér gott til glóðarinnar að fá hana að láni. Þegar þeir feðgar komu að afgreiðsluborðinu sagði konan byrst á svip við föðurinn að „það væri nú bannað að taka fullorðinsbækur út á barnaskírteini“. Hún var ekki reiðubúin að kyngja þessum stjörnufræðiáhuga barnsins.

Óttar bloggari

Nemandi frá því í vor, Óttar Völundarson, er farinn að blogga. Ansi gott blogg hjá honum á stundum.

Spurningaþáttur á RÚV

Atli Freyr, Sverrir Teitsson og undirritaður standa í þeirri meiningu að spurningaþáttur Karls Th. Birgissonar sé meðal þeirra svínslegustu sem um getur í ljósi þátttakenda og lítillar sérhæfingar. Plottið er líka að villa um fyrir mönnum, t.d. með því að spila ræðu frá 160 ára afmæli Reykjavíkurborgar 1946 (sem er helber geðveiki) og ræðu frá vígslu brúarinnar yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi 1967 (en bæði lið skutu að sjálfsögðu á vígslu brúarinnar yfir Skeiðará 1974).

Bræðrunum var þó skemmt þegar annað hljóðdæmanna var úr lagi eftir heimilisföðurinn fjarverandi og áttu keppendur að giska á næstu orðin í textanum „Hallbjörn var þar Hjartarson...“. Ekki stóð á svari bræðranna þótt keppendur ættu í basli með þetta:

„...að hlusta´ á Spaða á.“

en ek heiti Sverrir 17:12




laugardagur, nóvember 23, 2002
Götur athafnamannanna

Áðan veltu menn því fyrir sér á heimili bloggara hve mörg götuheiti í Reykjavík eru tengd athafnamönnum fyrri tíðar. Fischersund er kaupmanninum til vitnis og sama má segja um Geirsgötu Geirs Zöega og Tryggvagötu Tryggva Gunnarssonar. Ef haldið er áfram í austurátt var áður farið eftir Skúlagötu Magnússonar (en Skúlatún liggur svo þvert á hana) en síðar Sæbraut út að Héðinsgötu Valdimarssonar. (Reyndar þykir bloggara götunafnið „Laupur“ vera upplagt á ónefnda þvergötu á leiðinni.) Sunnuveginn hans Guðna er svo að finna í Laugardal og Thorsvegur er útvörður borgarinnar við Korpúlfsstaði.

Hliðarsaga við nöfnin í miðbænum og úti við Sundin eru götunöfn Fossafélagsins í Litla-Skerjafirði. Þar eru nefnilega bæði Fossagata og Þjórsárgata, auk þess sem Einarsnes er handan flugbrautarinnar. Tvíeðli Einars sem skálds og athafnamanns kemur götunefnasmiðum mjög til góða því nærri eru götur sem kenndar eru við bókamenn fyrritíðar, Aragata og Guðbrandsgata. Orminum þykir því borðleggjandi að göturnar í Vatnsmýrarhverfinu heiti eftir skáldum og þar verði m.a. Halldórsgata, Tómasarstræti, Þórbergsgata, Gunnarsvegur og Hallgrímsvegur. Ef menn vilja ganga allan veg skáldskaparins væru nútíðarnöfn eins og Prímusarstígur, Úugata, Þríhrossslóð, Álfgrímsbraut og Umbastræti gráupplögð. (Spurning hvort Drekavogur falli í þennan flokk?)

Sums staðar í borginni eru kjöraðstæður ef nefna þarf nýja götu. Guðjónsgata eða Hrafnsgata mundu sóma sér vel við Landspítalann og Pálmahlíð væri alls ekki svo galin á nýskipulagða Valssvæðinu. Pétursstígur eða Pétursbrú væru upplagt á brú út í Viðey. Kristinsgata væri kjörin á uppfyllingu við Sævarhöfða og væntanlega verður Þorgeirsvegur í nýja Gufuneshverfinu.

Einnig er mögulegt að fara svonefnda uppboðsleið varðandi ný götunöfn og selja hæstbjóðanda nafn (líkt og gert var við Egilshöllina nýju). Gætu Reykvíkingar framtíðarinnar þá ekið eftir Hagkaupsbraut, Nóatúni eða Össurargötu. Kannski er hér komin ný leið fyrir stjórnmálamenn til þess að lækka gatnagerðargjöld og lóðarverð í borginni?

Aldamótakynslóðin núna er væntanlega að leggja í götunafnasarpinn líkt og sú síðasta. Á seinni hluta þessarar aldar munu e.t.v. fjöldinn allur búa við Kárastaði, Björgólfsveg eða Harðargötu.

Best er þó nafnið sem bróðir Orms kom með fyrir nýja götu í miðbænum:

Kofrastígur

Kötturinn

Viðar hefur látið linkabloggara vita af væntanlegri jólahreingerningu. Kerlingarbækur Ormsins mæla reyndar frekar með Don Limpio de los hyperlinks til verksins en Grikkinn stendur þó trúlega fyrir sínu.

en ek heiti Sverrir 18:20




Miðbæjarrölt

Ormurinn fór í bæinn í gærkvöldi ásamt
forseta Ísalands. Héldu menn lengst af til á veitingahúsinu Dilllon, enda tónlistin best þar. Bítlarnir, Led Zeppelin o.fl. gamalt og gott. Lenti bloggari í hrókasamræðum við Þórdísi Björnsdóttur, bókmenntafræðinema, og er ljóst hvaða skáldsögur lenda næstar á náttborðinu þegar kemur að skáldskapnum (en Ormurinn er frekar fyrir fræðibækurnar).

en ek heiti Sverrir 10:16




föstudagur, nóvember 22, 2002fimmtudagur, nóvember 21, 2002
Er það Súgandinn um helgina?

Ormurinn gerði víðreist og kynnti sér
djammið á Vestfjörðum áðan.

Þetta lofar góðu.

en ek heiti Sverrir 21:27




Keisarinn fellur í kramið

Sesar A fær þennan líka
roknagóða dóm. Samlíkingin yfir færni hans í tónlistinni er ansi nærri lagi.

Það er alveg ljóst að diskurinn hans ásamt fleiri hipphoppdiskum mun rata í jólapakkana á heimilinu. Nú er það bara spurningin, hvor fær hvað?

en ek heiti Sverrir 21:17




Nafnarnir Sverrir og Sverrir blogga

Gaman að sjá það hve margir nafnar blogga. Flestum lesendum er væntanlega kunnugt um þann Sverri sem á slóðina til hliðar á síðunni. Við vinnslu þessa bloggs kom í ljós að heimasíða hans við HÍ er á
lista Byrja.is yfir heimasíður einstaklinga. Þar er ekki að finna marga bloggara en vonandi er frændi sáttur við vist sína þar, enda í góðum félagsskap Sturlu.

Aðrir tveir bloggarar sem birtust oft við leitina á Google að „Sverrir+blogg“ (ásamt þeim frændum) voru Sverrir og Sverrir. Sá síðarnefndi er væntanlega gramur eins og frændurnir út í Sverri Sigursveinsson fyrir að hafa tekið augljósasta blogspot-lénið þeirra nafna.

Á síðunni húmor.is var svo vísun á síðu Dalvíkingsins knáa, Sverris Þorleifssonar. Einnig fannst með tilviljunarkenndu innsláttaraðferðinni Sverrir sem gengst við því algenga gælunafni „Sveddi“

Með sömu aðferð kom í ljós að enginn er með svessi.blogspot.com eða svessi.tripod.com. Hins vegar var Jóakim með þá eðlu slóð sveppi.blogspot.com. Meistari Sveppi getur þó ennþá krækt sér í þetta lén.

Eitt ráð að lokum til annarra bloggara. Ef þið messið við einhvern Sverranna þá eruð þið í vondum málum.

