Þar segir frá fólki sem fékk lánaða önd hjá húsdýragarði í vesturheimi og setti upp tilraun til að rannsaka hvort kvak bergmálar við byggingar East Lansing High School (hvar ku vera gott bergmál).
Í fyrstu vildi öndin ekki kvaka nema í búri sínu, sem var gagnslaust fyrir vísindamennina. Þá datt einum vísindamannanna í hug að halda um fætur andarinnar og hlaupa fram og til baka á gangstéttinni við skólann. Öndin fannst sem hún væri að fljúga og viti menn, öndin kvakaði svo undir tók í byggingunum.
Mórall sögunnar: Ekki trúa öllu því sem stendur í Dagskrá vikunnar.
Pappi kominn heim
Ormspabbi kom heim frá Mósambík í dag eftir 30 mánaða útiveru (-1 mánuður á Íslandi síðastliðið sumar). Eftir áramótin tekur hann til starfa hjá Iðntæknistofnun, þar sem hann vann áður. en ek heiti Sverrir 17:57
Það fyrsta sem bloggari hugsaði með sér var hvort hann hefði frekar átt að kaupa loftstein heldur en fartölvu í sumar.
Í stjörnufræðitíma á eftir verður fjallað um útverði sólkerfisins, smástirni og loftsteina. Þá er hugmyndin að fara inn á ebay.com og sýna nemendunum m.a. þessatvo hlunka.
Ætli kennarinn játi ekki einnig upp á sig veiklyndi fyrir þessari loftsteinasölu, hann er jú í markhópnum. E.t.v. verður hann búinn að smella sér á einn hnulla áður en áratugur er liðinn. en ek heiti Sverrir 09:14
Bloggari varð reyndar þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að heimsækja tvær moskur er hann fór að heimsækja foreldrana í Mósambík fyrir tveimur árum. Þar spurði faðir hans öldung nokkurn að þessu eftir ða hann hafði útskýrt hvernig bænastundirnar fylgdu sólargangnum. Öldungnum datt helst í hug að múslímar á Íslandi fylgdu tímasetningum sem væru í gildi sunnar í Evrópu, s.s. í Þýskalandi. en ek heiti Sverrir 16:43