Það var víst árið 1925 er fyrirtækið Kol & Salt, sem Eldeyjar-Hjalti veitti forstöðu, flutti til landsins kranann til að létta uppskipun. Kraninn stóð til 1968 en bloggari leyfir sér að spá því að fyrr eða síðar verði reist eftirlíking af honum, enda alger töffarakrani. Nýja tónlistarhúsið gæti reyndar sett strik í reikninginn. en ek heiti Sverrir 19:21
Hér rakst Ormurinn á svolítið fyrir landsins besta bloggara. Slóðin lá reyndar frá íslensku bloggi sem bloggandi kemur ekki lengur fyrir sig. en ek heiti Sverrir 19:04
Það er freistandi að taka Oddinn inn í dálkinn ásamt Helga Hrafni en sá fyrrnefndi hefur Orminum þótt fullbrokkgengur í blogginu til þessa. Annar bloggari, píanóleikarinn Sigurjón, náði að bjarga sæti sínu fyrir horn með bloggfærslum í vikunni. Bloggandi leyfir sér samt að blása á þessi rök um mögulug leiðindi. Þau eru ekki til hjá manninum.
Annars er sessinn trúlega heitastur undir þeim heiðurshjónum Ingó og Fjólu nú um stundir. Það er víst ekki nóg að vera kominn með netið heima hjá sér og íslensku stafina í lag þegar bloggið vantar.
Bloggin útlendu eru jú þau sem Frónbúa finnst skemmtilegast að skoða.
Þar má m.a. sjá að fyrirhugað er að nota þýskar lestir í nýju neti háhraðalesta í Kaliforníu (en þeir BNA-menn öfundast mjög út í Japani vegna kerfisins þeirra). Svo er alltaf gaman að sjá hvaða borgir eru að endurnýja eða að koma sér upp neðanjarðarlestakerfi.
Sannkallað Gósen áhugamanna um verklegar framkvæmdir og samgöngubætur. en ek heiti Sverrir 23:56
Það kom á daginn að þetta var önnur könnunin um símafyrirtæki sem undirritaður lendir í á einum mánuði. Núna var það reyndar heimilissímaþjónusta en í fyrra sinnið farsímaþjónusta (hvílík fjölbreytni!). Bjánalegasta spurningin var þó ein sú albjánalegasta sem bloggandinn hefur heyrt (og athugið að hann kennir rúmlega 100% kennslu). Hljóðaði hún svo:
„Ef að Landsíminn væri persóna, hvernig myndir þú lýsa honum?“
Ormurinn var ekki seinn að rifja upp gamla takta og passa á þessa. en ek heiti Sverrir 19:55
Stúdentarnir hefja blogg sitt á sögu af hrakfallabálki í kennaraliði HÍ. Sá maður er greinilega ekki í miklu áliti.
Undirrituðum þykir nokkuð góð setning þeirra þar sem segir: „Ekki það að nokkur sála muni ever lesa stakt orð á þessari síðu (under-statement),...“ (Bloggmann, A.E. 23.9.2002). en ek heiti Sverrir 17:33
Líkt og yfirboðarinn er Ormurinn ekki haldinn mikilli fundagleði. Hann er jafnframt ekki trúaður á það að þol myndist jafnört við fundum eins og öllum öðrum andskotanum. Jafnvel gæti það minnkað í ákveðnum tilfellum með auknum fjölda funda.
Undirritaður er þó ekki sjálfboðaliði í að prófa þá kenningu. Það mega aðrir reyna. en ek heiti Sverrir 16:32
Í dag eru Kiwanis-, Lions- eða Rotarymenn væntanlegir á Rafminjasafnið. Þar sem yfirboðarinn er á leiðinni norður að sjá fótboltaleik eru allir sótraftar á sjó dregnir. en ek heiti Sverrir 11:27
Eggert fræðir Frónbúann á bloggi sínu. Þetta er dugnaður. Orminum hefur á hinn bóginn ekki orðið jafn-mikið úr verki og hann ætlaði. Enn er fimm atriðum ólokið (þó er ekki kominn háttatími).