Kötturinn

Ormurinn er ekki frá því að félagi hans í Dýraríkinu hafi linast í hægrimennskunni frá því að þeir gerðu heiðarlega tilraun til þess að ræða pólitík fyrir allnokkrum misserum (sem fór í vaskinn sökum ólíks skilnings á grunnhugtökum).

en ek heiti Sverrir 12:55




miðvikudagur, nóvember 20, 2002
Hagskælingar blogga

Bloggari viðurkennir reyndar að það sé enginn glæsibragur að rifja upp gagnfræðiskólaárin hér á blogginu. Tilefnið er þó gott. Svo er nefnilega mál með vexti að Ormurinn rakst á bloggið hennar
Þorbjargar Sæmundsdóttur (sem er frænka Sylvíu). Telst því blogganda til að fimm bekkjarsystkini úr 10. T (´95) séu að blogga: Þorbjörg, Sólrún Ósk, Haukur, Ísleifur og Sverrir.

Utan bekkjarins veit undirritaður aðeins um Kalla og Jonna sem blogga úr þessum árgangi en það er líklega mikið vanmat.

Víst rætt er um Hagskælinga fann Ormurinn tvo bloggara úr ´84 árgangnum á þessari síðu.

Stjörnufræðipróf

Ef marka má niðurstöður úr nýjasta stjörnufræðiprófinu og þessi blogg þarf Ormurinn að setja nýjan staðal um þyngd prófa. Sem stendur virðist þetta allt of létt.

Gemsinn maskaður

GSM sími bloggara datt í gólfið snemma á mánudagsmorgun og virðist ekki vera á leið í gang aftur. Það þýðir því ekkert að reyna að ná samband við Orminn með því móti. Hann er þegar farinn

Þúsund ára ríkið

Ekki verður annað sagt en að framtíðarsýn Vals sé glæsileg. Ekki mega menn samt tapa sér í framtíðarmúsíkinni miðað við gang mála undanfarin misseri.

Retórísk spurning dagsins

Er Blogger að hrynja?

en ek heiti Sverrir 15:36




Planetarium

Eftir því sem Orminum skilst á bloggi
Sylvíu varð stjörnustúss Minjasafnsnördanna henni hvatning til þess að fara í himinskoðunarvélina í Mílanó. Hún er öfundsverð enda engin slík maskína til hér á landi.

Einu sinni er allt fyrst

Ormurinn fór í heimsókn á Mánagötuna í gærkvöldi til Steinunnar og Stefáns. Þetta var í fyrsta sinn sem Ormurinn kíkir í heimsókn til skötuhjúanna, í fyrsta sinn í tvö ár sem hann drekkur dökkan bjór, í fyrsta sinn sem hann sér stjórnmálaspil og, síðast en ekki síst, í fyrsta sinn sem hann sér þáttinn 70 mínútur á PoppTíví.

Þátturinn í gær stóð vel undir þeim miklu hvítsrusls væntingum sem kollegi og grunnskólanemar voru búnir að byggja upp. Þarna sannaðist það sem stendur í fornu söguljóði að hundur getur stýrt bíl á beinum kafla.

Hápunktur þáttarins var þó trúlega áskorunin. Hún fólst í því að Auddi þurfti að fara í sleik við nafna í 5 sekúndur.

Nú er best að fara vel að afa um næstu helgi. Hver veit nema að hann komi á Lynghagann bráðlega og tengi breiðbandið?

Nýir straumar á Ormsblogginu?

Það freistar blogganda að blogga eitt stk. skapgerðarblogg í tilefni dagsins. En miðað við tilefnið er það miður góð hugmynd.

en ek heiti Sverrir 13:32




Á að útskýra ljóð?

Kennarinn lauk við að útbúa þrjár blaðsíður með verkefnum um ljóðum handa nemendum sínum í gær. Efst er ljóðið (Öfugmælavísur Borgfirðingaskálds, hinsta kvæði Bólu-Hjálmars og Borgarblús Sjónar) en svo koma spurningar um efni þessm stílbrögð og bragfræði. Ormurinn veit gjörla hve mönnum þótti þetta leiðinlegt en man þó nógu mikið til þess að geta sett saman námsefni svo næsta kynslóð unglinga megi einnig pínast.

Breytta endurtekningin ber af öðrum stílbrögðum í verkefnum Ormsins enda er rómantíska háðið enn ekki farið að láta á sér kræla.

en ek heiti Sverrir 03:53




þriðjudagur, nóvember 19, 2002
Klifun

Grunnskólakennarinn er að setja saman verkefni í ljóðum fyrir nemendur sína. Skautaði í gegnum Hávamál og fann þar m.a. þetta erindi um rúnir:

Veistu hve rísta skal?
Veistu hve ráða skal?
Veistu hve fáa skal?
Veistu hve freista skal?
Veistu hve biðja skal?
Veistu hve blóta skal?
Veistu hve senda skal?
Veistu hve sóa skal?

en ek heiti Sverrir 17:10




Hrafnaþing

Áðan flugu þrír feitir hrafnar norðuryfir.

Elliðaárdalurinn

„Rafmagnsstofa“ skal
barnið heita.

en ek heiti Sverrir 17:02




Erfiður dagur

Dagurinn í dag er búinn að vera erfiður. Ormurinn ákvað að fara ekki eftir orðtakinu „oft má satt kyrrt liggja“. Sú Krýsuvíkurleið stendur vel undir nafni.

„Illu er best aflokið“ er annað orðtak. Óskandi að bloggari vinni í anda þess í kvöld

Trúarbragðapróf

Eitt sinn er allt fyrst. Blogg um netpróf falla víst einnig í þann flokk. Ormurinn tók netpróf um trú og trúarbrögð sem hann rakst á hjá
Árdísi. Það kom kannski ekki á óvart að rómversk-kaþólska, gríski-rétttrúnaðurinn, íslam, hindúismi og siður votta jehóva skyldu raða sér í neðstu sætin. Hins vegar var 100% svörun við einhvers konar húmanisma sem þeir prófsmenn höfðu skilgreint.

Annars er þetta fyndið í ljósi meints trúleysis undirritaðs.

Óæti í Englandi og steinkumbaldar í Rottudammi

Ferðasaga Kristbjörns varð ekki til þess að útrýma sögnum af fjarlægum þjóðum úr huga Ormsins. Frekar kynnti ferðabloggið undir sumar þeirra mýtna sem fyrir voru í höfði Orms.

Líkt og Anna víóla Hugadóttir dissar hann þá ljótu borg Rotterdam. Sennilega er RAF-safnið hans Kristbjörns þó ekki jafnmikið í anda Stefáns og nafnið gefur til kynna.

en ek heiti Sverrir 11:58




mánudagur, nóvember 18, 2002
Að loknum massabloggdegi

Nú er dagur að kveldi kominn. Vinnan var erfið í dag en óvenjuþroskandi. Kóræfingin seinni partinn hreinlega gerði svo daginn. Athugun á því hvort bloggari ætti ennþá eitthvað inni í blogginu gaf jákvæða niðurstöðu. Ekki það að Ormurinn ætli að taka upp fyrir bloggsiðu.

Nú skal gengið til náða.

en ek heiti Sverrir 23:52




Nýtt tungutak í ritgerðum

Ormurinn rakst á vísun á
frétt af Tilverunni þar sem fjallað var um að tungutakið af spjallrásunum og úr SMS-unum hafi haldið innreið sína í skólaritgerðir.

Ormurinn hefur einnig séð broskalla ;-) í ritgerðum og jafnframt bent mönnum góðfúslega á að þær séu nú formlegri vettvangur en tölvurnar og símarnir. Skyldi heldur engan undra ef þessi tæki eru orðinn helsti vettvangur þjálfunar í ritun.

Raunar hafa myndir af leikskipulögum enskra og útlistanir tölvuleikja einnig ratað inn í ritgerðir og sakar þá ekki að kennarinn rembist við að vera víðsýnn, enda menn að leggja sál sína í ritskapinn.

