Um daginn keypti Snabbi aftur kex. Bloggari er strax farinn að koma sér upp á gamla ósiðinn. Hálfur pakki af Homeblest var hámaður í gær. Ekki er staðsetning helsta eldhúsmakkans beint undir kexskápnum að bæta ástandið.
Djammari dagsins
Í morgun hringdi í Orminn teitur maður sem hafði varið seinni hluta næturinnar í feitu partíi úti á Granda.
Sá sækir varla tíma í háskólanum í dag.
(Svellkalt mat.)
Hraðahindranir í götunni
Ormurinn hefur oft velt því fyrir sér af hverju það sé skilti í Rofabænum sem sýni mynd af hraðahindrun og textinn „í götunni“ undir.
Hvernig er hægt að missa af hraðahindrununum þar?
Nýtt á rss-molunum
Nokkur ný blogg gaf að líta á rss-molunum í gærkvöldi. Kannast bloggari við aðstandendur tveggja þeirra (mismikið þó), Vonbrigðanna og C-bekkjar bloggsins. en ek heiti Sverrir 12:33
Talsvert var um áhugaverðar greinar og kveðskap í blaðinu, m.a. eftir Þórdísi Björnsdóttur og Hákon Zimsen. Að öðrum höfundum ólöstuðum hefur þó andi skólablaðanna trúlega aldrei risið hærra en í ritgerð félaganna Viðars og Sigurjóns um uppruna ungverskrar tónlistar. Telst bloggara jafnframt til að hann sé 5. eða 6. maður sem les ritsmíðina, enda ekkert PoppTíví-vinsældarusl hér á ferðinni. Einkum er frásögnin af Thalberg og bréfpokanum eftirminnileg en ekki þótti Orminum ískalt „mat“ greinarhöfunda á arfleifð ólíkra tónskálda neitt sérlega djarft. Þar er frekar um að ræða viðtekin sannindi.
Endurreisn gamalla blogga
Sylvía bloggar aftur á módelblogginu eftir dágott hlé.
Bræðurnir blogga, allir sem einn, rétt eins og allur GB-hópur MR.
Hraðbankar og Kjarval
Bloggari frétti það á skotspónum í sumar, að ástæðan fyrir því að 2000 karllinn væri ekki eins mikið í umferð og lagt var upp með væri sú að ekki væri hólf fyrir hann í þeirri gerð hraðbanka sem algengust er. Stemmir það ágætlega við reynslu Ormsins af hraðbönkum bæjarins, aldrei hefur komið úr þeim Kjarval að bloggara ásjáandi.
Þegar málið var borið undir Rimskælinga sagðist einn þeirra hafa heyrt af hraðbanka á Ísafirði sem væri með 2000-kalla. Útsendari Ormsbloggsins dvelur á Ísafirði um helgina og vilja ættingjar hans ekkert kannast við þetta. Reyndar vantar nákvæmar upplýsingar um hvaða hraðbanka er að ræða en trúlega er ekki svo mörgum til að dreifa í bænum. en ek heiti Sverrir 14:24
Jónatan á 24 afmæli í dag. Undirritaður óskar honum hjartanlega til hamingju með daginn.
Jonni er sá í vinahópnum sem bloggari hefur umgengist lengst eða alla tíð frá því fjölskyldan flutti úr Eskihlíð 11 á Lynghaga 24 snemma árs 1989. Svona rétt til þess að innsigla vinskapinn leigðu þeir kumpánar svo saman á Reynimelnum þarsíðasta vetur.
Ef Ormurinn stæði sig almennilega í vinskapnum væri hann þó trúlega búinn að skipuleggja vikuna öðruvísi. Hann biðst afsökunar á fyrirhyggjuleysinu. en ek heiti Sverrir 11:51
Viðari Pálssyni er árnað heilla í tilefni af 25 ára afmælinu í dag. Hans er sárt saknað af undirrituðum og verða vafalítið fagnafundir er hann kemur heim í sumar.
Sævar bloggar
Sá góði drengur og stjörnutöffari, Sævar Helgi Bragason, er boðinn hjartanlega velkominn í hóp bloggara. Bloggið hans lofar góðu.
Og hvaða gangsta ætli sé á leið í tvær utanlandsferðir næsta sumar; til Kanaríeyja í stjörnuskoðun og á REM tónleika?