Af bloggafrakstri dagsins að dæma má ætla að öfugt samband sé á milli fjölda blogga og almennra afkasta en það er önnur saga. en ek heiti Sverrir 21:42
Bloggari bakaði eggjalausa súkkulaðiköku eftir sinni margreyndu uppskrift en ónefndur gestur gerðist svo djarfur að mæta með risaskúffuköku til að vekja upp minnimáttarkennd hjá Orminum. Var það þó huggun harmi gegn að kakan reyndist vera kanilkaka (mjög bragðgóð) og varð þá bloggara um sel.
Það hæfir vel þar sem einn gestanna, Hlín Finnsdóttir, fann heimildir um selskinn í Sjávarháttum Lúðvíks í bókaskápnum.
Gott að fá þær fregnir að sá gæðastaður sé ennþá við lýði. Hvar er að finna stað sem sameinar það að vera bæði pitsustaður og vídeóleiga? Ormurinn býr yfir fróðleik um tilurð staðarins en það er ekki víst að allir átti sig á því hvaða fyrirtæki hefur mulið grimmt undir staðinn í bókstaflegri merkingu (meltið þetta!).
Já, ef Kvíslaveitan hefði ekki komið til. en ek heiti Sverrir 18:35
Trausti MR-ingur átelur bloggara úr svartholi sínu fyrir stuld á hafíss/skafíss frasanum frá Lárusi félaga hans. Það er svo sem möguleiki að vinurinn hafi verið að keppa í ræðukeppni barnaskóla þegar ræðumógúllinn Stefán var upp á sitt besta (en sá fékk frasann frá öðrum ræðumanni að því er heimildir Ormsins herma).
Bloggandi lætur sér þó vel lynda einkunnina sem fylgir nafni hans. en ek heiti Sverrir 16:26
Ekki reyndust þessar deilur frjóar en á hinu áttaði Ormurinn sig á að þær voru tilefni allnokkurra blogga (jafnvel hjá Kettinum sem fann sig knúinn til að kveða upp Salomonsdóm um nafnbótina). Þeim Sjonna og Gísla veitir enda ekkert af sökum stopulla blogga en ásakanir um bloggleti tóku að ganga á víxl eftir þrjá daga (!!) hjá þeim Eggerti og Dvergnum.
Þetta reif er hugsað sem inngangur að vangaveltum um fánýtt karp Ormsins og Kattarins við Óla Njál um getu manna í spurningaleik á árum áður (þar sem Ormurinn túlkaði orðalag bloggara afar þröngt). Enn fleiri tilefni blogga þar.
Hatrammasta deilan sem hér verður minnst á hefur þó risið milli Sverris Jakobssonar og Tómasar Hafliðasonar. Þar eru menn heitir. Játar bloggandi vanþekkingu sína á deiluefni og prísar sig sælan fyrir meðfylgjandi skort á afstöðu. Er það þó skondið að fylgjast með bloggum þegar ýmis kurl eru komin til grafar varðandi inngrip Munda og Viðars, vina blogganda, í það hnútukast. Virðist þar misskilningur á ferð (og liggur við farsa í kjölfarið) en allténd varð mistúlkunin undirrót enn fleiri færslna.
Þannig gerast jú kaupin á eyrinni (stolið til hátíðarbrigða frá MP) og bætist hér enn eitt blogg við í bloggsarpinn stóra.
Hér er slóð á MR-ing og hér má finna annan til. Ætli að með þessum hafi ekki alls verið nefndir til sögunnar sjö MR-bloggarar á bloggi Ormsins, fjórir bloggandi nemendur og þrír kennarar. en ek heiti Sverrir 18:09
Afi og amma bjóða iðulega upp á Skafís eftir sunnudagsmatinn. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema af því að ömmu greinir á um framreiðsluna við bræðurna og afa. Hún vill bera hann fram í bitum í skál og skafa ísinn ofan í hana með upphitaðri skeið. Karlpeninginn skipa aftur á móti menn kælingar sem vilja hafa Skafísinn í plastboxinu, beint úr frystinum. Málamiðlun hefur þó náðst sem hljóðar upp á að ísinn sé borinn fram í skál þegar gestir eru fleiri en bræður frá Lynghaganum.
Ætli menn kælingar séu jafnframt menn öfga eða kann amma ekki að fara með ísinn?