Ofvirknibloggið

Finnst það blogg sem á titilinn betur skilið en þettað?


en ek heiti Sverrir 23:39




Snorri Tetzel

Ormurinn hefur haft gaman að umræðunni um aflátssölu Snorra Ásmundssonar í Kringlunni, sem útsendarar mammons hafa ákveðið að úthýsa (outsource) úr Kringlunni. Ormurinn er nú á því að hann, trúlaus maðurinn, hafi keypt syndaaflausn fyrir nokkru hærri fjárhæð síðustu misserin en stærsta bréfið sem Snorri bauð upp á.

Það eru víst ýmsar aðrar leiðir færar gegn samviskubiti en að kaupa bréf hjá Snorra.

en ek heiti Sverrir 22:07




Eyjapeyi safnar glóðum elds að höfði sér

Ormurinn rakst inn á vefsíðu Eyjafrétta í dag og fann þar slóðina á
upphaflegu fréttina um Mörðinn og Orðabókarsnjallræðið. Bloggari hnaut helst um orðalagið

„nánast eina knattspyrnufélagið sem getið var í orðabókinni var KR“

Greinahöfundur á vonandi ekki erindi í Hafnarfjörð eða Norðurmýrina svona í svartasta skammdeginu.

Lyftublogg

Hið kostulega blogg Ívars um gangleti Kópavogsbúa rifjaði upp fyrir Orminum gamla sögu. Samstarfsmaður Ormsins hafði eitt sinn á orði að hann hefði verið að vinna með lyftuhræddum pitsasendli. Sá varð fyrir því einelti að vera alltaf sendur í háhýsin við Austurbrún og Sólheima ef pöntun barst þaðan. Mætti hann svo með bökuna móður og másandi og voru viðskiptavinir farnir að taka það fram að þeir vildu ekki lyftuhrædda sendilinn.

en ek heiti Sverrir 19:59




Skeinið heim

Síðustu vikuna hefur skort klósettpappír á baðherberginu á Lynghaganum. Bræðurnir dóu reyndar ekki ráðalausir og ákváðu að nota bara eldhússpappír í staðinn (sem nóg var til af). Reyndar er þetta ekki alveg jafn-gróft og það hljómar þar sem blöðin eru helmingi minni en á venjulegri eldhússrúllu.

Hringur Gretarsson, vinur Snabbans, kom því alveg eins og kallaður áðan. Erindið var nefnilega að selja pappír til ágóða fyrir fimmtu bekkjarferðina á hausti komanda. Bróðir bloggara er víst nokkuð ákveðinn í því að fara ekki þá ferð.

Nú er til skeini á heimilinu sem mun duga fram að næsta stríði.

en ek heiti Sverrir 19:08




Kynjaímyndir og prjónaskapur

Handavinna krakkanna í Rimaskóla ratar sum upp á kennarastofuna og þykir ýmsum kennurum, þ.á.m. Orminum, margt all-efnilegt. (Annars gengur handavinnan víst undir því bjánalega nafni „textílfræði“ nú til dags.) Var hann m.a. að skoða prjónaðan tuskubangsa og hafði orð á því hve vel hann var prjónaður. „Hva, hefurðu eitthvað vit á prjónaskap“, gall í kvenkyns samstarfsmanni bloggara. Ormurinn hélt það nú eftir að hafa fengið upprifjun í prjónafræðum hjá
Ástu á Fróðá um daginn. Þar útskýrði hún m.a. muninn á sléttu og brugðnu annars vegar og garðaprjóni hins vegar (sem bloggandi skildi aldrei í gamla daga). Hann man líka gjörla eftir því hve stíft hann prjónaði fyrstu misserin í grunnskólanum en liðkaðist svo þegar á leið. Svo urðu sögur af dugnaði Sverris langafa í prjónaskapnum ekki til þess að draga þrótt úr bloggara á sínum tíma.

Annars voru ekki allir drengir jafn-spenntir fyrir handavinnunni. Ónefndur félagi Ormsins prjónaði t.d. ágætlega heima hjá sér en var svo heillum horfinn í tíma hjá kennaranum. Sá komst líka niður á þá aðferð að best væri að drífa flíkurnar rösklega gegnum saumamaskínuna svo afgangur tímans gæti farið í að rekja upp og spjalla við strákana.

Bróðir bloggara bar þó af í myndugskap í grunnskólanum, af því er bloggari best veit. Hafði Ormurinn uppi áform um að endurtaka leikinn í Lærða skólanum en Kötturinn blés þau út af borðinu sem geggjuðustu hugmynd sem hann hafði heyrt af. Var hann þó orðinn vel sjóaður í geggjuðum hugmyndum í menntaskólanum ef marka má Kattarbloggið.

Leónítar

Ormurinn er ennþá óviss um hvort hann ætli á fyrirlestur Snævarrs Guðmundssonar í Valhúsaskóla í kvöld um loftsteina á vegum Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Tilefnið er náttúrulega leónítarnir í fyrramálið (sem munu væntanlega ekki sjást). Segja má að klassíska staðan sé komin upp: Andinn er reiðubúinn en holdið veikt.


en ek heiti Sverrir 18:49




Erfitt að vera unglingur

Gærdagurinn var dagur endurlits. Atlinn fékk að heyra söguna af því þegar Ormurinn skerpti muninn á Péle og ónefndum stjórnmálamanni við bróður sinn ómálga. Ótiltekinn sálufélagi á MSN-inu fékk einnig að heyra söguna af því þegar vinur bloggara sagði „þarna hleypur N.“ og opinberaði ást Ormsins á stúlku í Hagaskóla. Ef vinurinn les þessar línur, þá má hann vita að sú yfirsjón er löngu fyrirgefin. Ætli þrír aðrir lesendur glotti ekki við tönn?

Frásögnin af fyrsta fylleríinu var svo látin fjúka fyrir messu í gær, sem viðeigandi var. Drykkjufélögunum þótti víst nóg boðið þegar undirritaður reyndi að styðja sig við gólfið á óörgu öldurhúsi í nágrannasveitarfélagi. Ekki það að viðskiptavinum klasans yrði ekki ljós matseðill Ormsins daginn eftir.

En svo kom besti bloggarinn sem riddari á hvítum hesti og stóð sig prýðilega í hlutverki bjargvættarinnar.

Brátt stóðu allir á öndinni

Yngri bróðirinn stóð á öndinni í gær vegna dynta í gömlu tölvunni, einmitt þegar hann ætlaði að skrifa fyrirlestur í fornfræði á geisladisk. Þá gerði Ormurinn sér jaframt grein fyrir því að hann væri að svíkja gamlan mann á Hjarðarhaganum um tölvuaðstoð. Það er svo sem í ætt við aðra framkoma gagnvart því slegti, þar sem
Jarlaskáldsins bíður nú afmælisgjöf í ranni Orms.

en ek heiti Sverrir 15:27




Nýjustu tölur : Everest 8850 m

Ormurinn þurfti að grafa upp staðreyndir um Everestfjall um helgina. Komu þá ýmsir skemmtilegir hlutir upp úr dúrnum, s.s. að
nýjustu niðurstöður mælingar (birtar 1999) benda til að hæð fjallsins sé 8850 m.y.s. en ekki 8848 m.y.s, (eins og viðtekið var frá 1955). Það er víst miklum vandkvæðum bundið að mæla hæsta fasta punktinn á Everest því til þess þarf að komast gegnum margra metra snjóhulu á tindinum.

Skv. þessari síðu hafa um 4000 manns hafa reynt að klífa fjallið en aðeins um 700 náð að ljúka göngunni. Um 150 manns hafa látist.

Annars er æ frekar á brattan að sækja þar sem Himalayafjöllin hækka um 6 cm á ári skv. nýjustu mælingum.

en ek heiti Sverrir 14:58




Myndbönd mánaðarins

Þennan mánuðinn eru það þrjú myndbönd á eldhússmakkanum sem eru í sérlegu uppáhaldi. Fyrst má nefna myndabandið lagið Smooth Criminal eða Mjúka bísa með Mikjáli Jackson. Þennan bút sá bloggari tvisvar sinnum í Sambíóunum á þeirri mögnuðu mynd Moonwalker (varð Ormurinn frá að hverfa í þriðju tilraun sökum fjárskorts).