Ungdómurinn fullur óvirðingar
Tíundu bekkingar kvörtuðu og kveinuðu yfir virðingarleysi æskunnar í stærðfræðitíma í dag. Yngri nemendur hentu í þau snjóboltum og guð má vita hvað.
Í sama tíma notaði einn þessara nemanda tækifærið til að vera með skæting og dónaskap út í samkennara bloggarans.
Bloggari stendur á blístri eftir máltíðir síðustu daga. Heimkoma Siggu yngri í dag með Arcturus náði að spilla matarlystinni eins og iðulega á sunnudögum.
Bæjarfógeti tilkynnir
Bloggari rakst á tvær tilkynningar Stefáns Gunnlaugssonar, bæjarfógeta, í Öldinni sem leið 1801-1860.
„Þeir sem drekka og drabba, samt styðja daglega krambúðarborðin, verða skrifaðir í bók og fá engan styrk úr fátækrasjóði.“
„Íslensk tunga á best við í íslenskum kaupstað, hvað allir athugi!“ en ek heiti Sverrir 01:45
Þeir lesendur sem umgangast bloggara skyldu vara sig á honum næstu dagana. Hann er á leiðinni að ná þeim undraverða árangri (m.v. árstíma) að eta kjöt fjóra daga í röð. (Svo það sé á hreinu þá er hér hvorki um að ræða pitsur eða hamborgara.)
Á árshátíðinni var snætt folald, Malasíukjúklingur í gær, Strandalamb í kvöld og sunnudagamatur á morgun.
Slík kynstur, sem þessi, geta gert dagfarsprúðasta fólk afar gróft í hugsun.
(Ekki það að bloggari treysti sér til þess að fullyrða að hann sé eitthvað sérstaklega stilltur. Nafnið bendir frekar til hins.)
Viðkvæmur bloggheiður
Bloggari kemur sjálfum sífellt á óvart. Í vikunni fékk hann glettna ábendingu um eiginlegt bloggfall (e. relative blogdrop). Hann náði að blogga innan sólarhrings skv. klukkunni (upp úr lágnættinu rétt fyrir svefninn) en á árshátíðardaginn leið heilt vökuskeið algerlega bloggsnautt. Ekki skal sýta það enda deginum vel varið að öllu leyti.
Gærdagurinn var dramatískur
Opna húsið í Rimaskóla heppnaðist vel í gær. Opið hús frá 11:30-14:00 hljómar heldur ekki illa enda hefur kennarinn ekki séð nemendur jafn-brosmilda eins og í gær.
Ef marka má blogg ónefnds bróður er hið fornkveðna að koma fram um bræðurna svo sem segir í Völuspá.
Heimspólitíkin meira að segja inn í ávaxtaborð stórmakaðanna. Í gær keypti bloggari t.d. vínber frá S-Afríku, nokkuð sem ekki hefði verið hægt fyrir rúmum áratug. Appelsínurnar sem hann keypti voru svo frá Spáni, ekki blóðrauðar Jaffaappelsínur.
Svo fetað sé í loppuspor Kattarins, þá fýsir Orminn að deila því með lesendum hve flinkur söngvari Dietrich Fischer-Dieskau í raun og veru er (gömul sannindi og ný). Hann grætur ekki flutning meistarans á ljóðasöngvum Schuberts.
Segja má að undirritaður hafi nú lokið núlláfanga og að við taki áfangi 103. Hann er all-sáttur enda valinn maður í hverju rúmi.
Haloscan
Ekki er ónýtt að fá ábendingar frá yngsta bróðurnum varðandi athugasemdakerfið. en ek heiti Sverrir 11:40
Framtíðin var með dagskrá í Smárabíói um daginn. Það sem stóð upp úr var ræða Þorsteins fóstbróður um MR-inga og dvöl hans í skólanum. Tvímælalaust fyndnasti ræðumaður sem bloggari hefur séð á árshátíð í skólanum.
Gettu betur
Sigur MR-inga á Flensborgurum var sannfærandi.
Árshátíð
Ormurinn fór út að borða með MR-ingum á Galileó. Maturinn var ljómandi fínn og stjörnumprýddur staðurinn spillti ekki fyrir.
Eftir mat var haldið í teiti í Seljahverfinu. Það stóð undir nafni.