Að svona vangaveltum loknum má jafnframt velta því fyrir sér sem gárungur sagði: „Hvort er betra að skafa hafís eða hafa skafís?“ en ek heiti Sverrir 17:42
Ormurinn varð foxillur er hann opnaði fyrir viðtækið á Múzik hér á Minjasafninu. Þar glumdi eitthvert vinsældapopp sem samkvæmt heimasíðunni var flutt af Jennifer Lopez. Kom í ljós að ekki er hægt að gefa hauskúpur í einkunnakerfi stöðvarinnar, en í hefndarskyni fengu öll lög hennar eina stjörnu frá Orminum (sem er ofrausn). Stjórnendurnir átta sig greinilega ekki nógu vel á því að það eru aðeins u.þ.b. 6 stöðvar sem spila svona lagað.
Af hverju má Múzik ekki vera Gimli hinna útvarpshlustendanna? en ek heiti Sverrir 16:46
Smáágjöf fær þó ekki stöðvað Orminn. Að teikna á töflu er kjörin leið til þess að fanga athygli nemendanna (jafnvel betra að teikna illa ef kennari þolir hæðnishláturinn). Í uppáhaldi hjá Orminum er að teikna Íslandskort fríhendis, bæði til þess að merkja inn á staðina í stærðfræði- eða málfræðibókinni (en bloggandi kennur því miður ekki íslenska landafræði). Einnig hefur hann reynt fyrir sér með teiknifærnina í stjörnufræðinni en eitthvað hefur það gengið verr. en ek heiti Sverrir 15:43
Bloggari las sér til hrellingar á bloggi Kattarins að hinn orðhvati liðstjóri spurningaliðsins ´96-´97, Gísli Björn Bergmann, hefði frammi ávirðingar á hendur „fornum“ spurningaliðsmönnum á bloggi sínu. Kom þó í ljós við eftirgrennslan að hann kvartaði einkum yfir fyrirsagnarleysi, mikilli umfjöllun um nám (hvorki hér né hjá Jarlaskáldinu) og leiðindum (ekki til hjá undirrituðum).
Bloggara er því létt en þeir taki það þá til sín sem eiga það (ef einhverjir eru). en ek heiti Sverrir 01:05
Þegar Sigga útskrifaðist frá skúlptúradeild Listaháskólans í vor kom í ljós sameiginlegur flötur í útskriftarverki hennar. Í verkinu, sem hét „White Noise“, var m.a. sjónvarp sem sýndi sjónvarpssnjó, sem var vísun í bakgrunnskliðinn („background noise“) og Miklahvell. Hún lofaði að bjóða undirrituðum í kaffi og spjall um heimsfræði við tækifæri, sem gafst svo í dag. Þar útskýrði bloggari, reyndar með tilheyrandi rangfærslum, hvernig ljós slapp úr heitri efnissúpunni þegar alheimurinn var ca. einnar milljónar ára gamall. Þetta ljós sjáum við svo sem örbylgjur með hitastigið 2,7 K, 12-16 milljörðum ára (og ljósára) síðar.
Ekki er þetta eina dæmið um listaverk að skapi blogganda með tengingu við eðlisfræði. Þar mætti tína til fyrirhugaða Tíðni Finnboga Péturssonar við Vatnsfellsstöð og Íslandsvita Parmiggianis á Sandskeiði. en ek heiti Sverrir 19:18
Bróðir Fjalars og Dvalins er með góða og gegnsæa kenningu um ölkæra menn. Kalt mat Ormsins er að hún muni trauðla skilning dvelja. Reyndar áréttar Sindri einnig stórskemmtilegan kveðskap Baggalútsins, rétt eins og andskoti Dvergsins, Ungverjalandsfarinn. en ek heiti Sverrir 17:39
Ónefndur nemandi hefur gengið of langt. Að Ormurinn sé kallaður „liðdýr“ verður ekki liðið. Blogg er boðað í tímanum á föstudaginn kl. 11:35. en ek heiti Sverrir 15:42
Það sem kom hins vegar fram í leitarvélinni Google við leit að upplýsingum um almyrkvann var m.a. heimasíða hóps sem ferðast um heiminn til þess að skoða sólmyrkva.
Á síðunni var einnig mynd af kunnulegu landslagi og sagði bloggari stundarhátt: „Þessi mynd er örugglega frá Íslandi.“ Og viti menn: Næsta ferð, 22.-31. maí 2003, verður til Íslands, Færeyja og Grænlands. Hápunktur fararinnar er þegar hópurinn sækir Vestfirði heim 31. maí til að líta sólmyrkvann augum. Kannski er best Ormurinn panti snarlega ferð með Flugfélaginu.