Hin tvö myndböndin sem koma hvað sterkust inn eru Enjoy the Silence með Deepeche Mode og Viðrar vel til loftárása með Sigur Rós. Ætli
forsetinn hefði samt ekki litið framhjá listrænum forsendum og kosið fótboltavídeóið Malone Lives með Quarashi í stað Loftárásanna? Það er reyndar ansi gott líka.

Repúblikanar fyrir aldur fram

Ormurinn hefur ekki komist hjá því að sjá auglýsingar fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna. Hvert er málið með að verða repúblikani fyrir aldur fram? Ekki að það að vera repúblikani eigi sér sinn tíma nokkurn tíma.

en ek heiti Sverrir 11:13




Orðabókarskúbb

Sverrir Teitsson, laganemi, benti Orminum á það á æfingu MR-inga á laugardaginn að
fréttin um Orðabókina hefði verið tómt bull. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að FH er líka í orðabókinni, sem og Haukar, Fram, Valur, Víkingur, Breiðablik og Þróttur. Fornfrægt lið, eins og Skaginn er, ratar hins vegar ekki inn, hvorki sem Íþróttabandalag Akraness né ÍA (forsetinn er væntanlega sáttur en smíðaguðinn ekki). Þór eða KA eru heldur ekki í bókinni. Bloggari játar það hér með að hafa farið með staðleysur í Marðarblogginu hinu fyrra en svo má böl bæta að benda á eitthvað annað.

Menn sáu samt sitt óvænna í orðabókarumræðunni á spurningaliðsæfingunni og ákváðu að róa sig er einfalt i og ypsilon barst í tal.

en ek heiti Sverrir 09:38




Maraþonsamtal á MSN-inu

Ormurinn er búinn að eiga í maraþonsamtali á MSN-inu við manneskju sem kennir sig við strump eða e-ð álíka. Auk þess hefur staðið yfir massíf heimildaöflun fyrir blogg morgundagsins. Í kvöldmat var Sigga kaka frá ömmu og ætli hún sé ekki svarið við hungurverkjunum sem bloggari var að uppgötva í þessum skrifuðum orðum.

en ek heiti Sverrir 02:40




sunnudagur, nóvember 17, 2002
Á þeim drottins degi

MR-ingar sungu við messu í Dómkirkjunni í morgun og tókst nokkuð bærilega upp. Lásu tveir kórfélagar upp úr heilagri ritningu en í gær bað Marteinn kórstjóri Orminn að lesa. Svarið var á þá leið að það félli um sjálft sig þar sem tenórinn væri ekki kristinn. Dómorganistinn var ekki af baki dottinn og spurði hvort bloggari væri ekki af biskupsættum. Jú, vissulega var herra Ásmundur langafabróðir Ormsins en sósíalisminn hefur nú samt verið meira áberandi en guðsóttinn í þeirri fjölskyldu blogganda.

Eftir messu var Karen Pálsdóttir, sá elskulegi sópran, svo vinsamleg að skutla barnabörnunum til ömmu og afa. Henni sé þakkargjörð.

Sunnudagsmatur

Svínakjöt var á boðstólum hjá afa og ömmu og ísblóm í eftirrétt. Svo var Sigga kaka með í farteskinu heim á Lynghagann. Snabbinn hafði betur í slagsmálunum um DV þessa helgina. Sá bræðranna sem kemur fyrr inn fer nefnilega beint í blaðarekkann og fær þá að velja milli Helgarblaðsins og Fókuss. Yngri bróðirinn spurði ömmu sína hvernig Fókusinn væri og sagði hún hann rýran að þessu sinni. Sagðist hún hins vegar vera farin að fylgjast með því hverjir eru hvar á skemmtistöðunum og fannst það áberandi að sama fólkið væri mætti á sömu knæpunni margar helgar í röð. Ekkert eip á þeim bænum í unglingamenningunni.

Lágkúra dauðans

Á leiðinni heim keyptu bræðurnir í matinn í Krónunni í Skeifunni. Þegar gengið var framhjá Pizzakofanum við Grensásveginn varð mönnum starsýnt á vélsleðaauglýsingar Evró í kjallaranum. Fyrirsögn þeirra var:

„Keyrarar óskast.“

Þeygi gott.

Yfirferð stjörnufræðiprófa

Í dag verður farið yfir skyndiprófin góðu sem lögð voru fyrir á föstudaginn. Það er óskandi fyrir nemendur að kirkjuferðin hafi gert bloggara meyrari en ella þótt ekki sé trúarhitanum fyrir að fara. Meðaleinkunn í kringum sjö væri mega.

Magister Viðar Pálsson a.k.a. Gangsterinn

Ormurinn hefur fulla trú á að
Viðar komist nálægt frummynd fræðagangstersins. Hann virðist a.m.k. vera kominn á fullt sving í námi sínu á Wezzide.

en ek heiti Sverrir 15:33




laugardagur, nóvember 16, 2002
Þema gærkvöldsins var fyrrverandi nemendur og aldnir kórfélagar

Teitin heppnaðist vonum framar í gærkvöldi. Gestgjafinn, Brimir tenór, stóð sig mætavel og var tjúttað og trallað fram á rauða nótt. Um svipað leyti og kúturinn kláraðist ákvað Ormurinn að halda í bæinn í félagi við tvo „öldunga“, Albínu og
Hörpu. Á Dillon var allt stappað enda Bítlarnir og fleira gamalt og gott á fóninum undir dyggri stjórn Andreu Jónsdóttur. Vegamótin voru ekki jafn-spennandi en djammarar kræktu sér þó í borð þar. Klassískur endapunktur var svo Nonnabiti. Ætli Ormurinn hafi ekki hitt a.m.k. 7 nemendur frá því í vor í gærkvöldi og ýmsir af þeim gamlir kórfélagar.

Þeir kórfélagar sem drifu á æfingu í hádeginu í dag voru mishressir.

Besti bloggarinn bloggar dýrt

Tilgangsleysisbloggarinn er farinn að reyna að ná samfelldri mynd í blogginu og tekst bara bærilega upp.

Á sama tíma eru blogg kennarans meðal þeirra nykraðri sem sést hafa á Ormsblogginu.

Listinn yfir bloggara enn og aftur

í fyrstu fylgdi Ormurinn því lögmáli að hafa aðeins fólk sem honum var málkunnugt (og helst í kunningjahóp bloggara). Smám saman hafa fleiri bæst við og á listanum nú eru tveir bloggarar sem undirritaður hefur aldrei hitt í eigin persónu. Best að árétta að skiptingin í efri og neðri deild fer fyrst eftir mægðum og kunningsskap en síðan kemur ástundunin inn í málið.

Kvöldmatur

Ormurinn hefur hvorki bragðað vott né þurrt síðan í morgun. Snabbinn hefur aðeins fengið sér gulrót í dag. Nú skal haldið niður í bæ á Nonnabita og Kebabhúsið. Namminamm.

en ek heiti Sverrir 20:53




föstudagur, nóvember 15, 2002
Tvöfalt líf menntaskólakennarans

Ormurinn er í klemmu. Í honum brjótast um tveir þættir persónunnar, stjörnufræðikennarinn, sem á að vera nemendum til fyrirmyndar, og öldungurinn í MR-kórnum, sem vill halda partíinu gangandi.

Sem stendur er partídýrið og kórfélaginn að taka yfir stjörnufræðikennarann í samneyti bloggarans við MR-inga. Svo er nefnilega mál með vexti að Ormurinn fór til útréttinga, sem partídýr, með Davíð tenór (Brimi) á þriðjudaginn og var m.a. komið við í ÁTVR og Vífilfelli og keyptur ølkútur af dönsku kyni fyrir gleðskap kvöldsins. Telst það víst seint til fyrirmyndar enda gestir í kvöld flestir undir áfengiskaupaaldri.