Bloggari fór ekki á dansleikinn heldur hélt heim á leið. Langt síðan hann hefur steinsofnað jafn-hressilega.
Nýyrði gærdagsins
Orðið „kennaranemandi“ var notað um leiðbeinandann unga í fyrsta sinn í gær. Orðið sjálft var kannski ekki óvænt en það kom hins vegar úr mjög óvæntri átt. en ek heiti Sverrir 08:32
Birgir varpar fram snargeggjaðri hugmynd á bloggi sínu í dag. Tilefnið er lækningapredikanir á vegum nokkurra safnaða í Smáralindinni um daginn og gengur Birgir alla leið og efnir til opinna bréfaskrifta um málið við forstöðumann eins safnaðanna, Gunnar í Krossinum.
Þeim sem hér bloggar er almennt ekki í nöp við trúfélög eða trúarbrögð. Hins vegar gest honum ekki að ákveðnum viðhorfum sem honum sýnist glitta í í boðskap hjá forsvarsmanni stöku trúfélags (þá sjaldan hann stillir á Ómega eða sér viðtöl við þá).
Sáluhjálp gegn greiðslu og hugmyndir um útvalningu (þar sem aðrir munu brenna í víti eða lepja dauðann úr skel) þykja honum ógeðfelldar, sem og íhaldsöm viðhorf stöku forkólfs varðandi fóstureyðingar og jafnréttismál. Alþjóðamálin eru svo kapítuli út af fyrir sig.
Um þetta er hægt að hafa skiptar skoðanir út frá lífsviðhorfum hvers og eins. En að útsendarar almættisins séu kynntir til sögunnar sem menn lækningahæfileika eða þegar vegið er að þróunarkenningunni er lítið um röksemdir en þeim meira um sleggjudóma. Þar grípur hver sína kreddu eins og Gunnar gerir í bréfaskriftum sínum við Birgi.
Á hinn bóginn er fátt dregið fram til jarteikna.
♥
Linkablogg dagsins - 1977 árgangurinn á faraldsfæti
Sjonni birtir stórskemmtilega frásögn af ferð sinni frá Santa Barbara til híbýla Kattarins í San Fransisco. Eitt af því sem skín í gegn (fyrir utan klúður Viðars) er að Bandaríkin verða seint talin land almúgasamgangna.
Arnór gat heldur ekki setið á sér um þessa helgina (ekki frekar en hinar) og gerði víðreist til Akureyrar. Virðist sem hann hafi engu gleymt í djammskilli ef marka má frásögnina. en ek heiti Sverrir 11:52
Rappbloggið gjörði um helgina heyrinkunnugt að Afríkuleggur fjölskyldunnar sé á leið til Íslands í haust. Jolli fer víst í 10. bekk Hagaskóla eftir að hafa hlaupið yfir 8. og 9. bekk.
Bræðurnir eru alveg í skýjunum. en ek heiti Sverrir 08:38
Annars var skóladagurinn uppfullur af kæruleysi með tilheyrandi kaffihúsarölti. Er ljóst að það eru margar vikur í svipaðan dag enda er hugmyndin að losna við hálsbólguna um helgina.
KFC
Ormurinn og Forsetinn rifjuðu upp kynni sín af KFC í Skeifunni í gær. Það var ágætt þó ekki sé bloggari til jafn-mikilla stórræðna í skyndibitaáti og á velmektardögum sínum.
Um kvöldið borðaði bloggari ljómandi góðan steinbít.
Fyrir mat ákvað hann að leggja sig og tókst að slökkva á vekjaraklukkunni þegar síst skyldi. Var það því Katrín amma sem vakti Orminn og tjáði honum m.a. þau hryggilegu tíðindi að það verði trúlega engin kaka á sunnudaginn.
Undirritaður fór nú reyndar alveg í kleinu þegar amman baðst afsökunar á dekurhléinu. Hlutirnir geta stundum orðið nokkuð öfugsnúnir.
Hárprýði
Nýju klippingarnar koma afskaplega vel út.
Þeir taka það til sín sem eiga það.
Afmæli
Ormurinn er á leið í afmæli í kvöld. Það er tilhlökkunarefni.
Nördnægingin
Áðan heyrði bloggari nýyrðið „nördnæging“ í fyrsta sinn á ævinni hjá ónefndum bloggara.