Myrkvinn 2003 er reyndar aðeins hringmyrkvi en þeir sem sætta sig aðeins við almyrkva verða að bíða lengi á Fróni. Almyrkvi mun næst sjást út af Austfjörðum 20. mars 2015 og þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi svo á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. en ek heiti Sverrir 19:02
Þetta væri ekki í frásögur færandi nema af því að bloggari hefur fundið leiðbeiningar Jóns Kalmans Stefánssonar, af sýningunni um hvernig maður heimsækir eyðibýli á haustmorgni. Orminum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds (ef svo má taka til orða). en ek heiti Sverrir 22:54
Nú á sér stað fundur Ormsins og Kattarins í fyrsta sinn síðan síðarnefnda kvikindið fór til Vesturheims (með hjálp MSN). Þetta er fyrir undirritaðan eins og að hitta gamlan vin að nýju. en ek heiti Sverrir 20:09
Bloggara var ekið af kjaftagleiðum strætóbílstjóra með leið 115 úr Grafarvoginum í dag. Ekki var nóg með að hann hæddist að manni sem hlypi á eftir strætó, heldur reifst hún (vagnstjórinn) við konu um hvort skiptimiði hennar væri útrunninn. Drógu báðar fram leiðabókina til stuðnings í rifrildinu en fulltrúi Byggðasamlagsins hafði sigur. Það verður gaman að fylgjast með þessum vagnstjóra í vetur.
Spurulir nemendurnir
Nemendur voru spurulir í dag. Fýsti þá m.a. að vita hvort undirritaður ætti konu, reykti eða drykki. Varð kennari að loka mælendaskrá af þessum sökum (og spyrja hvort vænt spurning tengdist námsefninu).
Naglinn á höfðuðið?
Kíkið á yfirskrift bloggsins hjá þessum (fyrir ofan linkadálkinn). Ormurinn meltir þetta.
Þórðargleði í boltanum
Alltaf gaman þegar KR gengur ekki sem skyldi. en ek heiti Sverrir 22:11
Undirritaður vissi ekki að þessi mynd væri til. Í ferð til Barcelona 1999 fór hann í IMAXbíó til að sjá Omar Shariff talsettan á spænsku lýsa töfrum Egyptalands. Í næstu utanlandsferð verður farið í bíó hjá þeim, enda er þau að finna víða, s.s. í Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn (reyndar ekki í Mósambík). en ek heiti Sverrir 22:25
Ormurinn fór í tvær teitir í gærkvöld í Álftamýrinni (hvernig dettur viðkomandi í hug að búa við þessa götu) og Vallarbarðinu, ásamt bróður sínum. Var mjög huggulegt á báðum stöðum, menn all-teitir og skröfuðu margt. Hápunktur kvöldsins var þó trúlega þegar Atli Freyr Steinþórsson, spurningaliðsmaður úr MR, lýsti ferðum sínum um Suður-Þýskaland í sumar með tilheyrandi frösum á háþýsku eins og honum er einum lagið.
Einnig var gaman að frétta að vinkona Svansins, Þórdís Helgadóttir, er í Bologna, rétt eins og María Ásmundsdóttir. Væntanlega spillir það ekki að báðar eru fornmálagúrú, útskrifaðar frá fornmáladeild MR 1999 og 2001.
Sleggudómar
Bloggari varð fyrir barðinu á klassískum sleggjudómum í gærkvöldi. Málið er nefnilega að hann er á móti virkjunum punktur, enda styður hann sama flokk og bróðir sinn (já, þannig komust menn að þessari niðurstöðu!).
Færri vita hins vegar að undirritaður hefur haft áhuga á virkjunum síðan yngri bróðirinn var í burðarrúmi (sumarið ´84). Sumarstarfið á Minjasafninu Orkuveitunnar hefur heldur ekki náð að stemma stigu við þessu áhugamáli (enda starfsmenn þar almennt með brenglað fegurðarskyn gagnvart orkumannvirkjum). en ek heiti Sverrir 20:02
This is my blogchalk: Iceland, Reykjavík, Vesturbær, Icelandic, Sverrir, Male, 21-25, Music.