Eðlisfræðikúrs í Vífilfelli

Ekki var ónýtt fyrir þá félaga af eðlisfræðideild I að fá smá kennslu í hinum eðlu vísindum við afhendingu bjórdælunnar. Fyrst er þó rétt að hafa smá frásagnartöf og grípa niður í virðingu bjórdælunnar, sem er elsti varðveitti hluti máldaga ölteitinnar:

„Bjórdælan samanstendur af kælihluta, sem er rauður ferstrendingur (40x40x20 cm), hvar upp af trónir stútur (39 cm að hæð, mesta ummál 45 cm). Hliðarnar eru klæddar málmplötum, ristar á þremur hliðum (engin þar sem kraninn er) og snýr sú stærsta þeirra að drykkjumanni. Eitt stórt galvaníserað stálborð er fyrir neðan kranann, hvar nokkur bjór á kann að spillast.

[Vonum að maskínan sé þeirrar náttúru að halda bjórspillingu í lágmarki, því reynslan segir að framlag þess er hér styður á hnappa verði umtalsvert; innsk. ritstj.]

Dælan er af gerðinni Colibri S.2000 frá verksmiðjum Cellys á Ítalíu. Er hún knúin 200 W kælivél frá því rómaða fyrirtæki, Danfoss. Myndin, sem smeltuð er á emaleraðan fót kranans, sýnir bláa vindmyllu á hvítum grunni.

[Þykir það líklega vænlegra til árangurs í bjórdælugeiranum að vísa til Hollands en Ítalíu enda gerir myndin dæluna; innsk. ritstj.]

Ef taka skyldi fram það sérkenni sem prýðir þessa dælu en enga aðra ber þar trúlega fyrst að nefna áletrun, þeygi forna. Þar stendur (skráð með olíulit): „Binni ´69“

[Er áletrun sú væntanlega til jarteikna um fagnað Binna. Kannski var það 25 eða 30 ára afmælisfagnaður gleðimanns? Nú eða brúðkaupsveisla. Hver veit? Blogg þetta er a.m.k. orðið góð heimild fyrir Verksmiðjuna Vífilfell ef dælan finnst sem hluti þýfis; innsk. ritstj.]

Nefnist dælan Ókólnir.“

[Virðingu lýkur]

Verða mál dælu þessarar seint notuð í rúmmálsdæmi á stærðfræðiprófi Rimaskælinga.

En áfram með smérið. Freistuðu MR-ingar þess að heimta rafmagnsdælu hjá þeim Vífilfellsmönnum eftir kaupin á kútnum. Reyndi stúlka nokkur í móttökunni að snúa á okkar menn og spurði hvort þeim væri ekki sama þótt þeir fengju klakadælu. Hljómaði það líkt og rafmagnsdælur væru eftirsóttari og betri en klakadælum skyldi prangað inn á unglinga. Eftir þá lúmsku tilraun og neikvætt andsvar hófst útskýring Ormsins á orðunum: „Þar sem við erum eðlisfræðingar líst okkur betur á rafmagnsdæluna. Við erum að velta fyrir okkur kælingunni og einnig viljum við minnka líkurnar á einhverju sulli.“ „Klakadælan kælir örugglega jafnvel og rafmagnsdælan,“ sagði stúlkan. „Það fer nú eftir því hvað bjórinn rennur hratt í gegn“, sagði Ormurinn glottandi. Svaraði stúlkan að bragði: „Bjórinn rennur örugglega ekkert hraðar um rafmagnsdæluna.“

Maður messar greinilega ekki við liðið á Stuðlahálsinum.

Aukabónusinn við bjórævintýrið er svo sá að bjórkúturinn er björgólfskur enda prýddur Sanitasáletrun.

en ek heiti Sverrir 17:49




Stjörnufræðipróf

Nú fer fram stjörnufræðipróf í MR. Ormurinn er stoltur af því að hafa laumað eilífðarbrandara hans og
Kattarins inn í svölustu spurningu sem um getur:

Loftslag á Mars. Hvernig er það nú (kalt mat)? Hvernig var það frábrugðið í árdaga þegar vatnsfarvegir mynduðust?

Annars er blanda dagsins alger killer: Skyndipróf í stjörnufræði + kórteiti.

Það gerist vart betra.

en ek heiti Sverrir 10:18




fimmtudagur, nóvember 14, 2002
Stjörnuskoðun fór hið besta fram

Aðsóknin að stjörnuskoðuninni á Minjasafninu fór fram úr björtustu vonum. Safnamenn eru því í uppsveiflu.

Það er kannski eins gott fyrir nemendurna því nú er komið að samningu stjörnufræðiprófa fyrir morgundaginn. Tvö skyndipróf og teiti, gæti dagurinn nokkuð orðið betri?

Linkablogg

Að vera eða vera ekki linkabloggari.
Þar er efinn.

Annars er undirritaður stoltur af heiðurstitli sínum á bloggi Ljós-Gíslans.

en ek heiti Sverrir 23:35




Stjörnuskoðun í Minjasafni OR í kvöld

Ormurinn hefur ekkert komist til þess að blogga í dag því hann er ásamt starfsmönnum Minjasafns OR og félögum í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness að undirbúa stjörnuskoðun fyrir almenning í kvöld (reyndar tilheyrir bloggari báðum hópunum). Slökkt verður á ljósastaurunum í Elliðaárdalnum milli 20 og 22 og eru allir hvattir til þess að mæta. Eins og viðeigandi er verður boðið upp á heitt kakó þannig að fólk getur farið beint inn og yljað sér eftir að hafa gónt í einhverja af sjónaukunum sex.

(Húmoristar: Ekki misnota kommentakerfið núna, takk.)

Svali stærðfræðikennarinn

Kennarinn lagði próf fyrir Rimskælinga í 9. bekk í morgun upp úr kaflanum um hringinn og pí. Komu álfelgur og notkun mælihjóls eftir umferðaróhapp við sögu, auk þess sem spurt var um muninn á flatarmáli á 12´´ og 16´´ pitsu.

Virkaði það vel að hafa prófið kúl?

Nei, það virkaði engan veginn.

en ek heiti Sverrir 18:29




miðvikudagur, nóvember 13, 2002
Gíslasaga, kvikmyndir, fótbolti og stjörnuskoðun

Fyrst er það síðbúin kvikmyndagagnrýni.

Rimskælingar góndu á Útlagann í dag og náðu að halda athyglinni glettilega vel. Myndin eldist ágætlega (ekki að Ormurinn hafi séð hana í bíó) og tilheyrir trúlega skárri helmingi íslenskra kvikmynda. Eins og í mörgum íslenskum myndum voru það samtölin sem voru veiki hlekkur myndarinnar (sérstaklega þegar leikararnir um tvítugt töluðu). Þó tókust þau þokkalega upp miðað við hve afgamall efniviðurinn er. Arnar Jónsson var töffari og Tinna (Sunna) var frek og leiðinleg.

Listi yfir 100+ lökustu kvikmyndir sögunnar

Ormurinn rakst á
lista yfir 100 lélegustu kvikmyndir sögunnar sem inniheldur aðallega nýlegar, frægar, lélegar kvikmyndir (sem höfundar hafa séð). Bloggari hefur ekki séð margar myndir en hafði þó séð um 20 myndir á listanum. Því skyldi fólk ekki undrast að hann sé ekki mikill kvikmyndaunnandi. Eina mynd á listanum sá hann tvisvar sinnum í bíó, Godzillu. Öflug mynd atarna.

Það jafnast þó ekkert á við frammistöðu kunningja Ormsins sem var frægur fyrir það að hafa aðeins séð tvær myndir í bíói, Einkalíf og Showgirls. Sá hreifst reyndar fyrst af Star Wars þegar leitmótívin í tónlistinni voru kynnt fyrir honum. Að sjá þríleikinn í bíó datt honum ekki í hug.

Fótboltainnlegg

Stefán, Strandamaðurinn sterki og Ormurinn gerðu góðan róm að leiknum heima hjá Kjartani í gær enda engin dæmi um úrkynjuð viðhorf í þessum hópi gagnvart enska.

Stjörnuskoðun

Það stefnir allt í stjörnuskoðun annað kvöld í Minjasafni OR. Best að Ormurinn fari að auglýsa í MR.