Hann vissi samstundis við hvað var átt og hríslaðist um hann straumur vellíðunar. en ek heiti Sverrir 12:34
Nú er spurning um að hafa samband við einhvern tæknisinnaðan til þess að koma á æfingu um ljósleiðara.
Annars er hlutskipti kórdrengsins ekki öfundsvert. Í dag talaði samkennari um að setja hann yfir sönghóp á þemadögum Rimaskóla (vonandi í gríni). Bloggari hefur þó komið ár sinni ágætlega fyrir borð varðandi þessa þemadaga. Hann sér nefnilega um vísindasmiðju (sem veit á stjörnufræði).
Ætli það sé ekki best að kíkja á safnið og heilsa upp á ÓG næstu dagana.
Íslensku gæsalappirnar
Notkun íslenskra gæsalappa í tjáskiptum er alveg að gera sig. en ek heiti Sverrir 17:50
Í fyrsta blaðinu var á baksíðunni birtur listi yfir vinsælustu lögin í Færeyjum (Færeyski listinn?). Og hver skyldi hafa skipað 8. sætið? Jú, enginn annar en Geirmundur Valtýsson með lagið Brosandi birtu. Þetta er sko landkynning.
Hvað skyldi svo færeyska fjarskiptafyrirtækið heita sem auglýsir dósir (!) með orðinu „frælse“ utan á?
Jú, appelsínugula símfyrirtækið heitir auðvitað Kall og slagorð þess er að sjálfsögðu „títt er orðið“.
Kunnulegt?
(Íslandssími á 17,2% í félaginu.)
Af hlutum sem voru í fréttum og tengdust Íslandi var heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Færeyja, frásögn Færeyings af Heimaeyjargosinu, umfjöllun um útrás Brands Ennis til Íslands og tónleika hans með Jóhönnu á Broadway.
Ekki má gleyma heilmikilli og fróðlegri umfjöllun um Vogagöng.
Smáauglýsingarnar voru svo heill kapítuli út af fyrir sig. Trésmíðaverkstæði auglýsti t.d. eftir starfsmönnum „Timburmenn ella snikkarar“.
Loks var það ágætur pistill „Málvinar“ um orðið „hata“ í færeysku (sem á allt eins erindi til Íslendinga). Yfirskriftin var „Orðið hata er cool“ (sótt í ummæli unglinga) og fjallaði um það hvernig orðið er notað í tíma og ótíma um annað en persónur. En orðið er sterkt og það býður upp á einfalda lausn á málinu.
Þess vegna er það svalt.
Sunnudagamaturinn
Afi beygði niður Litluhlíð í dag og samstundis var bræðurunum ljóst að það væri kjúklingur í matinn. Ormurinn borðaði hæfilega mikið og göntuðust gömlu hjónin með það að bloggari væri farinn að róast heldur í átinu. Nú liggur leiðin líka niður á við víst menn eru farnir að fúlsa við ísblómum (já, líka í dag) og eftirláta yngri bróðurnum stærri hluta af Siggu súkkulaðiköku frá ömmu. en ek heiti Sverrir 21:35
Það var ekki amalegt að hitta fyrir Ítalíufarann (en ef marka má blogg undanfarinna mánaða má ætla að það séu um 50% líkur að hitta manninn á HB). Sá hafði greinilega engu gleymt og frekar bætt við djammkunnáttuna í útlandinu en hitt.
Nýkrýndur CS-drápari Háskólans í Reyjavík gerði það og gott en var orðinn nokkuð lúinn eftir tölvuspil síðustu daga. En nafnbótin var ekki tekin út með sældinni og virtist á tímabili sem einhverjir væru tapsárir.
María 25 ára
Ormurinn hringdi áðan í Maríu Ásmundsdóttur, sem nemur klassísk mál í Bologna, og óskaði henni til hamingju með 25 ára afmælið. Hún var að skríðast á lappir eftir heljarinnar teiti sem hún hélt í gærkvöldi en hafði þó rænu á að senda kveðju til allra sem hún þekkti á Íslandi og er henni hér með komið á framfæri (ef einhverjir þeirra skyldu slysast inn á síðuna).
Bloggari hlakkar mikið til að hitta hana þegar hún kemur heim í sumar. en ek heiti Sverrir 11:50