Mannasættir

Anna Hugadóttir er mannasættir.

en ek heiti Sverrir 14:00




þriðjudagur, nóvember 12, 2002mánudagur, nóvember 11, 2002sunnudagur, nóvember 10, 2002
Blogg=Fannáll

Páll Heimisson teflir fram nokkuð sniðugu nýyrði yfir blogg. Tengingin er skemmtilega flókin og er aðeins fyrir innvígða (sem er kostur).

Að loknu legói

Lið Rimaskóla keppti í Legóhönnunarkeppni Barnasmiðjunnar og Verkfræðideildar HÍ nú áðan. Liðsmenn voru sæmilega sáttir enda tækið í hópi þeirra hraðskreiðustu í keppninni. Hafnaði skólinn í 5.-8. sæti af 8 liðum. Ormurinn var fyrir keppnina stressaðastur í hópnum. Hvernig ætli þetta verði þegar spurningakeppnirnar hefjast?

Tónlist og gón

Á föstudaginn var blásið til matarboðs og aldrei þessu vant voru pitsur á boðstólum. Gunnar Eyþórsson, Davíð Halldór Kristjánsson og stærsti dvergur í heimi heiðruðu bærðurna með nærveru sinni. Tilefnið var undirbúningur fyrir fyrsta konsertinn næstkomandi föstudag. Ekki meir um það í bili en Ormurinn er kampakátur með sitt hlutverk.

Í gær var það svo Gullæðið í „Stóra salnum“ í Háskólabíói og um kvöldið Woody Allen myndin Bölvun Jaðisporðdrekans með sama fólki, Hrönn, Snorra Beck, Ólöfu Öndru og Ögmundi. Mjög fínar myndir.

Mörðurinn

Mörðurinn er væntanlega hinn kátasti með úrslit prófkjörsins enda næstur á eftir þingmönnunum. Ormurinn veðjar alltaf á réttan hest hjá Samfylkingunni. Hvernig atkvæði liðdýrsins fellur er svo annað mál.

en ek heiti Sverrir 15:55




laugardagur, nóvember 09, 2002föstudagur, nóvember 08, 2002
Nýtt blogg? - Sami maðurinn

Jæja. Bloggið hefur tekið stakkaskiptum hvað útlitið varðar. Annað er óbreytt. Jafn-vel síðra. Uppfærslum hefur a.m.k. fækkað marktækt síðasta hálfa mánuðinn. (Bloggari reynir að réttlæta það með því að segja hvert og eitt blogg efnismeira.)

Opinberri sjálfsgagnrýni dagsins er lokið.

Vinir Rhamsezar

Vinir/lesendur
Faraós eru greinilega mjög þroskaðir.

Stjörnuskoðun

Stjörnuskoðendur í hópi bloggara eru greinilega þónokkrir. Ormurinn og Stefán bætast senn í þann hóp þennan veturinn þegar stjörnuskoðunin verður á risasvölum Minjasafns OR. Bloggari hlakkar til en kvíðir jafnframt tölunni sem hann á að flytja. Undirbúningur að henni er hvergi nærri hafinn.

Hið mikla hop

Eftir all-skemmtilegar umræður Odds og Unu við bræðurna á leiðinni heim úr MR í dag rifjaðist lyklaborðsþýðings gamla Appleumboðsins fyrir Snabbanum. Þar stóð hop í stað „escape“. Sá eldhússmakkinn, sem nettengdur er, er samt bara með hefðbundinn „escapetakka“.

Orðtak dagsins

Það er að finna í neðstu fréttinni á þessari síðu.

en ek heiti Sverrir 18:55




fimmtudagur, nóvember 07, 2002
Liðdýrið lærir

Bloggari vill nota tækifærið og þakka
Frank Arthur Blöndahl Cassata kennsluna.

Bleika gullið

Bloggari dauðans er með all-áhugavert innlegg í umræðuna um gæði lands og sjávar. Það er þó greinilegt að hann hefur ekki komið auga á þá möguleika sem auðlindanefnd Ormsbloggsins hefur rannsakað undanfarið. Leitaði hún svara við spurningunni Hvernig getur Ísland orðið olíuauðugasta land í heimi?

Nefndin komst að jákvæðri niðurstöðu og vinnur nú að skýrslu um málið.

en ek heiti Sverrir 22:41




Þroskaheftir nemendur

Kennari lenti í ansi sniðugu atviki í dag. Hann var að rífast við stelpu í 10. bekk sem hélt því fram að hann kæmi ólíkt fram við hana og vinkonu hennar en hina nemendurna í bekknum. Það hlýtur að vera rétt hjá henni, því það væri mjög skrýtið ef bloggari kæmi nákvæmlega eins fram við ólíka einstaklinga. Að þær stöllurnar séu teknar sérstaklega fyrir vill kennarinn hins vegar ekki kannast við.

Þetta nagg milli nemanda og kennara leiddi hins vegar af sér kostulegt samtal:

Kennari (mæðulega): „Oohhh. Þrjósku nemendur!“
Nemandi: „Haahh! Þroskaheftir nemendur?!“

Stundum mætti reyndar halda það.

en ek heiti Sverrir 17:22




Gísli fer mikinn

Ormurinn biður
Ljós-Gíslann afsökunar á að hafa bendlað hann við Fálkaflokkinn. Jafnframt afþakkar hann pent friðargjöfina.

Reyndar verður Ormurinn að taka undir með Gísla í umfjöllun hans um keiluíþróttina, þótt ekki geti nokkur sála tekið jafn-djúpt í árinni og læknaneminn í Valshverfinu.

Orminum frýjað tölvuvits

Þegar bloggandi tók tölvuhrúguna upp úr gólfinu og tók að greiða úr flækjum og fleiri gall í einum nemendanna:

„Kanntu að tengja þessa tölvu?“

Kennari átti ekki til orð og svaraði þessu með setningu þar sem sagnorðið að fokka kom fyrir. Meira hvað hann verður orðljótari eftir því sem vikunum í starfinu fjölgar. Ekki mátti heldur sleppa ræðunni góðu um tölvurnar og höfðatöluna, þ.e. fimm tölvur á heimilinu (allar slarkfærar) en aðeins tveir bræður.

Sagan fer reyndar að minna á það þegar undirritaður spurði í fljótfærni ónefndan kvikmyndaáhugamann um það hvort hann ætti vídeó.

Sá er trúlega ennþá að jafna sig.

Stóra fjölfræðibókin - nostalgíublogg

Forsetinn skutlaði Orminum á læknavaktina inni í Smáranum um kvöldmatarleytið. Þar voru rifjuð upp gömul kynni af Stóru fjölfræðibókinni. Á bloggari henni mikið að þakka varðandi að vera að kveikjan að áhuga hans á ýmsum hlutum á fyrstu 2-3 árum skólagöngunnar. Skipar hún þar heiðurssess ásamt bókum eins og Hvar, hver, hvenær, hvers vegna, Landabréfabók 2, Alheiminum og jörðinni, Svona er - bókaflokknum og Stjörnufræði-rímfræði Þorsteins Sæmundssonar.

Þegar Ormurinn sá kort af klassískri 18. aldar borg í bókinni mundi hann eftir teikningum af borgum með brúm og skipaskurðum. Það leiddi svo til teikninga af fjallvegum með ám, skriðjöklum og fjallshryggjum. Korta- og vegadellan gerði snemma vart við sig hjá undirrituðum.

en ek heiti Sverrir 00:22




miðvikudagur, nóvember 06, 2002
Ormurinn rokkar á PI 75 Mhz

Í dag er tölvutími í íslensku. Kennarinn er búinn að koma tölvugarminum í gang sem húsvörðinn var beðinn um að fjarlægja í vikunni sem leið. Gripurinn hefur hingað til verið í gangveginum en hefur nú fengið nýtt hlutverk sem tryllitæki kennarans tölvusinnaða. Reyndar vantar músina en það kemur lítið að sök í Windows 3.11 for Workgroups með Writeritlinum. Ormurinn játar það þó hér að fyrsta forritið sem hann ræsti var kennsluforritið Doom I frá 1993.

Ormurinn er stoltur af því að nota einn af frumherjunum. Þessi er reyndar 75 MHz en fyrstu Pentiumtölvurnar voru 60 MHz.

Tölvutími í dag

Þessi íslenskutími er víst á leiðinni í hundana, ef spjall um tölvur og sítengingar, ásamt almennu hangsi, fellur undir það orðasamband. Kennari er búinn að rífast við nemendur um gæði Windowsstýrikerfanna og sýnist sitt hverjum. Það er samt ljóst af þessari tölvu að kerfi 3.11 virkar fínt.

Ritillinn er fundinn og nú þarf bara gamlan töflureikni a.k.a. Excel 2.0 eða álíka.

Orðabókin eykur frjálslyndið

Ormurinn er orðinn hinn frjálslegasti eftir menningarsjokkið sem orðabókin nýja olli honum. Nemandi spurði áðan hvernig hægt væri að nota sögnina að reifa inni í setningu (hefur trúlega ekki kannast við svo gjörla við hana).

Jú, kennarinn var með tvö dæmi á reiðum höndum. Annað var sígilt: „Lögfræðingurinn reifaði málið.“

Hitt var nú samt flottara: „Þau reifuðu alla nóttina.“

en ek heiti Sverrir 11:06




þriðjudagur, nóvember 05, 2002
Orðabókin er góður skítur

Nú ættu félagarnir
Viðar og Sjonni að vera all-sáttir. Við lýsingarorðið feitur [lo. stb.] (væntanlega þá staðbundið á Stór-Langanesssvæðinu) er nefnilega gefið dæmið „feitur skítur“ í upprunalegri merkingu. Djassgeggjarar og irkarar ættu líka að fíla orðabókina í tætlur.

Mörðurinn vélar feitt

Ormurinn rakst á setningu í stafsetningarbók Árna Þórðarsonar sem myndi útleggjast svona skv. nýju orðabókinni:

„Ég reyndi að díla við gaukinn sem splæsti í leigarann á djamminu en hann diggaði okkur ekki og dissaði okkur ýkt mikið alla leiðina í e-partíið.“

en ek heiti Sverrir 22:31




Hér er bloggið þitt, Lárus, rist

Það er þó ekki málið núna heldur umsagnir fyrir foreldraviðtöl í Rimaskóla á föstudaginn. Grunnskólakennarinn væri alveg til í að hafa slíka daga oftar því nú reyna sumir að sleikja hann upp og bæta fyrir gamlar syndir. Þeir sitja þá á strák sínum á meðan. Þeir svölustu halda samt sínu striki því þeir hafa áttað sig á því að nú er allt orðið um seinan.

Múhahaha!

(Fyrirsögnin er alger steypa enda vísun í gamlan brandara innan fjölskyldunnar.)

en ek heiti Sverrir 22:24




Nýir siðir koma með nýjum mönnum

Eitthvað álíka segja allir sem komast í fjölmiðlana þegar þeir skipta um starf (lesist: stjórnmála- og embættismenn og helstu forstjórar).

Fjölmiðlamaður: „Ætlar þú að breyta eitthvað áherslum hjá blablabla.“
Stjórnandi: „Nei, mér líst vel á það góða starf sem forveri minn skilur eftir sig. En eins og allir vita koma nýir siðir með nýjum mönnum.“

Fyrirsjáanlegt.

Ormurinn hefur það á tilfinningunni að nýstárlegar tillögur
Kattarins að nýju fyrirkomulagi doktorsvarna þurfi mikið af nýju háskólafólki til að verað teknar upp í óbreyttri mynd. Rakkafyrirkomulagið og slímunin væru samt vís til þess að blása nýju lífi í þetta gamaldags fyrirbæri og með þessu móti tækju varnirnar öllu raunveruleikasjónvarpi fram (og yrðu væntanlega í beinni á Skjánum).

En ætli sögnin að slíma sé í nýju orðabókinni? Nú styttist óðum í svar við því. Á laugardaginn þegar bloggara varð ljóst að netpöntun um heimasíðu Eddu hafði eitthvað misfarist hringdi símsölumaður (no. - væntanlega í bókinni) og seldi heimilinu bókina með det samme á kr. 14.900. Hann ætlaði að koma með hana heim í gær en lét ekki sjá sig. Kannski kemur hann í kvöld, annars neyðist bloggari til að hringja og heimta sölumann í heimsókn. Kaldhæðnislegt.

En Ormurinn skilur svo sem alveg að netarmur Eddu vilji ekki selja bækur um póstkröfu.

Bókajöfnuðurinn verður þó ekki svo óhagstæður í dag því Ormurinn nær að losa sig við aðrar bækur á móti.

en ek heiti Sverrir 11:47




mánudagur, nóvember 04, 2002
Legóteymið uppsker

Hjá flestum kennurum Rimaskóla er búin að vera fjögurra daga helgi (vetrarfrí+lau.+sun.). Ekki hjá Orminum (ekki að hann sé eitthvað ósáttur). Legómenn mættu galvaskir seinnipartinn á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag. Svo ráku samkennararnir upp stór augu þegar þeir sáu sömu nemendur í skólanum á starfsdeginum í dag. En fimm daga törnin bar árangur því tækið virðist tilbúið. Keppnin er síðan ekki fyrr en á sunnudaginn í hátíðarsal Háskólans svo nægur tími gefst til fínstillinga.

Tækið sem nú er í notkun er af sjöttu kynslóð tryllitækja (með sleppibúnaði af annarri kynslóð). Það virðist virka þótt tilraunabrautin sé sett upp með pappakössum frá 10-11 versluninni Miðgarði.

Ekki meira um tækið og keppnina í bili (bloggari lofar mynd síðar). Hver veit nema óvinurinn lesi Ormsbloggið?

en ek heiti Sverrir 12:09




Dvergurinn er all-kímilegur í dag

Sindri virðist vera búinn að redda a.m.k. einu bloggi á dag næstu 5 mánuðina. Og það er þess virði að kíkja til að sjá kímnisögu dagsins úr íslenzkri fyndni. Verst að honum datt þetta í hug en ekki t.d. Orminum.

Eitt leiðir af öðru. Það er því kjörið fyrir tölvunarfræðihobbitinn að setja upp eigið bloggkerfi í framhaldinu, því þá er hægt að blogga kímnisöguna sjálfvirkt (og vera búinn að setja „tilviljunarkenndar“ tímasetningar inn fyrirfram svo allt líti „eðlilega“ út).

Ef Sindri ætlar svo að blogga almennilega, þótt hann sitji á þessari sannkölluðu gullnámu, þá væri kjörið að hafa fyndnina í sérdálki (ásamt tengli á „eldri húmor“). Með fyndnina og bloggið að vopni gæti Dvergurinn orðið betur uppfærður en sum vefritanna.

en ek heiti Sverrir 12:04




Yngsti íslenski bloggarinn?

Eyjólfur rappari hefur hafið blogg frá Mósambík. Þeir sem eru að vonast eftir fylleríssögum úr fjarlægu landi grípa þó líklega í tómt því drengurinn verður 14 ára nú seinna í mánuðinum.

Bloggið fer annars vel af stað hvað fjölda heimsókna varðar. Í gær skoðuðu 150 gestir Rapparann, enda slóðin í reitnum með nýuppfærðum bloggum í um 5 klst. (hmmm...einhver mótsögn þar).

Listinn yfir bloggara

Ormurinn ákvað að laga til listann yfir bloggara vinstra megin á síðunni. Var bloggurunum Eyjólfi, Orra og Völu (teljast sem einn bloggari), Gísla Birni og Frank Cassata bætt í safnið, virkir bloggarar færðir upp en hinir rólegri (og minna mægðu) færðir neðar á listann.

en ek heiti Sverrir 05:31




sunnudagur, nóvember 03, 2002
Kristbjörn rokkar

Ormurinn hefur reyndar ekki að sér vitandi orðið fyrir barðinu á
bloggfælninni umtöluðu, en eftir blogg gærdagsins um slagsmálahundana má búast við að þeir haldi sig til hlés á spurningaliðsæfingum. Ekki það að Ormurinn hafi ekki varað þá kumpána við komandi bloggi.

Undirritaður hefur enn sem komið er ekki séð ástæðu til að halda aftur af sér í návist besta bloggara landsins. Þó er ráðlegast að gæta sín á kauða, einkum í ljósi Valsarahaturs safnvarðarins.

en ek heiti Sverrir 16:24




laugardagur, nóvember 02, 2002
Íslenzkumönnum heitt í hamsi

Ormurinn hefur sjaldan tekið þátt í jafnstórskemmtilegum málfarsumræðum og áttu sér stað áðan á Lynghaganum. Málshefjandi var Atli Freyr Steinþórsson en aðrir viðstaddir, Sverrir Teitsson, Snabbinn og bloggari, létu sitt ekki eftir liggja.

Kveikjan að umræðunum var umfjöllun um útgáfu nýju íslensku orðabókarinnar. Sverrir Teitsson var allsáttur við bætt viðmót frá fyrri útgáfum (þótt mikið vantaði til dæmis upp á dæmi um orðnotkun) en var samt þeirrar skoðunar að eitt bindi væri mun betra en tvö og vildi sjá útgáfu í kiljuformi með smjörpappír, eins og tíðkast erlendis.

Leikurinn tekur að æsast

Síðan upphófust almennar umræður um stafsetningu og deildu menn hart um gildi þess að nota ypsilon í málinu. Léku skoðanir Sverris Teitssonar fegurðarskyn Atla svo grátt, að Álftnesingur sá sig tilneyddan til þess að kenna laganemanum lexíu með púða, hverjum er til hæginda í sófa heimilisins. Menn róuðust þó um síðir og voru allsammála um að fullmikil áhersla væri á að skrifa nokkra orðliði í sömu hálfskilningsletjandi bununni. Tíndi Atli til allgott dæmi: „Ég var jafnvansvefta morguninn eftir.“

Eftir þetta ofur merkilega spjall hefur Ormurinn komist að þeirri niðurstöðu að honum falli jafnvel betur að taka þátt í þrefi um málfræði og stafsetningu en um stjórnmál og knattleiki.

en ek heiti Sverrir 17:50




Frjótt samtal við Oddinn

Ormurinn fann tvö ný umbloggunarverð málefni er hann spjallaði við
Oddinn um MSN-ið.

Annars vegar furðuðu samtalendur sig á nýjum fjölda (vondra) gosdrykkja á íslenskum markaði á þessu ári. Pepsí twist, blátt pepsí (a.k.a. flúorskol) og Mix exotic eru nýju drykkirnir frá Ölgerðinni og vanillukók, fanta wildberry og dietkók læm eru útspil Vífilfells. Mixið telst reyndar eini „íslenski“ drykkurinn í þessum hópi (ef „Mix Exotic“ getur talist „íslenskt“ gos). Ásamt því að prófa nýja drykki er Vífilfell búið að kynna tvær nýjar tegundir umbúða á markað fyrir spræt og dietkók (sem þeir hættu með). Ölgerðin hóf svo að selja ýmsa af gosdrykkjum sínum í 1 l umbúðum að bandarískum hætti.

Hversu margir af þessum drykkjum munu lifa? Hver man t.d. ekki eftir koffínlausa dietkókinu?

Hitt bloggefnið var eitt steiktasta blogg sem Ormurinn hefur augum litið (slembiblogg á Blogtree).

en ek heiti Sverrir 13:14




Dagurinn tekinn snemma

Ormurinn hélt galvaskur af stað rétt fyrir tíu í morgun austur í bæ (var svo heppinn að fá far hjá
Jonna út að biðstöðinni við Félagsstofnun stúdenta). Nú skal byggt úr tæknilegói fjórða daginn í röð. Vonandi að þetta komist langt í dag.

Matargestirnir og félagarnir Jonni, Svenni og Ísi góðan róm að bökunum í gærkvöldi. Alltaf gaman hvað gestirnir á föstudagskvöldum eru kurteisir og þakklátir, slíkt dregur víst ekki úr líkunum á frekari matarboðum.

Ætli þetta blogg mundi ekki flokkast undir „er-ófrjór-bloggari-í-dag“ blogg í anda greiningar Munda Svanssonar. Kannski ekki mikill sjarmi yfir því en bloggskyldan er þá uppfyllt í bili.

en ek heiti Sverrir 12:19




föstudagur, nóvember 01, 2002
Ormurinn athugar

Í gær komst Ormurinn að því að hægt er að lesa bloggið á Netscape 3 ef ýtt er á stopphnappinn á réttu augnabliki. Annars fer vafrandi inn á „Archivessíðuna“ og kemst ekki þaðan út. Ekki kom á óvart að viðbætur s.s. athugasemdakerfi virkuðu ekki.

Ástæðan fyrir stússinu með Netscape 3 var sú, að undirritaður var að laga tölvupósthluta forritsins fyrir Auðunn Braga Sveinsson. Það var ansi skemmtilegt að geta sýnt dagbókarritaranum víðfræga netdagbókina. Reyndar var rithöfundinum einnig sýnt blogg hjá yngsta íslenska bloggaranum en meira af því síðar.

SOD og legó

Lególeiðbeinandinn og nemendurnir hafa komist að því að System of a Down og tæknilegó eru ágætis blanda.

6. M

Í gær kom á daginn að stjörnufræðihluti 6. M vildi fá meiri umfjöllun um sig á blogginu (a.m.k. þeir nemendur sem tjáðu sig um málið). Þau gáfu bloggara gott tækifæri þegar einn nemandinn bauð kennara á árshátíð
Framtíðarinnar í vor. Bekkjarfélagarnir hreyfðu ekki við mótmælum enda greinilega vel upp aldir og kurteisir við eldra fólk.

Jafnframt er ljóst að MR-ingarnir (sem eru að nálgast tvítugt) hafa greinilega ekki lifað nógu lengi til þess að kynnast umskiptingum úr hópi kennara. Kennurum sem virtust næs en reyndust ósanngjarnir og kröfuharðir durgar. Þegar kennari benti mönnum á þá staðreynd að andrúmsloftið kynni að verða annað í febrúar þegar líður að árshátíð kom í ljós að þeir höfðu vaðið fyrir neðan sig. Það er víst ekkert einfaldara en að afturkalla boðið ef kennarinn er með einhverja stæla.

Ormurinn er samt ekki sá eini sem er með undirlægjuhátt gagnvart nemendum þegar kemur að bloggi.

Útvarp í strætó

Athuganir Ormsins á strætóferðum sínum hafa leitt í ljós að Útvarp saga er vinsælasta stöð strætóbílstjóra á leið 115 (úrtakið 25+/-10 ferðir ásamt „selective memory“ könnuðar). Í næsta sæti kemur hin smekklausa stöð Bylgjan (sem sannar að það sé munur á því að hafa kveikt á útvarpstöð og hlusta á útvarpsstöð). Rás 2 á sína spretti en sjaldnar Rás 1. Undantekning er þó frá þessari reglu á heila tímanum. Um daginn heyrðist blogganda bílstjóri vera með stillt á Múzík.is en það hefur trúlega verið (rapp)diskur.

Skammir dagsins fær svo bílstjórinn sem er með stillt á (?)Bylgjuna í kringum hálfátta þar sem reglulega eru fluttir arfaslakir pistlar.

Pitsuboð í kvöld

Bloggari býður til pitsu í kvöld. Í ljós kom að Ísleifur, Svenni og Jonni gátu allir mætt svo að á Lynghaga verður bloggarafjöld í kvöld.

en ek heiti Sverrir 13:36




Sverrir/Male/21-25. Lives in Iceland/Reykjavík/Vesturbær, speaks Icelandic. Spends 40% of daytime online. Uses a Fast (128k-512k) connection. And likes Music
This is my blogchalk:
Iceland, Reykjavík, Vesturbær, Icelandic, Sverrir, Male, 21-25, Music.